600 hestafla afmælisútgáfa BMW M5 Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2014 11:45 Afmælisútgáfa BMW M5, mattgrá. Liðin eru 30 ár frá því BMW kynnti fyrsta M5 bíl sinn og þrátt fyrir að bæði sprengirými og strokkafjöldi í bílnum hafi breyst gegnum tíðina hefur hann ávallt orðið aflmeiri og enn skal bætt við. Fyrsta kynslóð bílsins var 252 hestöfl sem fékkst úr 3,5 lítra og 6 strokka vél. Önnur kynslóð var 310 hestöfl og sú þriðja (E39) 394 hestöfl úr 4,9 lítra og 8 strokka vél. Enn stækkaði sprengirýmið og 5,0 lítra og 10 strokka vélin í næstu kynslóð (E60) var 500 hestöfl. Ekki þótti það duga og næsta kynslóð bílsins var 560 hestöfl úr minna sprengirými, en sú vél er 4,4 lítra og 8 strokka, en með tveimur forþjöppum. Sama vél er í afmælisbílnum nú, en tekin eru 600 hestöfl úr henni engu að síður. Það gerir bílinn aflmeiri en helstu keppinautar hans, Audi RS6 Avant, Jaguar XFR og Mercedes Benz E63 AMG. Afmælisútgáfan er 3,7 sekúndur í hundraðið, eða hálfri sekúndu sneggri en núverandi M5. Lakkið á afmælisútgáfunni er matt og grátt og þannig fæst hann eingöngu. Felgurnar eru 20 tommu og sætin með Alcantara áklæði. Eins dags kennsla á bílinn fylgir með kaupum á bílnum og ekki veitir kannski af með allt þetta afl til taks. Aðeins verða framleidd 300 eintök af bílnum og búast má við því að slegist verði um þau. Opnað verður fyrir pantanir á bílnum þann 21. maí en ekki liggja fyrir upplýsingar um verð hans.Alcantara áklæði og leður eru í sætunum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Liðin eru 30 ár frá því BMW kynnti fyrsta M5 bíl sinn og þrátt fyrir að bæði sprengirými og strokkafjöldi í bílnum hafi breyst gegnum tíðina hefur hann ávallt orðið aflmeiri og enn skal bætt við. Fyrsta kynslóð bílsins var 252 hestöfl sem fékkst úr 3,5 lítra og 6 strokka vél. Önnur kynslóð var 310 hestöfl og sú þriðja (E39) 394 hestöfl úr 4,9 lítra og 8 strokka vél. Enn stækkaði sprengirýmið og 5,0 lítra og 10 strokka vélin í næstu kynslóð (E60) var 500 hestöfl. Ekki þótti það duga og næsta kynslóð bílsins var 560 hestöfl úr minna sprengirými, en sú vél er 4,4 lítra og 8 strokka, en með tveimur forþjöppum. Sama vél er í afmælisbílnum nú, en tekin eru 600 hestöfl úr henni engu að síður. Það gerir bílinn aflmeiri en helstu keppinautar hans, Audi RS6 Avant, Jaguar XFR og Mercedes Benz E63 AMG. Afmælisútgáfan er 3,7 sekúndur í hundraðið, eða hálfri sekúndu sneggri en núverandi M5. Lakkið á afmælisútgáfunni er matt og grátt og þannig fæst hann eingöngu. Felgurnar eru 20 tommu og sætin með Alcantara áklæði. Eins dags kennsla á bílinn fylgir með kaupum á bílnum og ekki veitir kannski af með allt þetta afl til taks. Aðeins verða framleidd 300 eintök af bílnum og búast má við því að slegist verði um þau. Opnað verður fyrir pantanir á bílnum þann 21. maí en ekki liggja fyrir upplýsingar um verð hans.Alcantara áklæði og leður eru í sætunum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent