Leita enn að nýjum oddvita Jón Júlíus Karlsson skrifar 24. apríl 2014 21:08 Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. Varaformaður flokksins hefur áhyggjur af stöðu mála í Reykjavík.Kynna átti Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem oddvita framsóknarmanna í Reykjavík í dag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Guðni hafði fengið umboð til að taka efsta sæti á lista en hætti við á síðustu stundu. Í tilkynningu sem Guðni sendi frá sér í dag segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Guðni vildi ekki tjá sig frekar um málið í dag.Vika langur tími í pólitík Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík, sagði í samtali við Rúv í dag að framboðslisti framsóknarmanna í Reykjavík væri tilbúinn. Annað hljóð var komið í Þóri síðdegis í dag þegar fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af honum. Þá sagði hann leit að oddvita enn standa yfir. "Þetta kom svolítið óvænt upp á með Guðna. Nú mun stjórn kjördæmasambandsins nýta tímann til að fara yfir stöðuna. Það hefur verið ákveðið að fresta aukakjördæmaþingi til þriðjudags og þá verður nýr oddviti kynntur," segir Þórir Ingþórsson. Þrjá vikur eru síðan að Óskar Bergsson hætti við framboð og enn hefur ekki tekist að finna nýjan oddvita. Fréttastofa ræddi við nokkra framsóknarmenn í dag og ríki mikil óvissa um hver muni leiða flokkinn. 36 dagar eru til kosninga velta margir fyrir sér hvort að tíminn sé að renna út hjá framsóknarmönnum. "Vika er langur tími í pólitík. Það er rúmur mánuður til kosninga og við munum klára okkar mál fyrir næsta þriðjudag," ítrekar Þórir.Horfa til úthverfanna Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Guðni hefði verið mjög góður kostur fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Óvissa í framboði flokksins í Reykjavík sé áhyggjuefni. "Auðvitað eru það vonbrigði að Guðni Ágústsson hafi farið frá. Menn bundu miklar vonir við hann. Það eru engu að síður frambjóðendur sem eru líklegir og málið verður væntanlega klárað á næstu dögum," segir Sigurður Ingi. Framsóknarmenn hafi enn tækifæri til að bæta hlutskipti sitt í borginni. "Ég minni á það að það eru ansi margir sem búa í 101 sem eru í framboði í Reykjavík. Það er lítið um úthverfafólk. Ég held að það væri klókt til að horfa til Reykjavíkur allrar alveg eins og horfa þarf til landsins alls." Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga. Varaformaður flokksins hefur áhyggjur af stöðu mála í Reykjavík.Kynna átti Guðna Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formann Framsóknarflokksins, sem oddvita framsóknarmanna í Reykjavík í dag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Guðni hafði fengið umboð til að taka efsta sæti á lista en hætti við á síðustu stundu. Í tilkynningu sem Guðni sendi frá sér í dag segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína. Guðni vildi ekki tjá sig frekar um málið í dag.Vika langur tími í pólitík Þórir Ingþórsson, formaður kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík, sagði í samtali við Rúv í dag að framboðslisti framsóknarmanna í Reykjavík væri tilbúinn. Annað hljóð var komið í Þóri síðdegis í dag þegar fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af honum. Þá sagði hann leit að oddvita enn standa yfir. "Þetta kom svolítið óvænt upp á með Guðna. Nú mun stjórn kjördæmasambandsins nýta tímann til að fara yfir stöðuna. Það hefur verið ákveðið að fresta aukakjördæmaþingi til þriðjudags og þá verður nýr oddviti kynntur," segir Þórir Ingþórsson. Þrjá vikur eru síðan að Óskar Bergsson hætti við framboð og enn hefur ekki tekist að finna nýjan oddvita. Fréttastofa ræddi við nokkra framsóknarmenn í dag og ríki mikil óvissa um hver muni leiða flokkinn. 36 dagar eru til kosninga velta margir fyrir sér hvort að tíminn sé að renna út hjá framsóknarmönnum. "Vika er langur tími í pólitík. Það er rúmur mánuður til kosninga og við munum klára okkar mál fyrir næsta þriðjudag," ítrekar Þórir.Horfa til úthverfanna Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Guðni hefði verið mjög góður kostur fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík. Óvissa í framboði flokksins í Reykjavík sé áhyggjuefni. "Auðvitað eru það vonbrigði að Guðni Ágústsson hafi farið frá. Menn bundu miklar vonir við hann. Það eru engu að síður frambjóðendur sem eru líklegir og málið verður væntanlega klárað á næstu dögum," segir Sigurður Ingi. Framsóknarmenn hafi enn tækifæri til að bæta hlutskipti sitt í borginni. "Ég minni á það að það eru ansi margir sem búa í 101 sem eru í framboði í Reykjavík. Það er lítið um úthverfafólk. Ég held að það væri klókt til að horfa til Reykjavíkur allrar alveg eins og horfa þarf til landsins alls."
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira