Lífið

Skrifaði Game of Thrones með forriti frá 1978

Samúel Karl Ólason skrifar
George R. R. Martin þolir ekki ný ritvinnsluforrit.
George R. R. Martin þolir ekki ný ritvinnsluforrit.
George R.R. Martin, höfundur A Song of Fire and Ice bókaflokksins, sem þættirnir Game of Thrones eru byggðir á, skrifar allar sínar bækur á gamla tölvu með DOS stýrikerfi, sem margir hverjir muna kannski eftir. Þá notast hann við ritvinnsluforritið Wordstar 4.0 til að skrifa á tölvu sem ekki er tengd internetinu.

Hann þarf því ekki að hafa áhyggjur að verða fyrir barðinu á hökkurum eða að því að fá vírus í tölvuna.

Bókin Game of Thrones, fyrsta bókin í flokknum kom út árið 1996. Forritið Wordstar var upprunalega gefið út árið 1978 og varð mjög vinsælt á fyrri hluta níunda áratugarins.

„Ég kann vel við það forrit. Það gerir það sem ég vil að ritvinnsluforrit geri og ekkert annað,“ sagði Martin. „Ég vil enga hjálp. Ég hata sum þessara nýju forrita þar sem þú slærð inn lítinn staf og hann verður stór. Ég vil ekki stóran staf. Ef ég vildi stóran staf hefði ég gert það, því ég kann að nota Shift takkann.“

Hann er með tvær tölvur á heimili sínu en hina notar hann til að skoða internetið, fá tölvupóst og þess háttar. Höfundurinn frægi var gestur Conan nýverið þar sem hann sagði frá þessari sérvisku sinni, en hluta þáttarins má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×