Lífið

Frægasti jakki íslenskrar Eurovision-sögu á uppboð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Eurovision-keppnin fer fram annað kvöld og það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum. ICY hópurinn tók þátt í keppninni árið 1986 með lagið Gleðibankinn en það var fyrsta framlag Íslands í keppninni. 

Þá klæddist Pálmi Gunnarsson glæsilegum glansfrakka sem þótti afar móðins og töff þá.

Í tilefni af Eurovision ætlar Bylgjan að setja þennan sögufræga frakka á uppboð og allur ágóði rennur til Sumardvalarstaðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.

„Við hvetjum einstaklinga og fyrirtæki til að taka þátt í þessu skemmtilega uppboði með okkur,“ segir Jóhann K. Jóhansson, kynningarstjóri útvarpsstöðva 365.

Hægt er að taka þátt í uppboðinu með því að fara inn á heimasíðu Bylgjunnar eða hafa samband í síma 567 1111.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×