Citroën flytur framleiðslu C3 frá Frakklandi til Slóvakíu Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 11:30 Ciotroën C3. Næsta kynslóð Citroën C3 verður ekki framleiddur í Frakklandi, heldur Slóvakíu. Er það liður í þeim áætlunum móðurfélagsins PSA/Peugeot-Citroën að flytja framleiðslu smærri bíla sinna frá vesturhluta Evrópu vegna hás framleiðslukostnaðar þar. Núna er Citroën C3 framleiddur í Poissy, í nágrenni Parísar og hefur bíllinn selst í 48.614 eintökum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Samkvæmt innanbúðarheimildum PSA verður framleiðslan færð til Trnava í Slóvakíu, en þar er þegar í framleiðslu bílarnir C3 Picasso og Peugeot 208. Framleiðsla á fjöldaframleiddum smærri bílum sem seljast á lágu verði er ekki lengur arðsöm í V-Evrópu. Það er ef til vill skiljanlegt í ljósi þess að meðalkostnaður við hvern starfsmann þar er um 57 Evrur á hvern klukkutíma, en aðeins 15,5 Evrur í Slóvakíu. Búist er við að þegar PSA endanlega greinir frá þessum áformum sínum verði allt vitlaust í heimlandinu Frakklandi og stéttarfélög þar geri þeim lífið leitt, sem fyrr þegar greint er frá áætlunum um að fækka störfum í frönskum bílaverksmiðjum. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent
Næsta kynslóð Citroën C3 verður ekki framleiddur í Frakklandi, heldur Slóvakíu. Er það liður í þeim áætlunum móðurfélagsins PSA/Peugeot-Citroën að flytja framleiðslu smærri bíla sinna frá vesturhluta Evrópu vegna hás framleiðslukostnaðar þar. Núna er Citroën C3 framleiddur í Poissy, í nágrenni Parísar og hefur bíllinn selst í 48.614 eintökum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Samkvæmt innanbúðarheimildum PSA verður framleiðslan færð til Trnava í Slóvakíu, en þar er þegar í framleiðslu bílarnir C3 Picasso og Peugeot 208. Framleiðsla á fjöldaframleiddum smærri bílum sem seljast á lágu verði er ekki lengur arðsöm í V-Evrópu. Það er ef til vill skiljanlegt í ljósi þess að meðalkostnaður við hvern starfsmann þar er um 57 Evrur á hvern klukkutíma, en aðeins 15,5 Evrur í Slóvakíu. Búist er við að þegar PSA endanlega greinir frá þessum áformum sínum verði allt vitlaust í heimlandinu Frakklandi og stéttarfélög þar geri þeim lífið leitt, sem fyrr þegar greint er frá áætlunum um að fækka störfum í frönskum bílaverksmiðjum.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent