Hjördís Svan dæmd í eins og hálfs árs fangelsi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2014 11:10 Hjördís hefur setið í þrjá mánuði í gæsluvarðhaldi. Hún nýtur stuðnings hóps kvenna sem hafa verið í sömu aðstæðum og hún og berjast við danskt réttarkerfi vegna forræðis barna sinna. Réttarhöldum yfir Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur vegna brots á umgengisrétti yfir börnum sínum þremur og ólöglegs brottnáms til Íslands lauk í dag. Hún hefur verið dæmd í eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins sem staddur er í salnum. Ekki er vitað enn hvort áfrýjað verði í málinu. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens frá því í byrjun febrúar eða í rúma þrjá mánuði. Mikið hefur verið fjallað um málið í dagblöðum í Danmörku og hefur verið meðal annars bent á að lengd varðhaldsins sé eitt það lengsta sem sögur fara af vegna mála sem þessa. Einnig hefur skapast mikil umræða þar ytra um veikan rétt mæðra með erlendan bakgrunn gagnvart dönsku réttarkerfi í forræðismálum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen. Hann fer með forsjá barnanna samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda. Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður síns í ágúst á síðasta ári. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs og flaug þaðan með börnin hingað til lands. Hjördís hefur sagt fyrir rétti að hún flúði með börnin vegna ofbeldis sem faðir þeirra beitir þau. Hún hefur einnig sagt að hún vilji frekar sitja í gæsluvarðhaldi vitandi að börnin hennar séu örugg á Íslandi hjá fjölskyldu hennar, en að þau séu hjá föður sínum. Vinkona Hjördísar og leikskólakennari yngstu dótturinnar hafa borið vitni í málinu og sagt að börnin hafi kvartað undan ofbeldi föðursins. Í síðasta mánuði vann Kim Laursen mál gegn Hjördísi í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dæmt að hann fengi dætur þeirra þrjár afhentar á næstu vikum. Dómnum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar. Í Horsens rannsakar lögreglan þrjú mál gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Hjördísar í Danmörku. Það hafa þó ekki verið lagðar fram ákærur. Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress. 10. maí 2014 10:40 Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Réttarhöldum yfir Hjördísi Svan Aðalheiðardóttur vegna brots á umgengisrétti yfir börnum sínum þremur og ólöglegs brottnáms til Íslands lauk í dag. Hún hefur verið dæmd í eins og hálfs árs fangelsi samkvæmt heimildarmanni Fréttablaðsins sem staddur er í salnum. Ekki er vitað enn hvort áfrýjað verði í málinu. Hjördís hefur setið í gæsluvarðhaldi í Horsens frá því í byrjun febrúar eða í rúma þrjá mánuði. Mikið hefur verið fjallað um málið í dagblöðum í Danmörku og hefur verið meðal annars bent á að lengd varðhaldsins sé eitt það lengsta sem sögur fara af vegna mála sem þessa. Einnig hefur skapast mikil umræða þar ytra um veikan rétt mæðra með erlendan bakgrunn gagnvart dönsku réttarkerfi í forræðismálum. Hjördís hefur staðið í áralangri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn, Kim Gram Laursen. Hann fer með forsjá barnanna samkvæmt úrskurði þarlendra yfirvalda. Hjördís hafði við börnin umgengisrétt en virti ekki að skila þeim aftur til föður síns í ágúst á síðasta ári. Þess í stað flaug hún með börnin til Noregs og flaug þaðan með börnin hingað til lands. Hjördís hefur sagt fyrir rétti að hún flúði með börnin vegna ofbeldis sem faðir þeirra beitir þau. Hún hefur einnig sagt að hún vilji frekar sitja í gæsluvarðhaldi vitandi að börnin hennar séu örugg á Íslandi hjá fjölskyldu hennar, en að þau séu hjá föður sínum. Vinkona Hjördísar og leikskólakennari yngstu dótturinnar hafa borið vitni í málinu og sagt að börnin hafi kvartað undan ofbeldi föðursins. Í síðasta mánuði vann Kim Laursen mál gegn Hjördísi í Héraðsdómi Reykjavíkur og var dæmt að hann fengi dætur þeirra þrjár afhentar á næstu vikum. Dómnum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar. Í Horsens rannsakar lögreglan þrjú mál gegn Kim Laursen er varða vanrækslu og ofbeldi gagnvart börnunum, samkvæmt upplýsingum frá lögmanni Hjördísar í Danmörku. Það hafa þó ekki verið lagðar fram ákærur.
Hjördís Svan Tengdar fréttir Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00 Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13 Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress. 10. maí 2014 10:40 Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55 Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30 Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00 Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Lokuð í klefa með klósetti og sjónvarpi Hjördís Svan Aðalheiðardóttir fékk sinn fyrsta gest í fangelsi í Horsens í Danmörku. Nefnd á vegum Evrópuþingsins hefur sent Dönum tvær kvartanir vegna handtöku Hjördísar. 22. febrúar 2014 07:00
Dætur Hjördísar fara til Danmerkur Barnsfaðir Hjördísar Svan fær dæturnar afhentar eftir sex vikur. Réttarhöld yfir Hjördísi hefjast í lok mánaðar í Danmerku. 16. apríl 2014 09:13
Krefur Hjördísi um tvær milljónir í skaðabætur Kim Laursen, barnsfaðir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur farið fram á tvær milljónir í skaðabætur frá Hjördísi eftir áralanga forræðisdeilu vegna þriggja dætra þeirra. Þetta kemur fram í danska netmiðlinum Metroexpress. 10. maí 2014 10:40
Hjördís Svan úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald Enginn hefur fengið að heimsækja eða tala við Hjördísi frá því á mánudag. 12. febrúar 2014 16:55
Barnsfaðir Hjördísar Svan vill fá dæturnar afhentar Lögmaður Kims Laursen, barnsföður Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, hefur lagt fram kröfu um að hann fái dætur þeirra afhentar. 25. mars 2014 07:30
Sýndu Hjördísi stuðning Boðað var til mótmæla í gær fyrir framan fangelsið þar sem Hjördís Svan Aðalheiðardóttir er í haldi. 17. febrúar 2014 08:00
Hjördís gæti fengið fjögurra ára fangelsisdóm Lögreglan í Horsens segir Hjördísi verða ákærða fyrir þrjú brot. 11. mars 2014 07:00