Íslenski boltinn

ÍA, Leiknir og Ólafsvíkingar úr leik í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson eru þjálfarar Leiknis.
Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson eru þjálfarar Leiknis. Vísir/Valli
Víkingur Ólafsvík og ÍA, sem féllu bæði úr Pepsi-deild karla í haust, eru úr leik í Borgunarbikarkeppni karla en fjölmargir leikir í 2. umferð fóru fram í kvöld.

Lið í Pepsi-deildinni sitja hjá í fyrstu tveimur umferðunum en lið úr 1. deildinni hófu þátttöku sína í kvöld.

Víkingur frá Ólafsvík tapaði fyrir HK, 2-0, í Akraneshöllinni og Skagamenn steinlágu fyrir Grindavík suður með sjó, 4-1. Juraj Grizelj og Magnús Björgvinsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir heimamenn en Hjörtur Hjartarson fyrir ÍA.

Þriðja 1. deildarliðið sem féll úr leik var Leiknir sem laut í gras fyrir ÍR í Breiðholtsslag, 3-1. Óttar Bjarni Guðmundsson kom Leikni yfir á 10. mínútu en stuttu síðar fékk Eiríkur Ingi Magnússon að líta beint rautt spjald.

ÍR-ingar gengu á lagið og tryggðu sér sigurinn með mörkum Guðmundar Gunnars Sveinssonar, Jón Gísla Ström og Haraldar Árna Hróðmarssonar.

Aðeins tveir menn sáu um markaskorunina hjá BÍ/Bolungarvík sem vann 8-2 stórsigur á liði Berserkja á Víkingsvellinum. Aaron Spear skoraði fimm marka Djúpmanna og Andri Rúnar Bjarnason tvö.

Auk Djúpmanna komust Þróttur, HK, KA, KV, Grindavík, Selfoss og Haukar áfram af 1. deildarliðunum. Tindastóll mætir svo Dalvík/Reyni á morgun.

Úrslit kvöldsins:

Berserkir - BÍ/Bolungarvík 2-8

Kári - KV 0-4

Hamar - KFR 1-0

Þróttur R. - KFS 5-0

Leiknir F. - Fjarðabyggð 1-4

Elliði - Haukar 0-2

Sindri - Huginn 4-3

Grindavík - ÍA 4-1

Leiknir - ÍR 1-3

Þróttur V. - KFG 3-4

Vængir Júpiters - Augnablik 0-3

KA - Magni 7-0

Ægir - Afturelding 0-4

KH - Selfoss 1-3

Skínandi - Víðir 0-4

KF - Völsungur 2-0

Víkingur Ó - HK 0-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×