Porsche með 730 hestafla tvinnbílaútgáfur 911 og Panamera Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2014 08:45 Verður Porsche 911 Turbo S leystur af hólmi af 730 hestafla tvinnútgáfu? Motor Trend virðist hafa komist í áætlanir Porsche fyrir árið 2017 en það ár mun Porsche bjóða bæði 911 og Panamera bílana í 730 hestafla útgáfum en báðir verða þeir tvinnbílar. Þeir munu erfa tvinnbílatæknina sem nú er í 918 Spyder bílnum, sem reyndar er ennþá öflugri en þessir tveir, enda með öflugri brunavél þó rafmótorarnir verði líklega eins. Hvort að þessir bílar muni leysa af hólmi núverandi 560 hestafla Porsche 911 Turbo S og 570 hestafla Panamera Turbo S er enn óvíst. Það sem hvetur Porsche til framleiðslu þessara bíla er krafan um minni mengun bíla þeirra, en eyðsla þessara bíla verður að vonum mjög lág, eins og á við 918 Spyder bílinn. Nýr Cayenne Coupe jeppi er einnig í farvatninu og sá bíll verður einnig boðinn sem tvinnbíll. Hann verður langt í frá ódýr bíll og mun kosta 185.000 dollara. Ekki eru minni fréttir fólgnar í því að Porsche hyggst bjóða bæði Boxster og Cayman bílana í GT4 útfærslum og munu þeir einnig verða tvinnbílar. Verða þeir báðir yfir 400 hestöfl og kaupverðið í kringum 125.000 dollarar. Með þessu virðist runnin upp tími tvinnbíla hjá Porsche, en svo til allar bílgerðir þeirra verða í boði sem tvinnbílar, auk hefðbundinna gerða þeirra. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent
Motor Trend virðist hafa komist í áætlanir Porsche fyrir árið 2017 en það ár mun Porsche bjóða bæði 911 og Panamera bílana í 730 hestafla útgáfum en báðir verða þeir tvinnbílar. Þeir munu erfa tvinnbílatæknina sem nú er í 918 Spyder bílnum, sem reyndar er ennþá öflugri en þessir tveir, enda með öflugri brunavél þó rafmótorarnir verði líklega eins. Hvort að þessir bílar muni leysa af hólmi núverandi 560 hestafla Porsche 911 Turbo S og 570 hestafla Panamera Turbo S er enn óvíst. Það sem hvetur Porsche til framleiðslu þessara bíla er krafan um minni mengun bíla þeirra, en eyðsla þessara bíla verður að vonum mjög lág, eins og á við 918 Spyder bílinn. Nýr Cayenne Coupe jeppi er einnig í farvatninu og sá bíll verður einnig boðinn sem tvinnbíll. Hann verður langt í frá ódýr bíll og mun kosta 185.000 dollara. Ekki eru minni fréttir fólgnar í því að Porsche hyggst bjóða bæði Boxster og Cayman bílana í GT4 útfærslum og munu þeir einnig verða tvinnbílar. Verða þeir báðir yfir 400 hestöfl og kaupverðið í kringum 125.000 dollarar. Með þessu virðist runnin upp tími tvinnbíla hjá Porsche, en svo til allar bílgerðir þeirra verða í boði sem tvinnbílar, auk hefðbundinna gerða þeirra.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent