Er lagið Stairway to Heaven stolið? 19. maí 2014 21:00 Led Zeppelin eru sagðir hafa stolið hluta lagsins Stairway to Heaven. Vísir/Getty Hljómsveitin Led Zeppelin er líklega á leið í réttarsalinn vegna ásakana um að lagið, Stairway to Heaven sé að hluta til stolið frá hljómsveitinni Spirit. Inngangsstef lagsins sem Jimmy Page leikur svo fallega er sagt vera stolið úr laginu Taurus af fyrstu plötu Spirit. Samkvæmt miðlum á borð við The Guardian er lögfræðingur gítarleikara Spirit, Randy California að útbúa kröfu sem kveður á um að lögbann verði sett á lagið. Led Zeppelin hefur í hyggju að gefa út endurhljómblandaða plötu með laginu og er það ástæðan fyrir því að California fer í hart. Lögfræðingurinn fer fram á að California verði einnig skrifaður fyrir laginu og þar með, að hann og Spirit fái eitthvað fé fyrir sinn snúð. Led Zeppelin og Spirit fóru saman í tónleikaferðalag um Bandaríkin árið 1968 og 1969 og var Zeppelin upphitunarhljómsveit á ferðalaginu. Þar með hafa lögfræðingar talið að Page hafi hnuplað stefinu á því tónleikaferðalagi en Stairway to Heaven kom út árið 1971. Page hefur þó alltaf haldið því fram að hann hafi samið lagið í sumarbústað á Wales árið 1970. Randy California hefur áður tjáð sig um málið og sagt lagið verið stolið af sér og sinni sveit. Hér fyrir neðan eru lögin tvö, sitt sýnist og heyrist hverjum. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Led Zeppelin er líklega á leið í réttarsalinn vegna ásakana um að lagið, Stairway to Heaven sé að hluta til stolið frá hljómsveitinni Spirit. Inngangsstef lagsins sem Jimmy Page leikur svo fallega er sagt vera stolið úr laginu Taurus af fyrstu plötu Spirit. Samkvæmt miðlum á borð við The Guardian er lögfræðingur gítarleikara Spirit, Randy California að útbúa kröfu sem kveður á um að lögbann verði sett á lagið. Led Zeppelin hefur í hyggju að gefa út endurhljómblandaða plötu með laginu og er það ástæðan fyrir því að California fer í hart. Lögfræðingurinn fer fram á að California verði einnig skrifaður fyrir laginu og þar með, að hann og Spirit fái eitthvað fé fyrir sinn snúð. Led Zeppelin og Spirit fóru saman í tónleikaferðalag um Bandaríkin árið 1968 og 1969 og var Zeppelin upphitunarhljómsveit á ferðalaginu. Þar með hafa lögfræðingar talið að Page hafi hnuplað stefinu á því tónleikaferðalagi en Stairway to Heaven kom út árið 1971. Page hefur þó alltaf haldið því fram að hann hafi samið lagið í sumarbústað á Wales árið 1970. Randy California hefur áður tjáð sig um málið og sagt lagið verið stolið af sér og sinni sveit. Hér fyrir neðan eru lögin tvö, sitt sýnist og heyrist hverjum.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira