Hættir í Sjálfstæðisflokki og verður bæjarstjóraefni Í-listans 8. maí 2014 12:39 Gísli Halldór Halldórsson hættir í Sjálfstæðisflokki og verður bæjarstjóraefni Í-listans. Gísli Halldór Halldórsson verður bæjarstjóraefni Í-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ. Gísli Halldór var oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu bæjarstjórnarkosningum og er núverandi formaður bæjarráðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send á fjölmiðla. „Ég tel að framboð Í-listans eins og það sé núna, sýni mikla pólitíska breidd, ég held að það fari ekkert á milli mála að það sé kallað eftir því í okkar bæjarfélagi," segir Gísli Halldór Halldórsson í samtali við Vísi nú fyrir stundu. Í-listinn er framboð óháð stjórnmálaöflum á landsvísu. Að framboðinu standa einstaklingar sem vilja vinna að hag og velferð íbúanna. Oddviti flokksins, Arna Lára Jónsdóttir er flokksbundinn Samfylkingu og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. „Eftir mikla íhugun þá sýnist mér þetta vera það sem fólk kallar eftir; reynslu, hæfileikum og pólitískri breidd þar sem ólíkir aðilar koma saman og uer ekki bundnir klöfum flokkapólitíkur með sama hætti og áður. Ég met það þannig að þetta sé það sem get gert til að koma til móts við kjósendur." Í sameiginlegri yfirlýsingu oddvita Í-listans, Örnu Láru Jónsdóttur og Gísla Halldórs segir: „Sú ákvörðun Í-listans að gera mig að bæjarstjóraefni sínu undirstrikar enn frekar þessa þverpólitísku stöðu framboðsins. Ég er þess fullviss að reynsla mín til viðbótar þeirri breidd mannvals sem á Í-listanum er muni geta orðið Ísafjarðarbæ til farsældar á komandi árum. Sú ákvörðun að gefa kost á starfskröftum mínum sem bæjarstjóraefni Í-listans var tekin að vel yfirveguðu máli. Hún er rökrétt framhald af starfi mínu undanfarin ár í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ár, en á þeim tíma hef ég öðlast mikla þekkingu og reynt margt, flest jákvætt en einnig sitthvað neikvætt. Þessi ákvörðun tel ég einnig að sé í samræmi við óskir fjölmargra kjósenda um að gömlu flokkarnir verði ekki ráðandi í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili og að starfa minna sé óskað" Gísli ákvað að bjóða ekki fram krafta sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar á þessu ári. Sagði hann í samtali við Bæjarins bestu á Ísafirði þá að hann skorti samhljóm við aðra sjálfstæðismenn til að geta haldið áfram störfum fyrir flokkinn. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, er oddviti Sjálfstæðisflokksins en ætlar ekki að verða bæjarstjóri að loknum kosningum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson verður bæjarstjóraefni Í-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ. Gísli Halldór var oddviti Sjálfstæðismanna í síðustu bæjarstjórnarkosningum og er núverandi formaður bæjarráðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var send á fjölmiðla. „Ég tel að framboð Í-listans eins og það sé núna, sýni mikla pólitíska breidd, ég held að það fari ekkert á milli mála að það sé kallað eftir því í okkar bæjarfélagi," segir Gísli Halldór Halldórsson í samtali við Vísi nú fyrir stundu. Í-listinn er framboð óháð stjórnmálaöflum á landsvísu. Að framboðinu standa einstaklingar sem vilja vinna að hag og velferð íbúanna. Oddviti flokksins, Arna Lára Jónsdóttir er flokksbundinn Samfylkingu og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. „Eftir mikla íhugun þá sýnist mér þetta vera það sem fólk kallar eftir; reynslu, hæfileikum og pólitískri breidd þar sem ólíkir aðilar koma saman og uer ekki bundnir klöfum flokkapólitíkur með sama hætti og áður. Ég met það þannig að þetta sé það sem get gert til að koma til móts við kjósendur." Í sameiginlegri yfirlýsingu oddvita Í-listans, Örnu Láru Jónsdóttur og Gísla Halldórs segir: „Sú ákvörðun Í-listans að gera mig að bæjarstjóraefni sínu undirstrikar enn frekar þessa þverpólitísku stöðu framboðsins. Ég er þess fullviss að reynsla mín til viðbótar þeirri breidd mannvals sem á Í-listanum er muni geta orðið Ísafjarðarbæ til farsældar á komandi árum. Sú ákvörðun að gefa kost á starfskröftum mínum sem bæjarstjóraefni Í-listans var tekin að vel yfirveguðu máli. Hún er rökrétt framhald af starfi mínu undanfarin ár í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ár, en á þeim tíma hef ég öðlast mikla þekkingu og reynt margt, flest jákvætt en einnig sitthvað neikvætt. Þessi ákvörðun tel ég einnig að sé í samræmi við óskir fjölmargra kjósenda um að gömlu flokkarnir verði ekki ráðandi í sveitarstjórn á næsta kjörtímabili og að starfa minna sé óskað" Gísli ákvað að bjóða ekki fram krafta sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í janúar á þessu ári. Sagði hann í samtali við Bæjarins bestu á Ísafirði þá að hann skorti samhljóm við aðra sjálfstæðismenn til að geta haldið áfram störfum fyrir flokkinn. Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, er oddviti Sjálfstæðisflokksins en ætlar ekki að verða bæjarstjóri að loknum kosningum. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira