408 hestöfl og 1,9 lítra eyðsla Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 11:30 Audi TT Offroad. Það eru ekki slæmar tölur sem Audi TT Offroad bíllinn skartar, en hann var fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Peking nýlega, sem hugmyndabíll. Þessi bíll verður líklega einn af nokkrum gerðum TT-bíla, en Audi hefur hugsað sér að búa til heila fjölskyldu TT-bíla. Þessi tiltekni bíll er einskonar jepplingur en þó ekki af neinni venjulegri gerð. Fyrir það fyrsta er hann tvinnbíll sem eigendur hlaða heima hjá sér, en hann er líka ákaflega öflugur bíll með sín 408 hestöfl og sendir þau að sjálfsögðu til allra hjólanna. Aflið kemur frá 2,0 lítra forþjöppuvél sem er 292 hestöfl og rafmótorum bæði framan og aftan sem bæta við 116 hestöflum. Samtals er tog drifrásarinnar 650 Nm. Með öllu þessi afli er hann aðeins 5,2 sekúndur í hundraðið og hámarkahraði hans er takmarkaður við 250 km/klst. Þetta eru allt ágætar tölur en það sem eflaust mestu máli skiptir er að bíllinn eyðir aðeins 1,9 lítrum. Auk þess er hann einkar umhverfisvænn og mengar aðeins 45 g/km af CO2. Hann hlýtur því að fá frítt í tvö stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn! Fyrstu 50 kílómetrana má aka aðeins á rafmagni og heildardrægni bílsins er 880 kílómetrar. Í bílnum er stór 12,3 tommu aðgerðaskjár og stjórnar bílstjórinn flestu því sem stjórna má í framúrstefnulegri þrívíddargrafík. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent
Það eru ekki slæmar tölur sem Audi TT Offroad bíllinn skartar, en hann var fyrst sýndur almenningi á bílasýningunni í Peking nýlega, sem hugmyndabíll. Þessi bíll verður líklega einn af nokkrum gerðum TT-bíla, en Audi hefur hugsað sér að búa til heila fjölskyldu TT-bíla. Þessi tiltekni bíll er einskonar jepplingur en þó ekki af neinni venjulegri gerð. Fyrir það fyrsta er hann tvinnbíll sem eigendur hlaða heima hjá sér, en hann er líka ákaflega öflugur bíll með sín 408 hestöfl og sendir þau að sjálfsögðu til allra hjólanna. Aflið kemur frá 2,0 lítra forþjöppuvél sem er 292 hestöfl og rafmótorum bæði framan og aftan sem bæta við 116 hestöflum. Samtals er tog drifrásarinnar 650 Nm. Með öllu þessi afli er hann aðeins 5,2 sekúndur í hundraðið og hámarkahraði hans er takmarkaður við 250 km/klst. Þetta eru allt ágætar tölur en það sem eflaust mestu máli skiptir er að bíllinn eyðir aðeins 1,9 lítrum. Auk þess er hann einkar umhverfisvænn og mengar aðeins 45 g/km af CO2. Hann hlýtur því að fá frítt í tvö stæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn! Fyrstu 50 kílómetrana má aka aðeins á rafmagni og heildardrægni bílsins er 880 kílómetrar. Í bílnum er stór 12,3 tommu aðgerðaskjár og stjórnar bílstjórinn flestu því sem stjórna má í framúrstefnulegri þrívíddargrafík.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent