Volkswagen skrúfar niður áætlanir í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 13:45 Volkswagen CC. Volkswagen hafði uppi metnaðrafullar áætlanir um sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, sem voru liður í áætlun félagsins að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi árið 2018. Þær hafa ekki alveg gengið eftir og 7% minnkun í sölu á síðasta ári og 8,4% minnkun í ár gefa ekki bjartar vonir um að þær áætlanir verði að veruleika. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar vestra árið 2018, en þá þyrfti fyrirtækið að auka söluna um 100.000 bíla á hverju ári til að það stæðist. Í ljósi þessa dræma gengis undanfarið hefur Volkswagen endurskoðað söluáætlanirnar fyrir Bandaríkin. Haft var eftir stjórnarformanni VW Group, Ferdinand Piech, í nóvember að Volkswagen ætti enn langt í land að skilja bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og þar þyrfti að læra margt til að ná árangri. Það hefur nú sannast og viðurkennir Volkswagen að mörg mistök hafi verið gerð. Bílar hafi verið settir á markað vitlaust útbúnir, með of lítið framboð vélarkosta og á of háu verði. Of mikil áhersla hafa verið á að uppfylla eftirspurn og væntingar í Kína og Bandaríkin hafi gleymst örlítið á meðan, en þessu verði kippt í liðinn. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent
Volkswagen hafði uppi metnaðrafullar áætlanir um sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, sem voru liður í áætlun félagsins að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi árið 2018. Þær hafa ekki alveg gengið eftir og 7% minnkun í sölu á síðasta ári og 8,4% minnkun í ár gefa ekki bjartar vonir um að þær áætlanir verði að veruleika. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar vestra árið 2018, en þá þyrfti fyrirtækið að auka söluna um 100.000 bíla á hverju ári til að það stæðist. Í ljósi þessa dræma gengis undanfarið hefur Volkswagen endurskoðað söluáætlanirnar fyrir Bandaríkin. Haft var eftir stjórnarformanni VW Group, Ferdinand Piech, í nóvember að Volkswagen ætti enn langt í land að skilja bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og þar þyrfti að læra margt til að ná árangri. Það hefur nú sannast og viðurkennir Volkswagen að mörg mistök hafi verið gerð. Bílar hafi verið settir á markað vitlaust útbúnir, með of lítið framboð vélarkosta og á of háu verði. Of mikil áhersla hafa verið á að uppfylla eftirspurn og væntingar í Kína og Bandaríkin hafi gleymst örlítið á meðan, en þessu verði kippt í liðinn.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent