Hvers vegna íþróttir? Gísli H. Halldórsson skrifar 26. maí 2014 14:51 Íþróttaiðkun gegnir mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Sumir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á fjármagn til íþróttastarfsemi. Hvers vegna þessar áherslur? Af hverju að eyða svo miklu almanna fé í íþróttir þegar nóg annað er við peningana að gera? Heilbrigð hreyfing, eins og flestar íþróttir, er góð fyrir heilsuna, styrkir líkamlegt atgervi og getur þannig bætt lífsgæði og jafnvel aukið langlífi. Afreksíþróttafólk getur orðið börnum og ungu fólki hvatning til að setja sér markmið í lífinu og fylgja þeim eftir, ýmist í sömu íþrótt eða á öðrum sviðum. Sá farvegur er flestum heppilegur og líklegur til aukinnar lífshamingju. Íþróttaiðkun ungmenna er mjög þroskandi á marga vegu og er því eftirsóknarvert takmark í samfélaginu. Fyrir utan almennt góð áhrif á heilbrigði og líkamsþroska þá er íþróttaiðkun ungmenna líkleg til að auka getu og þroska þeirra til að taka þátt í samfélaginu, í liðsheildum og hópavinnu. Í hverju samfélagi eru þetta mikilvægir eiginleikar. Í dag er þetta orðið fólki enn betur ljóst, því eins segir í slagorðinu frá „Aldrei fór ég suður“: „Maður gerir ekki rassgat einn!“Umgjörð íþróttaÍþróttir þurfa góða umgjörð: Faglega leiðbeinendur og þjálfara, upprætingu á fordómum og misrétti, þátttöku aðstandenda og að sjálfsögðu góða aðstöðu. Gott samstarf við HSV hefur gefið okkur tækifæri til að opna aðgengi að íþróttum fyrir sífellt fleiri börnum og eiga þau nú flest einhver tækifæri. Þetta góða samstarf þarf að halda áfram að þroskast. Mannvirki til íþróttaiðkunar eru í sífelldri eftirspurn. Hátt ber þar yfirleitt mannvirki sem tengjast knattspyrnuiðkun, enda gífurlega fjölmenn og vinsæl íþrótt. Við byggjum auðvitað ekki hvað sem er hvenær sem er, en skynsamlegar fjárfestingar á heppilegum tíma hljóta alltaf að koma til greina.Aðeins það bestaÍ samstarfi við íþróttafélögin í Ísafjarðarbæ hefur nú verið unninn eins konar forgangslisti íþróttamannvirkja, þ.e. hvaða mannvirki hvert íþróttafélag leggur sérstaka áherslu á. Í-listinn, listi íbúanna, mun leggja sérstaka rækt við áframhaldandi samstarf við íþróttafélögin, með milligöngu HSV, um að uppfæra og endurskoða þennan lista og leita hagkvæmra leiða til að koma áhrifaríkum lausnum í framkvæmd eftir því sem tækifærin gefast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Íþróttaiðkun gegnir mikilvægu hlutverki í okkar samfélagi. Sumir stjórnmálamenn leggja mikla áherslu á fjármagn til íþróttastarfsemi. Hvers vegna þessar áherslur? Af hverju að eyða svo miklu almanna fé í íþróttir þegar nóg annað er við peningana að gera? Heilbrigð hreyfing, eins og flestar íþróttir, er góð fyrir heilsuna, styrkir líkamlegt atgervi og getur þannig bætt lífsgæði og jafnvel aukið langlífi. Afreksíþróttafólk getur orðið börnum og ungu fólki hvatning til að setja sér markmið í lífinu og fylgja þeim eftir, ýmist í sömu íþrótt eða á öðrum sviðum. Sá farvegur er flestum heppilegur og líklegur til aukinnar lífshamingju. Íþróttaiðkun ungmenna er mjög þroskandi á marga vegu og er því eftirsóknarvert takmark í samfélaginu. Fyrir utan almennt góð áhrif á heilbrigði og líkamsþroska þá er íþróttaiðkun ungmenna líkleg til að auka getu og þroska þeirra til að taka þátt í samfélaginu, í liðsheildum og hópavinnu. Í hverju samfélagi eru þetta mikilvægir eiginleikar. Í dag er þetta orðið fólki enn betur ljóst, því eins segir í slagorðinu frá „Aldrei fór ég suður“: „Maður gerir ekki rassgat einn!“Umgjörð íþróttaÍþróttir þurfa góða umgjörð: Faglega leiðbeinendur og þjálfara, upprætingu á fordómum og misrétti, þátttöku aðstandenda og að sjálfsögðu góða aðstöðu. Gott samstarf við HSV hefur gefið okkur tækifæri til að opna aðgengi að íþróttum fyrir sífellt fleiri börnum og eiga þau nú flest einhver tækifæri. Þetta góða samstarf þarf að halda áfram að þroskast. Mannvirki til íþróttaiðkunar eru í sífelldri eftirspurn. Hátt ber þar yfirleitt mannvirki sem tengjast knattspyrnuiðkun, enda gífurlega fjölmenn og vinsæl íþrótt. Við byggjum auðvitað ekki hvað sem er hvenær sem er, en skynsamlegar fjárfestingar á heppilegum tíma hljóta alltaf að koma til greina.Aðeins það bestaÍ samstarfi við íþróttafélögin í Ísafjarðarbæ hefur nú verið unninn eins konar forgangslisti íþróttamannvirkja, þ.e. hvaða mannvirki hvert íþróttafélag leggur sérstaka áherslu á. Í-listinn, listi íbúanna, mun leggja sérstaka rækt við áframhaldandi samstarf við íþróttafélögin, með milligöngu HSV, um að uppfæra og endurskoða þennan lista og leita hagkvæmra leiða til að koma áhrifaríkum lausnum í framkvæmd eftir því sem tækifærin gefast.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun