Siðprúðir dómarar urðu Pólverjunum að falli Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. maí 2014 11:42 Hér má sjá svipmyndir af pólska atriðinu. Vísir/Getty/AFP Ef íslenska þjóðin hefði fengið að ráða hefði framlag Póllands í Eurovison fengið 10 stig frá henni, en ekki þrjú eins og raunin varð. Pólska lagið, sem ber titilinn My Słowianie - We Are Slavic, hafnaði í öðru sæti í símakosningunni hér á landi, á eftir hollenska laginu, Calm After The Storm. Mikið ósamræmi var í uppröðun dómnefndar og úrslitum símakosningarinnar, dómnefndin setti pólska lagið í 23. sæti. Þegar úrskurði dómnefndar og úrslitum símakosningarinnar var skellt saman varð pólska lagið í áttunda sæti og fékk þrjú stig frá Íslendingum.„Ósmekklegt atriði“„Mér fannst þetta ósmekklegt atriði,“ segir Hildur Guðný Þórhallsdóttir, sem var formaður íslensku dómnefndarinnar. Pólska atriðið vakti mikla athygli í keppninni og var vinsælt í símakosningum um gjörvalla Evrópu. En víðast hvar var lagið dregið niður af dómnefndum. Hildur Guðný segist ekki vita af hverju það varð raunin. Sérstök dómarakeppni var haldin á föstudagskvöld og skiluðu dómnefndirnar þá frá sér úrskurði sínum. „Pólska lagið var ekkert svæsnara þá. Þetta var bara alveg eins og á laugardeginum, þannig að það er allavega ekki skýringin,“ segir Hildur og heldur áfram: „Þetta lag var allavega ekki minn tebolli. Mér fannst það fyndið, það var ekkert hræðilegt. Mér fannst þetta bara vera einum of.“Fannst ykkur í dómnefndinni , eða þér, þetta vera blöskranlegt atriði? Útskýrir það þetta misræmi?„Það er kannski partur af því. Það var líklega bara eitthvað „hype“ sem skapaðist á laugardagskvöldinu, í kringum þetta lag. Einhverjir hneyksluðust á því og þá hafa kannski aðrir ákveðið að kjósa það.“Hefði fengið rúmlega 100 stigum meira Sem dæmi var pólska lagið í efsta sæti í símakosningunni í Noregi, en dómnefndin þar í landi setti lagið í 19. sæti. Í stað tólf stiga frá Noregi fékk lagið einungis tvö stig. Svipað var uppi á teningnum í Bretlandi. Breska þjóðin vildi gefa pólska laginu tólf stig, en dómnefndin setti lagið í síðasta sæti og fékk lagið því ekkert stig frá Bretum. Almenningur í Írlandi og Úkraínu var einnig ánægður með pólska lagið, lagið var einnig efst í símakosningum þar. Ef úrslit símakosningarinnar hefðu verið látin ráða úrslitum keppninnar hefði pólska lagið fengið 162 stig í staðinn fyrir 62 sem lagið fékk eftir að uppröðun dómnefnda var látin gilda til helminga á móti úrslitum símakosningar.Pólska atriðið vakti mikla athygli.Vísir/GettyHafði ekki áhrif á sigurvegarann Stórsigur austríska lagsins, sungið af Conchitu Wurst, hefði orðið enn stærri ef símakosningin hefði ráðið úrslitum. Úrskurður dómnefndar var látinn ráða í tveimur löndum: Albaníu og San Marínó og engin símakosning haldin þar. Þrátt fyrir það fékk Austurríska lagið, Rise Like a Phoenix, 304 stig úr símakosningunum, sem er fjórtán stigum meira en lagið fékk þegar úrskurður dómnefndanna var tekinn með í reikninginn. Lagið var ofarlega á blaði í nánast öllum löndum Evrópu. Rússneskur almenningur var til dæmis mjög hrifinn af laginu sem endaði í þriðja sæti í símakosningunni þar í landi. Það fengið átta stig frá Rússum ef þau úrslit hefðu verið látin gilda. Dómnefndin setti lagið aftur á móti í ellefta sæti og þegar upp var staðið varð lagið í sjötta sæti og fékk fimm stig frá Rússum.Strangar reglur Hildur Guðný segir að það hafi komið sér á óvart hversu strangar reglur giltu um störf dómnefndarinnar. Á dómarakvöldinu á föstudag var fylgst með störfum nefndarinnar og gætt þess að hún bæri ekki saman bækur sínar. „Já, það kom mér á óvart hversu strangar reglur voru í þessu. Fulltrúi sýslumanns fylgdist með störfum okkar og las upp úr reglubók fyrir okkur.“ Lagið vakti mikla athygli á Twitter. Hér að neðan má sjá nokkur tíst um pólska lagið:Þjóð sem kaus yfir sig Framsóknarflokkinn fyrir ári gæti núna verið að kjósa Pólland î Eurovision #12stig— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) May 10, 2014 jæja, þeir gerðu þetta allavega smekklega ... hmm... strokki strokk... #12stig #pólland— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) May 10, 2014 Í alvöru Pólland? FÁRÁNLEGT að hafa þessa gellu til hliðar að gera ég veit ekki hvað.. #12stig— Eyrún Líf (@eyrunlif) May 10, 2014 Pólland er eins og rússnesku ömmurnar....fyrir 65 árum...eftir sjö bjóra #12stig— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) May 10, 2014 Eurovision Tengdar fréttir Austurríki hreppti fyrsta sætið Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með laginu Rise like a Phoenix. 10. maí 2014 22:31 Svona skiptust stig Íslands Íslendingar fengu 58 stig í Eurovision í kvöld. Mest fengum við 8 stig frá San Marínó. 10. maí 2014 22:54 Íslendingum féll austurríska atriðið vel í geð Söngvarinn Conchita vakti skemmtileg viðbrögð á Twitter. 10. maí 2014 20:05 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ef íslenska þjóðin hefði fengið að ráða hefði framlag Póllands í Eurovison fengið 10 stig frá henni, en ekki þrjú eins og raunin varð. Pólska lagið, sem ber titilinn My Słowianie - We Are Slavic, hafnaði í öðru sæti í símakosningunni hér á landi, á eftir hollenska laginu, Calm After The Storm. Mikið ósamræmi var í uppröðun dómnefndar og úrslitum símakosningarinnar, dómnefndin setti pólska lagið í 23. sæti. Þegar úrskurði dómnefndar og úrslitum símakosningarinnar var skellt saman varð pólska lagið í áttunda sæti og fékk þrjú stig frá Íslendingum.„Ósmekklegt atriði“„Mér fannst þetta ósmekklegt atriði,“ segir Hildur Guðný Þórhallsdóttir, sem var formaður íslensku dómnefndarinnar. Pólska atriðið vakti mikla athygli í keppninni og var vinsælt í símakosningum um gjörvalla Evrópu. En víðast hvar var lagið dregið niður af dómnefndum. Hildur Guðný segist ekki vita af hverju það varð raunin. Sérstök dómarakeppni var haldin á föstudagskvöld og skiluðu dómnefndirnar þá frá sér úrskurði sínum. „Pólska lagið var ekkert svæsnara þá. Þetta var bara alveg eins og á laugardeginum, þannig að það er allavega ekki skýringin,“ segir Hildur og heldur áfram: „Þetta lag var allavega ekki minn tebolli. Mér fannst það fyndið, það var ekkert hræðilegt. Mér fannst þetta bara vera einum of.“Fannst ykkur í dómnefndinni , eða þér, þetta vera blöskranlegt atriði? Útskýrir það þetta misræmi?„Það er kannski partur af því. Það var líklega bara eitthvað „hype“ sem skapaðist á laugardagskvöldinu, í kringum þetta lag. Einhverjir hneyksluðust á því og þá hafa kannski aðrir ákveðið að kjósa það.“Hefði fengið rúmlega 100 stigum meira Sem dæmi var pólska lagið í efsta sæti í símakosningunni í Noregi, en dómnefndin þar í landi setti lagið í 19. sæti. Í stað tólf stiga frá Noregi fékk lagið einungis tvö stig. Svipað var uppi á teningnum í Bretlandi. Breska þjóðin vildi gefa pólska laginu tólf stig, en dómnefndin setti lagið í síðasta sæti og fékk lagið því ekkert stig frá Bretum. Almenningur í Írlandi og Úkraínu var einnig ánægður með pólska lagið, lagið var einnig efst í símakosningum þar. Ef úrslit símakosningarinnar hefðu verið látin ráða úrslitum keppninnar hefði pólska lagið fengið 162 stig í staðinn fyrir 62 sem lagið fékk eftir að uppröðun dómnefnda var látin gilda til helminga á móti úrslitum símakosningar.Pólska atriðið vakti mikla athygli.Vísir/GettyHafði ekki áhrif á sigurvegarann Stórsigur austríska lagsins, sungið af Conchitu Wurst, hefði orðið enn stærri ef símakosningin hefði ráðið úrslitum. Úrskurður dómnefndar var látinn ráða í tveimur löndum: Albaníu og San Marínó og engin símakosning haldin þar. Þrátt fyrir það fékk Austurríska lagið, Rise Like a Phoenix, 304 stig úr símakosningunum, sem er fjórtán stigum meira en lagið fékk þegar úrskurður dómnefndanna var tekinn með í reikninginn. Lagið var ofarlega á blaði í nánast öllum löndum Evrópu. Rússneskur almenningur var til dæmis mjög hrifinn af laginu sem endaði í þriðja sæti í símakosningunni þar í landi. Það fengið átta stig frá Rússum ef þau úrslit hefðu verið látin gilda. Dómnefndin setti lagið aftur á móti í ellefta sæti og þegar upp var staðið varð lagið í sjötta sæti og fékk fimm stig frá Rússum.Strangar reglur Hildur Guðný segir að það hafi komið sér á óvart hversu strangar reglur giltu um störf dómnefndarinnar. Á dómarakvöldinu á föstudag var fylgst með störfum nefndarinnar og gætt þess að hún bæri ekki saman bækur sínar. „Já, það kom mér á óvart hversu strangar reglur voru í þessu. Fulltrúi sýslumanns fylgdist með störfum okkar og las upp úr reglubók fyrir okkur.“ Lagið vakti mikla athygli á Twitter. Hér að neðan má sjá nokkur tíst um pólska lagið:Þjóð sem kaus yfir sig Framsóknarflokkinn fyrir ári gæti núna verið að kjósa Pólland î Eurovision #12stig— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) May 10, 2014 jæja, þeir gerðu þetta allavega smekklega ... hmm... strokki strokk... #12stig #pólland— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) May 10, 2014 Í alvöru Pólland? FÁRÁNLEGT að hafa þessa gellu til hliðar að gera ég veit ekki hvað.. #12stig— Eyrún Líf (@eyrunlif) May 10, 2014 Pólland er eins og rússnesku ömmurnar....fyrir 65 árum...eftir sjö bjóra #12stig— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) May 10, 2014
Eurovision Tengdar fréttir Austurríki hreppti fyrsta sætið Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með laginu Rise like a Phoenix. 10. maí 2014 22:31 Svona skiptust stig Íslands Íslendingar fengu 58 stig í Eurovision í kvöld. Mest fengum við 8 stig frá San Marínó. 10. maí 2014 22:54 Íslendingum féll austurríska atriðið vel í geð Söngvarinn Conchita vakti skemmtileg viðbrögð á Twitter. 10. maí 2014 20:05 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Austurríki hreppti fyrsta sætið Conchita Wurst sigraði í Eurovision í ár með laginu Rise like a Phoenix. 10. maí 2014 22:31
Svona skiptust stig Íslands Íslendingar fengu 58 stig í Eurovision í kvöld. Mest fengum við 8 stig frá San Marínó. 10. maí 2014 22:54
Íslendingum féll austurríska atriðið vel í geð Söngvarinn Conchita vakti skemmtileg viðbrögð á Twitter. 10. maí 2014 20:05