Hinn vandaði franski fjölmiðlamaður Níels Thibaud Girerd ætlar að setja sig í kosningagírinn þessa vikuna enda kosið til sveitastjórna á laugardag. Mun hann heimsækja fimm stærstu sveitarfélögin á landinu, ræða við bæjarstjórana og fólkið á staðnum. Níels er mikill fagurkeri og hefur mikið dálæti af ostum og ostrum og lendir í ólíklegustu ævintýrum.
Þættir hans hefjast stundvíslega klukkan 18:55, strax að loknum fréttum, alla vikuna.
Í þætti kvöldsins hittir Nilli Árna Sigfússon, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, hinn skapheita Einar Orra, leikmann ÍBK og hitti sjálfa prinsessuna, Leoncie, í Hljómahöllinni.

