Innlent

Vatnstjón á kosningaskrifstofu VG á Akureyri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kosningaskrifstofa Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs á Akureyri varð fyrir miklu tjóni síðastliðna nótt þegar heitavatnsrör sprakk í húsnæðinu.

Glöggur vegfarandi uppgötvaði lekann í morgun og lét vita og var slökkvilið kallað til sem hóf strax aðgerðir til að minnka tjón. Kosningaskrifstofan er í húsnæði framboðsins að Brekkugötu 7b, rétt við Ráðhústorg í miðbæ Akureyrar.

Tjónið hleypur á milljónum en enn er of snemmt að segja nákvæmlega til um hversu mikið það er. Við vonumst þó til að geta notað skrifstofuna sem fyrst þar sem hún er miðstöð okkar Vinstri grænna í kosningabaráttunni.

Meðal verðmæta sem voru á skrifstofunni eru málverk eftir Hrönn Einarsdóttur en hún opnaði myndlistarsýningu þann 1. maí síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×