Koenigsegg slátrar Ferrari Enzo Finnur Thorlacius skrifar 13. maí 2014 10:49 Ferrari Enzo er enginn venjulegur bíll með sína 12 strokka og 660 hestöfl. Hann er að auki byggður að miklu leiti úr koltrefjum og er aðeins 1.365 kg og styðst við tækni sem er bönnuð í Formúlu 1. Flestir myndu halda að hann ætti einhvern séns í Koenigsegg CCX í spyrnu, en svo er aldeilis ekki. Í þessu myndskeiði sést að ökumaður Koenigsegg bílsins sér aldrei Ferrari bílinn frá því stigið er á bensíngjöfina. Það sem meira er, á flugbrautinni sem notuð er við einvígi bílanna nær Koenigsegg bíllinn 386 km hraða og er svo langt á undan Ferrari bílnum að athygli vekur.Halldóra von Koenigsegg.Koenigsegg CCX er 806 hestafla bíll með 8 strokka og 4,7 lítra vél með öflugum keflablásara, en hann er næstum 100 þyngri en Ferrari Enzo. Hinn sænski Koenigsegg, sá er smíðar þessa öflugu bíla virðist þó gera flest rétt það sem munurinn á bílunum er svo mikill sem hér sést. Á myndinni sem fylgir fréttinni sést Koenigsegg CCX á Íslandi en hann var hér staddur fyrir nokkrum árum og prófaður á íslenskum vegum. Eiginkona hins sænska Koenigsegg er íslensk og heitir Halldóra. Mynda af henni sést hér að neðan. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent
Ferrari Enzo er enginn venjulegur bíll með sína 12 strokka og 660 hestöfl. Hann er að auki byggður að miklu leiti úr koltrefjum og er aðeins 1.365 kg og styðst við tækni sem er bönnuð í Formúlu 1. Flestir myndu halda að hann ætti einhvern séns í Koenigsegg CCX í spyrnu, en svo er aldeilis ekki. Í þessu myndskeiði sést að ökumaður Koenigsegg bílsins sér aldrei Ferrari bílinn frá því stigið er á bensíngjöfina. Það sem meira er, á flugbrautinni sem notuð er við einvígi bílanna nær Koenigsegg bíllinn 386 km hraða og er svo langt á undan Ferrari bílnum að athygli vekur.Halldóra von Koenigsegg.Koenigsegg CCX er 806 hestafla bíll með 8 strokka og 4,7 lítra vél með öflugum keflablásara, en hann er næstum 100 þyngri en Ferrari Enzo. Hinn sænski Koenigsegg, sá er smíðar þessa öflugu bíla virðist þó gera flest rétt það sem munurinn á bílunum er svo mikill sem hér sést. Á myndinni sem fylgir fréttinni sést Koenigsegg CCX á Íslandi en hann var hér staddur fyrir nokkrum árum og prófaður á íslenskum vegum. Eiginkona hins sænska Koenigsegg er íslensk og heitir Halldóra. Mynda af henni sést hér að neðan.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent