Á námskeiðunum læra nemendur að sigla og umgangast skútur. Kennslan fer fram á 26 feta skútu sem að félagið á.
Að loknu námskeiði er möguleiki á því að leigja skútu af félaginu og sigla á vit ævintýranna.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndskeið þar sem Sigríður Ólafsdóttir hjá Ými segir okkur nánar frá námskeiðunum.