Innlent

„Þetta er fyrst og fremst eindregin stuðningsyfirlýsing kjósenda í Vestmannaeyjum“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Elliði Vignisson er sáttur með lífið.
Elliði Vignisson er sáttur með lífið.
„Þetta kom mér á óvart, ég verð að vera ærlegur með það. Ég bjóst ekki við því að stuðningurinn yrði svona mikill,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja. Sjálfstæðisflokkurinn er með 74,7% atkvæða eftir að fyrstu tölu voru birtar um hálf ellefu.

„Þetta er fyrst og fremst eindregin stuðningsyfirlýsing kjósenda í Vestmannaeyjum,“ útskýrir Elliði. Hann segir stemninguna vera mjög góða á kosningavöku Sjálfstæðismanna. „Hér er fólk dansandi og mikið gleði ríkir hjá okkur, enda tölurnar flottar.“

Kosningalag Sjálfstæðismanna frá Eyjum vakti mikla athygli. „Þetta lag er auðvitað frábært. Unga fólkið leiðir starfið okkar að miklu leyti og það skilar sér allt í fleiri atkvæðum. Ég held að Gillz þurfi að vara sig, því þetta lag verður mjög vinsælt,“ segir Elliði og hlær.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×