Oddvitaáskorunin - Syngur eingöngu til að rýma hús 28. maí 2014 17:01 Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveitunga í Þingeyjarsveit. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveituna í Þingeyjarsveit í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði, fluttist í Lauga í Þingeyjarsveit 1993 og hef búið þar síðan fyrir utan síðastliðin sex ár en þeim hef ég eytt á Jótlandi í Danmörku við nám. Er nýkominn heim þaðan. Er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur frá ÍKÍ/KHÍ og kenndi íþróttir í nærri tíu ár. Söðlaði síðan um og lærði verkfræði í Danmörku og útskrifaðist frá Aarhus Universitet sem byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í vinmylluundirstöðum nú í febrúar. Ég vinn á Akureyri hjá Verkís, byrjaði þar í mars síðastliðnum. Hef að auki unnið bæði við múrverk og smíðar. Ég ólst upp við óteljandi nafnabrandara og heyri þá auðvitað reglulega enn. Það er í sjálfu sér fínt, gott að geta skemmt öðrum en sjálfur syng ég eingöngu til að rýma hús.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Þessi er erfið, það eru svo margir staðir sem koma til greina. Austurdalur í Skagafirði, svo er alltaf fallegt að horfa yfir Skagafjarðarundirlendið frá Stephan G. af Vatnsskarðinu. Hvammarnir í Aðaldal eru líka fallegur staður að vera á. Svo auðvitað Ásbyrgi og Eyvindarstaðaheiði að kvöld- eða næturlagi um sumar. Hundar eða kettir?Ég er hrifnari af kindum en bæði hundum og köttum. Hver er stærsta stundin í lífinu?Klárt mál að það er þegar ég sá/hitti konuna mína í fyrsta sinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Lambakótelettur í raspi. Hvernig bíl ekur þú?Toyota eins og er. Besta minningin?Ungur og áhyggjulaus buslandi í Héraðsvötnum og skottast um eylendið. Það var líka svolítið gaman þegar við Tryggvi gerðum Geirmund „unplugged“ á Breiðumýri í gamla daga. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Ég hef fengið tvær hraðasektir já. Hverju sérðu mest eftir?Ég er ánægður þar sem ég er í dag og allt sem ég hef gert hefur leitt mig þangað þannig að ég sé eiginlega ekki eftir neinu þannig séð. Örugglega samt hægt að finna eitthvað ef maður leitar vel eftir því. Draumaferðalagið?Mig langar til Nepal og Perú, hef lengi reynt að sannfæra konuna um slíka ferð. Hefur þú migið í saltan sjó?Já auðvitað, hver hefur það ekki? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Held að það sé að hafa stokkið fram af þakinu á íþróttahúsinu á Laugum niður í snjóskafl þar sunnan við. Eða kannski að smíða fleka úr gömlum síldartunnum til að sigla á leysingavatni á. Hefur þú viðurkennt mistök?Já oft....eiginlega of oft því það er ekki sérstaklega gaman að gera mistök. Hverju ertu stoltastur af?Konu og börnum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Við Héraðsvötnin fyrr á árum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Oddvitaáskorunin Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2014 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Ragnar Bjarnason leiðir T-lista Sveituna í Þingeyjarsveit í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði, fluttist í Lauga í Þingeyjarsveit 1993 og hef búið þar síðan fyrir utan síðastliðin sex ár en þeim hef ég eytt á Jótlandi í Danmörku við nám. Er nýkominn heim þaðan. Er menntaður íþrótta- og heilsufræðingur frá ÍKÍ/KHÍ og kenndi íþróttir í nærri tíu ár. Söðlaði síðan um og lærði verkfræði í Danmörku og útskrifaðist frá Aarhus Universitet sem byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í vinmylluundirstöðum nú í febrúar. Ég vinn á Akureyri hjá Verkís, byrjaði þar í mars síðastliðnum. Hef að auki unnið bæði við múrverk og smíðar. Ég ólst upp við óteljandi nafnabrandara og heyri þá auðvitað reglulega enn. Það er í sjálfu sér fínt, gott að geta skemmt öðrum en sjálfur syng ég eingöngu til að rýma hús.“ YFIRHEYRSLAN Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Þessi er erfið, það eru svo margir staðir sem koma til greina. Austurdalur í Skagafirði, svo er alltaf fallegt að horfa yfir Skagafjarðarundirlendið frá Stephan G. af Vatnsskarðinu. Hvammarnir í Aðaldal eru líka fallegur staður að vera á. Svo auðvitað Ásbyrgi og Eyvindarstaðaheiði að kvöld- eða næturlagi um sumar. Hundar eða kettir?Ég er hrifnari af kindum en bæði hundum og köttum. Hver er stærsta stundin í lífinu?Klárt mál að það er þegar ég sá/hitti konuna mína í fyrsta sinn. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?Lambakótelettur í raspi. Hvernig bíl ekur þú?Toyota eins og er. Besta minningin?Ungur og áhyggjulaus buslandi í Héraðsvötnum og skottast um eylendið. Það var líka svolítið gaman þegar við Tryggvi gerðum Geirmund „unplugged“ á Breiðumýri í gamla daga. Hefur þú verið tekinn af lögreglunni?Ég hef fengið tvær hraðasektir já. Hverju sérðu mest eftir?Ég er ánægður þar sem ég er í dag og allt sem ég hef gert hefur leitt mig þangað þannig að ég sé eiginlega ekki eftir neinu þannig séð. Örugglega samt hægt að finna eitthvað ef maður leitar vel eftir því. Draumaferðalagið?Mig langar til Nepal og Perú, hef lengi reynt að sannfæra konuna um slíka ferð. Hefur þú migið í saltan sjó?Já auðvitað, hver hefur það ekki? Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert?Held að það sé að hafa stokkið fram af þakinu á íþróttahúsinu á Laugum niður í snjóskafl þar sunnan við. Eða kannski að smíða fleka úr gömlum síldartunnum til að sigla á leysingavatni á. Hefur þú viðurkennt mistök?Já oft....eiginlega of oft því það er ekki sérstaklega gaman að gera mistök. Hverju ertu stoltastur af?Konu og börnum.Fram að sveitarstjórnarkosningunum 31. maí munum við birta kynningu á oddvitum víðsvegar um landið. Allir oddvitar geta tekið þátt í Oddvitaáskorun Vísis. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á netfanginu samuel@365.is.Við Héraðsvötnin fyrr á árum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Oddvitaáskorunin Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Sjá meira