Fótbolti

U19 tapaði fyrir Írum í Dyflinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson er markvörður U19 ára liðsins.
Rúnar Alex Rúnarsson er markvörður U19 ára liðsins. Vísir/Daníel
Íslenska landsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Írlandi, 2-1, í milliriðli Evrópukeppninnar í kvöld en riðill Íslands fer fram í Dyflinni.

Markalaust var í hálfleik en Írar komust í 2-0 í byrjun seinni hálfleiks áður en KA-maðurinn Ævar Ingi Jóhannesson minnkaði muninn fyrir Ísland, 2-1.

Serbía og Tyrkland skildu jöfn, 1-1, fyrr í dag en á föstudaginn mætir Ísland liði Serbíu á meðan Írar spila við Tyrkland.

Lokaumferðin er svo á mánudaginn en þá mætir íslenska liðið því tyrkneska. Aðeins efsta lið hvers riðils kemst áfram í lokakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×