Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 28-27 | Ótrúleg endurkoma Hauka Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 1. maí 2014 00:01 Haukar fagna í dag. Vísir/vilhelm Haukar komust í dag í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik karla þegar liðið lagði FH af velli, 28-27, í oddaleik. Spennan var rafmögnuð að Ásvöllum í dag og var leikurinn einnig mjög svo spennandi. Jón Þorbjörn Jóhannsson var hetja Hauka í leiknum og skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Árni Steinn Steinþórsson skoraði átta mörk fyrir Hauka í leiknum en þeir mæta ÍBV í úrslitaeinvíginu. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir nokkrar mínútur. Haukar tóku þá frumkvæðið í leiknum og sýndu þá frábæran varnarleik. Giedrius Morkunas byrjaði leikinn í markinu hjá Haukum en þegar leið á hálfleikinn kom Einar Ólafur Vilmundarson í rammann. Innkoma hans kom heimamönnum á bragðið og varði hann frábærlega í fyrri hálfleik. Haukar komust í 15-10 þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en FH-ingar náðu aðeins að rétta sinn hlut fyrir hálfleik og var staðan 17-14 í hálfleik. Leikurinn því ennþá galopinn og bæði lið gátu enn komist í úrslitaeinvígið. Bæði lið komu ákveðin til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og var munurinn 2-3 mörk fyrstu tíu mínútur leiksins. Á þessum tímapunkti var einhver neisti í FH-ingum og náðu þeir að jafna metin í 22-22 þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Næstu mínútur voru Haukar aftur með frumkvæðið en FH aðeins einu skrefi á eftir þeim. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan enn jöfn 24-24. Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum var staðan 27-26 fyrir Haukum og þeir í sókn. Daníel Freyr Andrésson varði þá skot frá Sigurbergi Sveinssyni og FH-ingar unnu boltann. Þeir fóru í sókn og Einar Rafn Eiðsson náði að jafna metin, 27-27. Haukar höfðu þá 30 sekúndur til að klára leikinn og það gerðu þeir. Jón Þorbjörn Jóhannsson fékk línusendingu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Haukum sigur í leiknum. Magnaðar lokasekúndur. Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. Jón Þorbjörn: Hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka„Ég held að það sé ekki hægt að óska sér betri oddaleik, þessi leikur hafði bara allt,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, hetja Hauka, eftir leikinn. „Sem betur fer náðum við að klára þetta undir lokin. Það voru allir leikmenn að berjast eins og ljón í báðum liðum og áhorfendur voru hreint út sagt frábærir.“ „Leikir milli Hauka og FH eru bara aldrei búnir fyrir en eftir 60 mínútur, það er bara þannig. Við vissum að þeir myndi berjast til síðasta blóðdropa og við urðum að gera það líka.“ Jón Þorbjörn skoraði sigurmark leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka,“ segir Jón. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Árni Steinn: Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti„Það var farið að fara smá um mann undir lokin og þetta var orðið ansi tæpt,“ segir Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í dag. Árni skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur á vellinum. „Við sýnum ótrúlegan karakter að klára þessa seríu og að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir er með ólíkindum.“ „Mér leið vel í loka sókninni. Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti og þeir myndu ekki ná að svara. Manni líður bara vel í svona stöðu, jafnt og við með boltann.“ Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. „Það verður ótrúlega gaman að mæta Eyjamönnum. Þeir eru með frábæra stuðningsmenn, eins og við og þetta verður flott einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
Haukar komust í dag í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik karla þegar liðið lagði FH af velli, 28-27, í oddaleik. Spennan var rafmögnuð að Ásvöllum í dag og var leikurinn einnig mjög svo spennandi. Jón Þorbjörn Jóhannsson var hetja Hauka í leiknum og skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Árni Steinn Steinþórsson skoraði átta mörk fyrir Hauka í leiknum en þeir mæta ÍBV í úrslitaeinvíginu. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og var staðan 4-4 eftir nokkrar mínútur. Haukar tóku þá frumkvæðið í leiknum og sýndu þá frábæran varnarleik. Giedrius Morkunas byrjaði leikinn í markinu hjá Haukum en þegar leið á hálfleikinn kom Einar Ólafur Vilmundarson í rammann. Innkoma hans kom heimamönnum á bragðið og varði hann frábærlega í fyrri hálfleik. Haukar komust í 15-10 þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en FH-ingar náðu aðeins að rétta sinn hlut fyrir hálfleik og var staðan 17-14 í hálfleik. Leikurinn því ennþá galopinn og bæði lið gátu enn komist í úrslitaeinvígið. Bæði lið komu ákveðin til leiks í upphafi síðari hálfleiksins og var munurinn 2-3 mörk fyrstu tíu mínútur leiksins. Á þessum tímapunkti var einhver neisti í FH-ingum og náðu þeir að jafna metin í 22-22 þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Næstu mínútur voru Haukar aftur með frumkvæðið en FH aðeins einu skrefi á eftir þeim. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var staðan enn jöfn 24-24. Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum var staðan 27-26 fyrir Haukum og þeir í sókn. Daníel Freyr Andrésson varði þá skot frá Sigurbergi Sveinssyni og FH-ingar unnu boltann. Þeir fóru í sókn og Einar Rafn Eiðsson náði að jafna metin, 27-27. Haukar höfðu þá 30 sekúndur til að klára leikinn og það gerðu þeir. Jón Þorbjörn Jóhannsson fékk línusendingu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Haukum sigur í leiknum. Magnaðar lokasekúndur. Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. Jón Þorbjörn: Hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka„Ég held að það sé ekki hægt að óska sér betri oddaleik, þessi leikur hafði bara allt,“ segir Jón Þorbjörn Jóhannsson, hetja Hauka, eftir leikinn. „Sem betur fer náðum við að klára þetta undir lokin. Það voru allir leikmenn að berjast eins og ljón í báðum liðum og áhorfendur voru hreint út sagt frábærir.“ „Leikir milli Hauka og FH eru bara aldrei búnir fyrir en eftir 60 mínútur, það er bara þannig. Við vissum að þeir myndi berjast til síðasta blóðdropa og við urðum að gera það líka.“ Jón Þorbjörn skoraði sigurmark leiksins þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég hugsaði bara um klína helvítis boltanum í netið og drulla mér til baka,“ segir Jón. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan. Árni Steinn: Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti„Það var farið að fara smá um mann undir lokin og þetta var orðið ansi tæpt,“ segir Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í dag. Árni skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur á vellinum. „Við sýnum ótrúlegan karakter að klára þessa seríu og að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir er með ólíkindum.“ „Mér leið vel í loka sókninni. Ég vissi að við myndum ná einu loka skoti og þeir myndu ekki ná að svara. Manni líður bara vel í svona stöðu, jafnt og við með boltann.“ Haukar mæta Eyjamönnum í úrslitaeinvíginu. „Það verður ótrúlega gaman að mæta Eyjamönnum. Þeir eru með frábæra stuðningsmenn, eins og við og þetta verður flott einvígi.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira