Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Grindavík 4-1 | Víkingar áfram eftir framlengingu Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardal skrifar 28. maí 2014 16:21 Búlgarinn Todor Hristov skoraði glæsilegt mark með þrumuskoti. Vísir/Daníel Víkingur komst áfram í fjórðu umferð Borgunarbikarsins eftir 4-1 sigur á Grindavík í framlengdum leik á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. Lokastaðan gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum, en Grindvíkingar voru síst verri aðilinn lengst af leiks og voru nær því að skora sigurmarkið í venjulegum leiktíma. Heimamenn áttu hins vegar meira eftir á tankinum í framlengingunni og tryggðu sér sigurinn þar með þremur mörkum. Grindvíkingar tóku forystuna strax á 4. mínútu þegar Tomislav Misura fékk langa sendingu inn fyrir vörn Víkinga, hristi Tómas Guðmundsson af sér og setti boltann framhjá Ingvari Þór Kale. Víkingar virtust slegnir næstu mínútur, en náðu fljótlega áttum og fóru að herja að marki gestanna. Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, varði vel frá Ívari Erni Jónssyni í dauðafæri á 16. mínútu og Tómas skallaði svo í slána úr hornspyrnunni sem á eftir fylgdi. Það var því í takt við gang leiksins þegar Víkingar jöfnuðu metin á 19. mínútu. Arnþór IngiKristinsson, sem var mjög líflegur í fyrri hálfleik, átti þá frábæra sendingu inn fyrir Grindavíkurvörnina, á Agnar Darra Sveinsson sem skoraði framhjá Óskari. Það gerðist ekki margt það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Liðin skiptust á að halda boltanum, en hvorugt þeirra gerði sig líklegt til að skora. Víkingar voru þó heldur sterkari, en Grindvíkingar voru vel inni í leiknum. Það sama var uppi á teningnum í byrjun seinni hálfleiks. Hvorugt liðið náði miklum takti í sitt spil og fyrir vikið var leikurinn nokkuð tættur, ef svo má að orði komast. Ingvar þurfti reyndar að taka á honum stóra sínum snemma í hálfleik þegar hann varði tvisvar í sömu sókninni frá Juraj Grizelj og Misura. Sá fyrrnefndi var grátlega nærri því að koma gestunum yfir á 72. mínútu þegar skot hans beint úr aukaspyrnu small í þverslá Víkingsmarksins. Víkingar hertu tökin eftir því sem á leið seinni hálfleikinn. Varamaðurinn Aron Elís Þrándarson hleypti lífi í sóknarleik sinna manna en Víkingar áttu þó í vandræðum með að skapa sér nógu góð færi. Grindvíkingar voru svo grátlega nærri því að tryggja sér sigurinn á síðustu þremur mínútum leiksins; fyrst þegar fyrirliðinn Jósef Kristinn Jósefsson átti skot í stöngina og svo þegar Alan Löwing, varnarmaður Víkinga, sparkaði boltanum yfir Ingvar, sinn eigin markvörð, en rétt framhjá stönginni. Staðan var því enn 1-1 þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiksloka. Víkingar komu sterkari til leiks í framlengingunni. Það var meiri hraði í spili þeirra og Grindvíkingar virkuðu þreyttir. Aron Elís fann meira pláss og Grindvíkingum tókst ekki að koma böndum á hann. Það þurfti hins vegar mark í hæsta gæðaflokki til að brjóta gestina frá Grindavík á bak aftur. Það skoraði Búlgarinn Todor Hristov með skoti beint úr aukaspyrnu þegar fimm mínútur voru liðnar af framlengingunni. Eftir það var mótspyrna gestanna á enda. Víkingar voru með heljartak á leiknum og bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Aron Elís skoraði þriðja markið á 108. mínútu eftir sendingu frá Pape Mamadou Faye og sá síðarnefndi skoraði svo úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar og gulltryggði Víkingum farseðilinn í 16-liða úrslitin.Aron Elís:Vildum ekki fara í framlengingu "Við vildum ekki fara með þetta í framlengingu, það er klárt mál," sagði Aron Elís Þrándarson eftir sigur Víkings á Grindavík í 3. umferð Borgunarbikarsins. "Við töluðum um það fyrir leikinn að klára þetta á 90. mínútum, en það tókst ekki. Við náðum hins vegar að klára þetta í framlengingu," sagði Aron, en hvað var það sem skildi á milli í framlengingunni þar sem Víkingar skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér sigurinn? "Ég veit það ekki alveg. Við náðum að setja markið snemma og þá þurftu þeir að færa sig framar og þá er það oft þannig að þér er refsað. Það er alltaf einhver munur á efstu deild og 1. deild, en Grindvíkingarnir voru flottir í dag og veittu okkur harða keppni. "Við áttum í erfiðleikum með þá í 1. deildinni í fyrra og rétt náðum að komast upp. Þeir sátu eftir með sárt ennið, svo það var vitað mál að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks í dag." Aron byrjaði leikinn á bekknum, en kom inn á snemma í seinni hálfleik. Honum fannst auðvelt að komast í takt við leikinn. "Það getur verið erfitt að koma af bekknum, en það var ekki þannig í dag. Mér fannst ósköp þægilegt að koma inn á í kvöld og ég náði að leggja mitt af mörkum," sagði Aron að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Víkingur komst áfram í fjórðu umferð Borgunarbikarsins eftir 4-1 sigur á Grindavík í framlengdum leik á gervigrasvellinum í Laugardal í kvöld. Lokastaðan gefur ekki alveg rétta mynd af leiknum, en Grindvíkingar voru síst verri aðilinn lengst af leiks og voru nær því að skora sigurmarkið í venjulegum leiktíma. Heimamenn áttu hins vegar meira eftir á tankinum í framlengingunni og tryggðu sér sigurinn þar með þremur mörkum. Grindvíkingar tóku forystuna strax á 4. mínútu þegar Tomislav Misura fékk langa sendingu inn fyrir vörn Víkinga, hristi Tómas Guðmundsson af sér og setti boltann framhjá Ingvari Þór Kale. Víkingar virtust slegnir næstu mínútur, en náðu fljótlega áttum og fóru að herja að marki gestanna. Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, varði vel frá Ívari Erni Jónssyni í dauðafæri á 16. mínútu og Tómas skallaði svo í slána úr hornspyrnunni sem á eftir fylgdi. Það var því í takt við gang leiksins þegar Víkingar jöfnuðu metin á 19. mínútu. Arnþór IngiKristinsson, sem var mjög líflegur í fyrri hálfleik, átti þá frábæra sendingu inn fyrir Grindavíkurvörnina, á Agnar Darra Sveinsson sem skoraði framhjá Óskari. Það gerðist ekki margt það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Liðin skiptust á að halda boltanum, en hvorugt þeirra gerði sig líklegt til að skora. Víkingar voru þó heldur sterkari, en Grindvíkingar voru vel inni í leiknum. Það sama var uppi á teningnum í byrjun seinni hálfleiks. Hvorugt liðið náði miklum takti í sitt spil og fyrir vikið var leikurinn nokkuð tættur, ef svo má að orði komast. Ingvar þurfti reyndar að taka á honum stóra sínum snemma í hálfleik þegar hann varði tvisvar í sömu sókninni frá Juraj Grizelj og Misura. Sá fyrrnefndi var grátlega nærri því að koma gestunum yfir á 72. mínútu þegar skot hans beint úr aukaspyrnu small í þverslá Víkingsmarksins. Víkingar hertu tökin eftir því sem á leið seinni hálfleikinn. Varamaðurinn Aron Elís Þrándarson hleypti lífi í sóknarleik sinna manna en Víkingar áttu þó í vandræðum með að skapa sér nógu góð færi. Grindvíkingar voru svo grátlega nærri því að tryggja sér sigurinn á síðustu þremur mínútum leiksins; fyrst þegar fyrirliðinn Jósef Kristinn Jósefsson átti skot í stöngina og svo þegar Alan Löwing, varnarmaður Víkinga, sparkaði boltanum yfir Ingvar, sinn eigin markvörð, en rétt framhjá stönginni. Staðan var því enn 1-1 þegar Erlendur Eiríksson flautaði til leiksloka. Víkingar komu sterkari til leiks í framlengingunni. Það var meiri hraði í spili þeirra og Grindvíkingar virkuðu þreyttir. Aron Elís fann meira pláss og Grindvíkingum tókst ekki að koma böndum á hann. Það þurfti hins vegar mark í hæsta gæðaflokki til að brjóta gestina frá Grindavík á bak aftur. Það skoraði Búlgarinn Todor Hristov með skoti beint úr aukaspyrnu þegar fimm mínútur voru liðnar af framlengingunni. Eftir það var mótspyrna gestanna á enda. Víkingar voru með heljartak á leiknum og bættu við tveimur mörkum áður en yfir lauk. Aron Elís skoraði þriðja markið á 108. mínútu eftir sendingu frá Pape Mamadou Faye og sá síðarnefndi skoraði svo úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar og gulltryggði Víkingum farseðilinn í 16-liða úrslitin.Aron Elís:Vildum ekki fara í framlengingu "Við vildum ekki fara með þetta í framlengingu, það er klárt mál," sagði Aron Elís Þrándarson eftir sigur Víkings á Grindavík í 3. umferð Borgunarbikarsins. "Við töluðum um það fyrir leikinn að klára þetta á 90. mínútum, en það tókst ekki. Við náðum hins vegar að klára þetta í framlengingu," sagði Aron, en hvað var það sem skildi á milli í framlengingunni þar sem Víkingar skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér sigurinn? "Ég veit það ekki alveg. Við náðum að setja markið snemma og þá þurftu þeir að færa sig framar og þá er það oft þannig að þér er refsað. Það er alltaf einhver munur á efstu deild og 1. deild, en Grindvíkingarnir voru flottir í dag og veittu okkur harða keppni. "Við áttum í erfiðleikum með þá í 1. deildinni í fyrra og rétt náðum að komast upp. Þeir sátu eftir með sárt ennið, svo það var vitað mál að þeir kæmu dýrvitlausir til leiks í dag." Aron byrjaði leikinn á bekknum, en kom inn á snemma í seinni hálfleik. Honum fannst auðvelt að komast í takt við leikinn. "Það getur verið erfitt að koma af bekknum, en það var ekki þannig í dag. Mér fannst ósköp þægilegt að koma inn á í kvöld og ég náði að leggja mitt af mörkum," sagði Aron að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira