Nissan Qashqai og Hyundai i10 seljast hraðast í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2014 14:45 Heitur – Nissan Qashqai er sá bíll sem selst hraðast í Bretlandi. Oft spá fjölmiðlar í hvaða bílar seljast mest en það er hinsvegar sjaldgæft að vöngum sé velt yfir því hvaða bílar seljast hraðast. Í Bretlandi heldur heimasíðan glassbusiness.co.uk utan um þær upplýsingar. Samkvæmt nýjustu tölum heimasíðunnar er það nýjar kynslóðir bíla sem seljast hraðast. Þar fara fremstir í flokki Nissan Qashqai og Hyundai i10 en það tekur að meðaltali 25,3 daga að selja hvern Qashqai af lager og 26,9 daga að selja hvern Hyundai i10. Það er áhugavert að skoða svona tölur, þótt íslenskt samhengi gefi þeim ekki mikið vægi. Til samanburðar má skoða þá bíla sem lengstan tíma tekur að selja í Bretlandi og er sölutíminn þá í kringum 70 til 100 dagar. Aðrir bílar sem seljast hratt í Bretlandi þessa dagana eru Volkswagen Bora, Audi Q3, Audi TT, Nissan Almera, Peugeot 2008, Audi A1, Ford Fiesta og Peugeot 3008 en fæstir af þessum bílum eru söluháir á Íslandi, nema þá helst Ford Fiesta. Vefsíðan telur að vinsældir hins splunkunýja Nissan Quashqai séu til marks um að jepplingar njóti nú aukinnar hylli. Stutt er síðan BL frumsýndi nýja Nissan Qashqai á Íslandi en þá var fjölmennt í sýningarsal þeirra að Sævarhöfða 2 og móttökurnar eflaust ekki síðri en á Bretlandseyjum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Oft spá fjölmiðlar í hvaða bílar seljast mest en það er hinsvegar sjaldgæft að vöngum sé velt yfir því hvaða bílar seljast hraðast. Í Bretlandi heldur heimasíðan glassbusiness.co.uk utan um þær upplýsingar. Samkvæmt nýjustu tölum heimasíðunnar er það nýjar kynslóðir bíla sem seljast hraðast. Þar fara fremstir í flokki Nissan Qashqai og Hyundai i10 en það tekur að meðaltali 25,3 daga að selja hvern Qashqai af lager og 26,9 daga að selja hvern Hyundai i10. Það er áhugavert að skoða svona tölur, þótt íslenskt samhengi gefi þeim ekki mikið vægi. Til samanburðar má skoða þá bíla sem lengstan tíma tekur að selja í Bretlandi og er sölutíminn þá í kringum 70 til 100 dagar. Aðrir bílar sem seljast hratt í Bretlandi þessa dagana eru Volkswagen Bora, Audi Q3, Audi TT, Nissan Almera, Peugeot 2008, Audi A1, Ford Fiesta og Peugeot 3008 en fæstir af þessum bílum eru söluháir á Íslandi, nema þá helst Ford Fiesta. Vefsíðan telur að vinsældir hins splunkunýja Nissan Quashqai séu til marks um að jepplingar njóti nú aukinnar hylli. Stutt er síðan BL frumsýndi nýja Nissan Qashqai á Íslandi en þá var fjölmennt í sýningarsal þeirra að Sævarhöfða 2 og móttökurnar eflaust ekki síðri en á Bretlandseyjum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent