Erlendir bílar seljast vel í Japan Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2014 11:31 Mercedes Benz er nú söluhæsta lúxusbílamerkið í Japan, á undan Lexus. Bílar erlendra bílaframleiðenda hafa aldrei selst sérlega vel í bílframleiðslulandinu Japan, en breyting hefur orðið á því. Í fyrra seldust þar fleiri erlendir bílar en síðustu 7 ár, eða frá árinu 2007. Flestum erlendum bílaframleiðendum hefur vart fundist ástæða til að markaðssetja bíla sína í Japan og hafði forstjóri Ford, Alan Mulally það á orði að Japan væri lokaðasta land heims er kemur að sölu bíla. Staðreyndin er ennþá sú að 90% allra seldra bíla í Japan eru japanskir. Mikil sala er í agnarsmáum bílum og þar eru japanskir framleiðendur sterkastir og því hefur sala evrópskra og bandaríksra bílaframleiðenda ekki mikið átt upp á dekk þar. Mercedes Benz er einn af þeim framleiðendum sem þó náðu góðum árangri í Japan í fyrra og seldu fyrirtækið 59.774 bíla í þar og jók söluna um 60% á milli ára. Það sem meira er, Mercedes Benz varð í fyrra söluhærra bílamerki í Japan en Lexus, sem þó er framleiddur þar og með því varð Benz söluhæsta lúxusbílamerkið. Maserati tvöfaldaði sölu sína í Japan í fyrra. Viðbrögð yfirvalda í Japan við þessari þróun var sú að hækka tolla á innfluttum bílum úr 5% í 8%. Efnahagsástand í Japan hefur verið á uppleið undanfarið og er því búist við að lúxusbílar erlendra framleiðenda haldi áfram að seljast vel þrátt fyrir þessa hækkun. Volkswagen er söluhæsta erlenda bílamerkið í Japan og hjálpaði það verulega uppá að Volkswagen Golf var kjörinn bíll ársins í Japan í fyrra. Volkswagen hefur verið söluhæsta erlenda bílamerkið í Japan síðastliðin 14 ár. Lúxusbílaframleiðendurnir kepptust við að kynna smærri bíla sína fyrir Japönskum kaupendum og fjölgaði verulega í framboði á slíkum bílum í fyrra. Mercedes seldi vel af litla A-Class bíl sínum og Ford kynnti Fiesta í fyrsta skipti síðan árið 2007 og gekk sala hans vel. Einnig seldi Volvo vel af V40 bílnum. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent
Bílar erlendra bílaframleiðenda hafa aldrei selst sérlega vel í bílframleiðslulandinu Japan, en breyting hefur orðið á því. Í fyrra seldust þar fleiri erlendir bílar en síðustu 7 ár, eða frá árinu 2007. Flestum erlendum bílaframleiðendum hefur vart fundist ástæða til að markaðssetja bíla sína í Japan og hafði forstjóri Ford, Alan Mulally það á orði að Japan væri lokaðasta land heims er kemur að sölu bíla. Staðreyndin er ennþá sú að 90% allra seldra bíla í Japan eru japanskir. Mikil sala er í agnarsmáum bílum og þar eru japanskir framleiðendur sterkastir og því hefur sala evrópskra og bandaríksra bílaframleiðenda ekki mikið átt upp á dekk þar. Mercedes Benz er einn af þeim framleiðendum sem þó náðu góðum árangri í Japan í fyrra og seldu fyrirtækið 59.774 bíla í þar og jók söluna um 60% á milli ára. Það sem meira er, Mercedes Benz varð í fyrra söluhærra bílamerki í Japan en Lexus, sem þó er framleiddur þar og með því varð Benz söluhæsta lúxusbílamerkið. Maserati tvöfaldaði sölu sína í Japan í fyrra. Viðbrögð yfirvalda í Japan við þessari þróun var sú að hækka tolla á innfluttum bílum úr 5% í 8%. Efnahagsástand í Japan hefur verið á uppleið undanfarið og er því búist við að lúxusbílar erlendra framleiðenda haldi áfram að seljast vel þrátt fyrir þessa hækkun. Volkswagen er söluhæsta erlenda bílamerkið í Japan og hjálpaði það verulega uppá að Volkswagen Golf var kjörinn bíll ársins í Japan í fyrra. Volkswagen hefur verið söluhæsta erlenda bílamerkið í Japan síðastliðin 14 ár. Lúxusbílaframleiðendurnir kepptust við að kynna smærri bíla sína fyrir Japönskum kaupendum og fjölgaði verulega í framboði á slíkum bílum í fyrra. Mercedes seldi vel af litla A-Class bíl sínum og Ford kynnti Fiesta í fyrsta skipti síðan árið 2007 og gekk sala hans vel. Einnig seldi Volvo vel af V40 bílnum.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent