Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 32-28 | Öruggt hjá Eyjamönnum Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 22. apríl 2014 14:13 Róbert Aron Hostert er lykilmaður hjá ÍBV. Vísir/Valli ÍBV er komið 1-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir sannfærandi sigur á heimavelli sínum í kvöld. Valsmenn skoruðu fyrsta markið en þrátt fyrir það þá mættu þeir varla til leiks fyrstu tuttugu mínúturnar en þá völtuðu Eyjamenn gjörsamlega yfir gestina. Eyjamenn skoruðu níu af næstu tíu mörkum og voru gestirnir í gríðarlegum vandræðum jafnt varnarlega og sóknarlega en Ólafur Stefánsson virtist ráðalaus á hliðarlínunni. Það var ekki fyrr en í stöðunni 14:7 sem að Valsmenn settu í næsta gír og tókst þeim þá að opna vörn heimamanna og minnka muninn í þrjú mörk og var staðan því 16:13 þegar flautað var til hálfleiks. Í upphafi seinni hálfleiks virtust gestirnir ætla að gera sig líklega en þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk á fyrstu mínútunum eftir hlé. Hlynur Morthens og Henrik Eidsvag markmenn liðanna hrukku í gang eftir það og skelltu nánast í lás. Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram á seinasta tímabili og sýndi hann ótrúlega takta um miðbik seinni hálfleiks þar sem að hann skoraði nánast að vild og hjálpaði Eyjamönnum að halda forystunni. Eyjamönnum tókst að herða tökin á ný og héldu sex marka forystu í nokkurn tíma en kláruðu svo loks leikinn með fjögurra marka sigri og komu sér því eins og áður segir í lykilstöðu í einvígi liðanna.Arnar: Við erum hvergi smeykir „Þetta var alls ekki auðveldur sigur en hann var góður. Það var mikið tekist á og mikið barist, við vorum gríðarlega sterkir fyrstu 25 mínúturnar, keyrðum yfir þá og lifðum á því út leikinn,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, eftir sigur sinna manna gegn Valsmönnum í undanúrslitaeinvígi liðanna í kvöld. „Við gáfum aðeins eftir, en það er bara eðlilegt og gerist alltaf, á þeim kafla vorum við aðeins að tapa hausnum og þá erum við hrikalega daprir og klikkaðir,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur í leikslok. Hvítu Riddararnir stjórnuðu stúkunni eins og vanalega en Arnar segir stuðninginn minna einna helst á gömlu góðu tímana þegar að Eyjamenn voru upp á sitt besta. „Við eigum eftir að fara í mjög erfiðan leik í Valsheimilinu en við erum hvergi smeykir og höldum bara áfram."Ólafur: Við frusum á fyrstu mínútunum „Við erum aðeins of seinir í það sem við ætluðum okkur og erum að fá alls konar óþverra á okkur. ÍBV er sterkt hérna á heimavelli en góðu fréttirnar fyrir okkur eru þær að við erum betri en þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir ósigur í Vestmannaeyjum í kvöld. „Menn frusu á fyrstu mínútunum, við verðum að höndla þessa stöðu. Þetta er ný staða fyrir flesta að vera í úrslitakeppni,“ sagði Ólafur. „Við erum búnir að streða og vinna í allskonar hlutum í vetur og við viljum sjá þá birtast, vonandi gerist það strax á fimmtudaginn.“ Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
ÍBV er komið 1-0 yfir í undanúrslitaeinvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir sannfærandi sigur á heimavelli sínum í kvöld. Valsmenn skoruðu fyrsta markið en þrátt fyrir það þá mættu þeir varla til leiks fyrstu tuttugu mínúturnar en þá völtuðu Eyjamenn gjörsamlega yfir gestina. Eyjamenn skoruðu níu af næstu tíu mörkum og voru gestirnir í gríðarlegum vandræðum jafnt varnarlega og sóknarlega en Ólafur Stefánsson virtist ráðalaus á hliðarlínunni. Það var ekki fyrr en í stöðunni 14:7 sem að Valsmenn settu í næsta gír og tókst þeim þá að opna vörn heimamanna og minnka muninn í þrjú mörk og var staðan því 16:13 þegar flautað var til hálfleiks. Í upphafi seinni hálfleiks virtust gestirnir ætla að gera sig líklega en þeim tókst að minnka muninn í tvö mörk á fyrstu mínútunum eftir hlé. Hlynur Morthens og Henrik Eidsvag markmenn liðanna hrukku í gang eftir það og skelltu nánast í lás. Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram á seinasta tímabili og sýndi hann ótrúlega takta um miðbik seinni hálfleiks þar sem að hann skoraði nánast að vild og hjálpaði Eyjamönnum að halda forystunni. Eyjamönnum tókst að herða tökin á ný og héldu sex marka forystu í nokkurn tíma en kláruðu svo loks leikinn með fjögurra marka sigri og komu sér því eins og áður segir í lykilstöðu í einvígi liðanna.Arnar: Við erum hvergi smeykir „Þetta var alls ekki auðveldur sigur en hann var góður. Það var mikið tekist á og mikið barist, við vorum gríðarlega sterkir fyrstu 25 mínúturnar, keyrðum yfir þá og lifðum á því út leikinn,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, eftir sigur sinna manna gegn Valsmönnum í undanúrslitaeinvígi liðanna í kvöld. „Við gáfum aðeins eftir, en það er bara eðlilegt og gerist alltaf, á þeim kafla vorum við aðeins að tapa hausnum og þá erum við hrikalega daprir og klikkaðir,“ sagði Arnar sem var gríðarlega sáttur í leikslok. Hvítu Riddararnir stjórnuðu stúkunni eins og vanalega en Arnar segir stuðninginn minna einna helst á gömlu góðu tímana þegar að Eyjamenn voru upp á sitt besta. „Við eigum eftir að fara í mjög erfiðan leik í Valsheimilinu en við erum hvergi smeykir og höldum bara áfram."Ólafur: Við frusum á fyrstu mínútunum „Við erum aðeins of seinir í það sem við ætluðum okkur og erum að fá alls konar óþverra á okkur. ÍBV er sterkt hérna á heimavelli en góðu fréttirnar fyrir okkur eru þær að við erum betri en þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsmanna, eftir ósigur í Vestmannaeyjum í kvöld. „Menn frusu á fyrstu mínútunum, við verðum að höndla þessa stöðu. Þetta er ný staða fyrir flesta að vera í úrslitakeppni,“ sagði Ólafur. „Við erum búnir að streða og vinna í allskonar hlutum í vetur og við viljum sjá þá birtast, vonandi gerist það strax á fimmtudaginn.“
Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira