Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 25-23 | Eyjamenn jöfnuðu Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 8. maí 2014 19:00 Vísir/Vilhelm Eyjamenn jöfnuðu úrslitaeinvígið við Hauka í kvöld með tveggja marka sigri 25-23 úti í Eyjum. Gestirnir byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir strax í upphafi leiks, Eyjamönnum gekk illa að brjóta á bak aftur vörn Haukamanna og þegar það tókst stóð Giedrius Morkunas í markinu og varði flest skot sem þangað komu. Tveggja marka forysta varð brátt þriggja marka forysta en Haukamönnum gekk ótrúlega vel að opna vörn heimamanna í byrjun leiks og sýndu allar sínar bestu hliðar. Sigurbergur Sveinsson skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik en flest kerfi Haukamanna enduðu á skoti frá honum. Haukar voru með þriggja marka forystu, 10-13, undir lok fyrri hálfleiks en þá fengu Eyjamenn tvö víti sem að Giedrius Morkunas náði að verja en alls varði hann tólf skot í fyrri hálfleik. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleik af krafti en þó aðallega Róbert Aron Hostert sem skoraði ekki mark í fyrri hálfleik. Hann skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum heimamanna í seinni hálfleik og var ástæðan fyrir því að Eyjamenn náðu að jafna leikinn. Haukarnir sýndu mátt sinn og komust aftur í tveggja marka forystu sem þeim tókst að halda þangað til að tíu mínútur voru eftir, þá skoraði Guðni Ingvarsson mark og kom sínum mönnum yfir, 21-20. Markið var hluti af 6-1, kafla Eyjamanna sem kláraði leikinn fyrir þá. Fjögurra marka forysta heimamanna var of mikið fyrir Haukamenn þegar um fjórar mínútur voru eftir og sigldu leikmenn ÍBV því, 25-23 sigri í höfn og jöfnuðu þar með einvígið. Næsti leikur verður leikinn í DB Schenker-höll Haukamanna á laugardag.Agnar Smári Jónsson: Kolklikkuð stemning „Þetta var geðveikur sigur, vinnusigur getum við sagt. Við erum undir í langan tíma, komumst síðan yfir og vorum sterkir,“ sagði Agnar Smári Jónsson, leikmaður Eyjamanna, eftir sigur á Haukum í úrslitaeinvígi liðanna í kvöld. „Þetta er nákvæmlega eins og Haukurinn sagði, þetta er eins og í Makedóníu. Þetta er kolklikkað, Hvítu Riddararnir rífa sig úr að ofan og sprengja innibombur. Það er ekki hægt að spila fyrir framan betri áhorfendur.“ „Að sjálfsögðu ætlum við alla leið, við ætlum ekki að vera áhorfendur í þessu einvígi og ætlum að sigra á Ásvöllum í næsta leik,“ sagði Agnar Smári að lokum en hann átti fínan leik í kvöld og skoraði þrjú mörk.Patrekur Jóhannesson: Leikmenn eru mannlegir „Fyrri hálfleikur var mjög góður, hreyfing varnarlega og við vorum að leysa þessar klippingar. Giedrius var sterkur í markinu og við náum nokkrum hraðaupphlaupum,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir tap gegn Eyjamönnum í kvöld. „Í hálfleik tölum við saman og ætlum að mæta af krafti fyrstu fimm til tíu mínúturnar og ná fjórða og fimmta markinu. Þegar þetta jafnast svo í seinni hálfleik förum við að senda sendingar sem Eyjamenn vilja að við gerum, á þeim kafla erum við að klikka og það er ástæðan fyrir því að við töpuðum.“ „Við vorum búnir að leysa þetta nokkuð vel, það er svekkjandi að ná ekki að halda út en leikmenn eru mannlegir og ég er viss um það að allir vildu þó svo að Eyjamenn hafi vinninginn í seinni hálfleik sem dugði þeim í dag.“ „Í stöðunni þegar það er stress, þá reynir á menn og við höfum í vetur í úrslitaleik í bikarnum og í deildinni oft klárað þær stöður. Í dag voru nokkrir leikmenn að gera of mikið af mistökum og þá þurfum við áfram að vinna með það,“ lét Patrekur hafa eftir sér í viðtali við Vísi í kvöld en hann segist svekktur yfir því að hafa misst af tækifærinu til þess að fara í 2-0 forystu í einvíginu.Gunnar Magnússon: Makedónía á ekki „break“ í þetta „Þetta var ótrúlegur karakter hjá strákunum, við vorum ekki að fara á taugum í hálfleik, við komum alltaf til baka og við vitum það. Þetta var bara spurning hvenær þetta myndi smella og það kom strax í byrjun seinni hálfleiks,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, sem sigruðu Hauka á heimavelli í kvöld. „Karakterinn í þessum drengjum er ótrúlegur og þeir gefast aldrei upp. Þessi stuðningur hérna gerir mann orðlausan, ég hef farið út um allan heim og var í Makedóníu í apríl, þar eiga þeir ekki „break“ í þessa stemningu,“ hafði Gunnar Magnússon að segja um Hvítu Riddarana stuðningsmannasveit Eyjamanna og aðra áhorfendur í dag. „Stemningin í hópnum er frábær og við höfðum alltaf trú á þessu. Haukarnir eru með frábært lið og til þess að vinna þá þurfum við að spila alveg rosalega vel og það tókst í dag en við keyrðum yfir þá í seinni hálfleik.“ Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
Eyjamenn jöfnuðu úrslitaeinvígið við Hauka í kvöld með tveggja marka sigri 25-23 úti í Eyjum. Gestirnir byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir strax í upphafi leiks, Eyjamönnum gekk illa að brjóta á bak aftur vörn Haukamanna og þegar það tókst stóð Giedrius Morkunas í markinu og varði flest skot sem þangað komu. Tveggja marka forysta varð brátt þriggja marka forysta en Haukamönnum gekk ótrúlega vel að opna vörn heimamanna í byrjun leiks og sýndu allar sínar bestu hliðar. Sigurbergur Sveinsson skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik en flest kerfi Haukamanna enduðu á skoti frá honum. Haukar voru með þriggja marka forystu, 10-13, undir lok fyrri hálfleiks en þá fengu Eyjamenn tvö víti sem að Giedrius Morkunas náði að verja en alls varði hann tólf skot í fyrri hálfleik. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleik af krafti en þó aðallega Róbert Aron Hostert sem skoraði ekki mark í fyrri hálfleik. Hann skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum heimamanna í seinni hálfleik og var ástæðan fyrir því að Eyjamenn náðu að jafna leikinn. Haukarnir sýndu mátt sinn og komust aftur í tveggja marka forystu sem þeim tókst að halda þangað til að tíu mínútur voru eftir, þá skoraði Guðni Ingvarsson mark og kom sínum mönnum yfir, 21-20. Markið var hluti af 6-1, kafla Eyjamanna sem kláraði leikinn fyrir þá. Fjögurra marka forysta heimamanna var of mikið fyrir Haukamenn þegar um fjórar mínútur voru eftir og sigldu leikmenn ÍBV því, 25-23 sigri í höfn og jöfnuðu þar með einvígið. Næsti leikur verður leikinn í DB Schenker-höll Haukamanna á laugardag.Agnar Smári Jónsson: Kolklikkuð stemning „Þetta var geðveikur sigur, vinnusigur getum við sagt. Við erum undir í langan tíma, komumst síðan yfir og vorum sterkir,“ sagði Agnar Smári Jónsson, leikmaður Eyjamanna, eftir sigur á Haukum í úrslitaeinvígi liðanna í kvöld. „Þetta er nákvæmlega eins og Haukurinn sagði, þetta er eins og í Makedóníu. Þetta er kolklikkað, Hvítu Riddararnir rífa sig úr að ofan og sprengja innibombur. Það er ekki hægt að spila fyrir framan betri áhorfendur.“ „Að sjálfsögðu ætlum við alla leið, við ætlum ekki að vera áhorfendur í þessu einvígi og ætlum að sigra á Ásvöllum í næsta leik,“ sagði Agnar Smári að lokum en hann átti fínan leik í kvöld og skoraði þrjú mörk.Patrekur Jóhannesson: Leikmenn eru mannlegir „Fyrri hálfleikur var mjög góður, hreyfing varnarlega og við vorum að leysa þessar klippingar. Giedrius var sterkur í markinu og við náum nokkrum hraðaupphlaupum,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir tap gegn Eyjamönnum í kvöld. „Í hálfleik tölum við saman og ætlum að mæta af krafti fyrstu fimm til tíu mínúturnar og ná fjórða og fimmta markinu. Þegar þetta jafnast svo í seinni hálfleik förum við að senda sendingar sem Eyjamenn vilja að við gerum, á þeim kafla erum við að klikka og það er ástæðan fyrir því að við töpuðum.“ „Við vorum búnir að leysa þetta nokkuð vel, það er svekkjandi að ná ekki að halda út en leikmenn eru mannlegir og ég er viss um það að allir vildu þó svo að Eyjamenn hafi vinninginn í seinni hálfleik sem dugði þeim í dag.“ „Í stöðunni þegar það er stress, þá reynir á menn og við höfum í vetur í úrslitaleik í bikarnum og í deildinni oft klárað þær stöður. Í dag voru nokkrir leikmenn að gera of mikið af mistökum og þá þurfum við áfram að vinna með það,“ lét Patrekur hafa eftir sér í viðtali við Vísi í kvöld en hann segist svekktur yfir því að hafa misst af tækifærinu til þess að fara í 2-0 forystu í einvíginu.Gunnar Magnússon: Makedónía á ekki „break“ í þetta „Þetta var ótrúlegur karakter hjá strákunum, við vorum ekki að fara á taugum í hálfleik, við komum alltaf til baka og við vitum það. Þetta var bara spurning hvenær þetta myndi smella og það kom strax í byrjun seinni hálfleiks,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, sem sigruðu Hauka á heimavelli í kvöld. „Karakterinn í þessum drengjum er ótrúlegur og þeir gefast aldrei upp. Þessi stuðningur hérna gerir mann orðlausan, ég hef farið út um allan heim og var í Makedóníu í apríl, þar eiga þeir ekki „break“ í þessa stemningu,“ hafði Gunnar Magnússon að segja um Hvítu Riddarana stuðningsmannasveit Eyjamanna og aðra áhorfendur í dag. „Stemningin í hópnum er frábær og við höfðum alltaf trú á þessu. Haukarnir eru með frábært lið og til þess að vinna þá þurfum við að spila alveg rosalega vel og það tókst í dag en við keyrðum yfir þá í seinni hálfleik.“
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira