Lúxus og sparneytni sameinast Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2014 13:45 Mercedes Benz C-Class er keimlíkur S-Class stóra bróður sínum. Reynsluakstur – Mercedes Benz C-Class Mercedes Benz hefur að mörgu að stæra sig þessa dagana. Nýjar bílgerðir streyma frá Benz og það sem meira er, þeir líka svo til allir vel. Endurnýjun flota Mercedes Benz stendur nú í miklum blóma, flestar fyrri gerðir koma hratt af nýrri kynslóð, hraðar en hjá flestum samkeppnisaðilunum og Benz kynnir einnig fleiri glænýjar gerðir. Einn af þeim bílum sem fengið hefur kynslóðarbreytingu er góðkunninginn C-Class, sem hefur verið óbreyttur í 7 ár og því reyndar kominn tími á nýja kynslóð. Það þótti greinilega við hæfi hjá Mercedes Benz að láta hann erfa slatta af genunum úr vel heppnuðum S-Class lúxusbílnum og eru þónokkur líkindi með bílunum að utan. Er þar reyndar ekki leiðum að líkjast. Nýr C-Class er með keimlíkt fremur langt húdd, hliðarsvipurinn ámóta, en það er helst útlit bílsins frá C-gluggapóstinum og afturúr sem ekki nær glæsileika, né lengd S-Class bílsins. Það er ekki nema von að gárungarnir hafi einmitt kallað þennan nýja C-Class bíl „baby S-Class“. C-Class hefur þó stækkað frá fyrri gerð, er 10 cm lengri og 4 cm breiðari og bíllinn er allur rýmri, ekki síst fyrir aftursætisfarþega og veitti kannski ekki af. Samt er þessi nýja kynslóð bílsins 50 kg léttari, þökk sé meiri álnotkun í smíði hans.Fersk endurhönnun innan sem utan Innréttingin hefur að sama skapi fengið jákvæða yfirhalningu. Hún er mjög kunnugleg frá öðrum nýrri bílum frá Benz og á mælaborðinu stela 5 stórar lofttúður sviðinu, sem skiptar skoðanir eru um hvað varðar stærð og fríðleika, 3 þeirra fyrir miðju og sitthvor nær hliðunum. Annað sem er mjög áberandi á mælaborðinu eru stórir fletir með píanósvartri og glansandi áferð. Nokkuð nýtískulegt, en þar fer þó heilmikið plast sem ekki ætti að setja framleiðandann á hausinn og mörgum gæti fundist aðeins of fátæklegt fyrir bílinn. Annað sem augað strax greinir er sjálfstæður upplýsingaskjár sem er eins og settur eftirá í bílinn, en svo er aldeilis ekki þar sem þetta fyrirkomulag er í mörgum af nýrri bílum Mercedes Benz. Ekki eru allir hrifnir af þessu útliti og sannarlega er það óvenjulegt. Stagað leður er í hurðum og sætishliðum, en sætin eru aðeins að hluta úr leðri, en fyrir vikið renna farþegar síður í þeim. Framsætin eru ekki sérlega falleg en ári gott er að sitja í þeim og þau halda vel við í akstri, en það er kannski það sem mestu máli skiptir. Þau eru rafdrifin nema að því leiti að það að flytja þau fram og aftur er handstýrt. Finnst mörgum það aðeins kostur því oft reynist það tímafrekt að renna sætum fram og aftur með aðstoð rafmagns. Því er þetta skynsöm og ágæt lausn. Rými afturí er þokkalegt fyrir tvo, en ekki er rétt að mæla með þriðja fullorðna farþeganum þar og höfuðrými mætti vera meira. Mjög mikið er af fínum geymsluhólfum framan í bílnum og fáir bílar betri hvað það varðar. Tvöfalt glerþak var á reynsluakstursbílnum og var hann því mjög bjartur að innan þó innréttingin væri svört.Öflugar en sparneytnar dísilvélar Mikið val er um vélbúnað í C-Class, tvær dísilvélar og 3 bensínvélar. Reynsluakstursbíllinn bar stafina 220, er með 2,2 lítra dísisvél með einni forþjöppu og 170 hestöfl. C 250 er með sömu vél en tveimur forþjöppum og er hann 204 hestöfl. Bensínvélarnar eru frá 156 til 211 hestöfl og með 1,6 eða 2,0 lítra sprengirými. Þessi kunnuglega 2,2 dísilvél, sem þó er bara með einni forþjöppu er afar dugandi fyrir þennan bíl og það sem kannski enn meira máli skiptir er að hún er afar sparsöm. Uppgefin eyðsla er 5,4 lítrar, en í reynsluakstri sem oft vill verða aðeins frísklegur, var hann með rétt um 6 lítra og verður það að teljast mjög gott fyrir þetta myndarlegan bíl. Ef hann er tekinn með öflugri vélinni með tveimur forþjöppum, önnur lágþrýst og hin háþrýst, eyðir hann jafnvel ennþá minna þrátt fyrir ein 34 viðbótarhestöfl. Þá þarf líka að bæta við 370.000 kr. Bíllinn skortir eiginlega aldrei afl og góð 7 gíra G-Tronic sjálfskiptingin miðlar því vel á réttum snúningi og fumlaust. Aksturseiginleikar bílsins er miklir og þar þarf hann til að standast öðrum bílum í þessum flokki snúning, eins og BMW 3-línunni, Audi A4 og Lexus IS. Hann fer fimlega með hraðan akstur og elskar að fara hratt í beygjur. Aðeins finnst fyrir að nef hans vegur nokkuð með sína fremur stóru dísilvél. Engu að síður er fjöðrun bílsins þannig stillt að hann lætur afar vel í akstri og er örugglega afar góður í lengri þjóðvegaakstri þó svo það hafi ekki verið reynt að þessu sinni.Á fínu verði Mercedes Benz C-Class er flottur bíll sem fá má í sinni ódýrustu útfærslu á 6.350.000 kr. með minnstu bensínvélinni. Þó held ég að full ástæða sé að mæla með öflugum dísilvélunum í þessum bíl og þá sérlega þeirri öflugri, en ekki þarf að bæta miklu við verð hans frá þeirri minni. Einnig má velja á milli þess hvort hann er beinskiptur eða sjálfskiptur og munar þar 530.000 krónum á. Kannski er alskemmtilegast á eiga hann beinskiptan með stærri dísilvélinni, en það er ekki öllum að skapi og víst að stærri hluti kaupendahópsins velur hann örugglega með sjálfskiptingunni. Verð hans þannig er 8.090.000 kr. Audi A4 með 177 hestafl dísilvél er á 7.560.000 kr. en þar skortir ein 27 hestöfl. BMW 3-línan með 184 hestafla dísilvél kostar 7.665.000 kr. og þar skortir líka nokkuð á hestöflin, en hann er þó fjórhjóladrifinn. Því má segja að þessi C-Class bíll sé á samkeppnishæfu verði og þar fæst bíll sem er afar sparneytinn á eldsneytið, en ekki kraftinn.Kostir: Öflug dísilvél, aksturseiginleikar, lág eyðslaÓkostir: Höfuðrými afturí, plastnotkun í innréttingu 2,2 l. dísilvél, 170 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 109 g/km CO2 Hröðun: 7,7 sek. Hámarkshraði: 234 km/klst Verð: 7.665.000 kr. Umboð: Askja Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Reynsluakstur – Mercedes Benz C-Class Mercedes Benz hefur að mörgu að stæra sig þessa dagana. Nýjar bílgerðir streyma frá Benz og það sem meira er, þeir líka svo til allir vel. Endurnýjun flota Mercedes Benz stendur nú í miklum blóma, flestar fyrri gerðir koma hratt af nýrri kynslóð, hraðar en hjá flestum samkeppnisaðilunum og Benz kynnir einnig fleiri glænýjar gerðir. Einn af þeim bílum sem fengið hefur kynslóðarbreytingu er góðkunninginn C-Class, sem hefur verið óbreyttur í 7 ár og því reyndar kominn tími á nýja kynslóð. Það þótti greinilega við hæfi hjá Mercedes Benz að láta hann erfa slatta af genunum úr vel heppnuðum S-Class lúxusbílnum og eru þónokkur líkindi með bílunum að utan. Er þar reyndar ekki leiðum að líkjast. Nýr C-Class er með keimlíkt fremur langt húdd, hliðarsvipurinn ámóta, en það er helst útlit bílsins frá C-gluggapóstinum og afturúr sem ekki nær glæsileika, né lengd S-Class bílsins. Það er ekki nema von að gárungarnir hafi einmitt kallað þennan nýja C-Class bíl „baby S-Class“. C-Class hefur þó stækkað frá fyrri gerð, er 10 cm lengri og 4 cm breiðari og bíllinn er allur rýmri, ekki síst fyrir aftursætisfarþega og veitti kannski ekki af. Samt er þessi nýja kynslóð bílsins 50 kg léttari, þökk sé meiri álnotkun í smíði hans.Fersk endurhönnun innan sem utan Innréttingin hefur að sama skapi fengið jákvæða yfirhalningu. Hún er mjög kunnugleg frá öðrum nýrri bílum frá Benz og á mælaborðinu stela 5 stórar lofttúður sviðinu, sem skiptar skoðanir eru um hvað varðar stærð og fríðleika, 3 þeirra fyrir miðju og sitthvor nær hliðunum. Annað sem er mjög áberandi á mælaborðinu eru stórir fletir með píanósvartri og glansandi áferð. Nokkuð nýtískulegt, en þar fer þó heilmikið plast sem ekki ætti að setja framleiðandann á hausinn og mörgum gæti fundist aðeins of fátæklegt fyrir bílinn. Annað sem augað strax greinir er sjálfstæður upplýsingaskjár sem er eins og settur eftirá í bílinn, en svo er aldeilis ekki þar sem þetta fyrirkomulag er í mörgum af nýrri bílum Mercedes Benz. Ekki eru allir hrifnir af þessu útliti og sannarlega er það óvenjulegt. Stagað leður er í hurðum og sætishliðum, en sætin eru aðeins að hluta úr leðri, en fyrir vikið renna farþegar síður í þeim. Framsætin eru ekki sérlega falleg en ári gott er að sitja í þeim og þau halda vel við í akstri, en það er kannski það sem mestu máli skiptir. Þau eru rafdrifin nema að því leiti að það að flytja þau fram og aftur er handstýrt. Finnst mörgum það aðeins kostur því oft reynist það tímafrekt að renna sætum fram og aftur með aðstoð rafmagns. Því er þetta skynsöm og ágæt lausn. Rými afturí er þokkalegt fyrir tvo, en ekki er rétt að mæla með þriðja fullorðna farþeganum þar og höfuðrými mætti vera meira. Mjög mikið er af fínum geymsluhólfum framan í bílnum og fáir bílar betri hvað það varðar. Tvöfalt glerþak var á reynsluakstursbílnum og var hann því mjög bjartur að innan þó innréttingin væri svört.Öflugar en sparneytnar dísilvélar Mikið val er um vélbúnað í C-Class, tvær dísilvélar og 3 bensínvélar. Reynsluakstursbíllinn bar stafina 220, er með 2,2 lítra dísisvél með einni forþjöppu og 170 hestöfl. C 250 er með sömu vél en tveimur forþjöppum og er hann 204 hestöfl. Bensínvélarnar eru frá 156 til 211 hestöfl og með 1,6 eða 2,0 lítra sprengirými. Þessi kunnuglega 2,2 dísilvél, sem þó er bara með einni forþjöppu er afar dugandi fyrir þennan bíl og það sem kannski enn meira máli skiptir er að hún er afar sparsöm. Uppgefin eyðsla er 5,4 lítrar, en í reynsluakstri sem oft vill verða aðeins frísklegur, var hann með rétt um 6 lítra og verður það að teljast mjög gott fyrir þetta myndarlegan bíl. Ef hann er tekinn með öflugri vélinni með tveimur forþjöppum, önnur lágþrýst og hin háþrýst, eyðir hann jafnvel ennþá minna þrátt fyrir ein 34 viðbótarhestöfl. Þá þarf líka að bæta við 370.000 kr. Bíllinn skortir eiginlega aldrei afl og góð 7 gíra G-Tronic sjálfskiptingin miðlar því vel á réttum snúningi og fumlaust. Aksturseiginleikar bílsins er miklir og þar þarf hann til að standast öðrum bílum í þessum flokki snúning, eins og BMW 3-línunni, Audi A4 og Lexus IS. Hann fer fimlega með hraðan akstur og elskar að fara hratt í beygjur. Aðeins finnst fyrir að nef hans vegur nokkuð með sína fremur stóru dísilvél. Engu að síður er fjöðrun bílsins þannig stillt að hann lætur afar vel í akstri og er örugglega afar góður í lengri þjóðvegaakstri þó svo það hafi ekki verið reynt að þessu sinni.Á fínu verði Mercedes Benz C-Class er flottur bíll sem fá má í sinni ódýrustu útfærslu á 6.350.000 kr. með minnstu bensínvélinni. Þó held ég að full ástæða sé að mæla með öflugum dísilvélunum í þessum bíl og þá sérlega þeirri öflugri, en ekki þarf að bæta miklu við verð hans frá þeirri minni. Einnig má velja á milli þess hvort hann er beinskiptur eða sjálfskiptur og munar þar 530.000 krónum á. Kannski er alskemmtilegast á eiga hann beinskiptan með stærri dísilvélinni, en það er ekki öllum að skapi og víst að stærri hluti kaupendahópsins velur hann örugglega með sjálfskiptingunni. Verð hans þannig er 8.090.000 kr. Audi A4 með 177 hestafl dísilvél er á 7.560.000 kr. en þar skortir ein 27 hestöfl. BMW 3-línan með 184 hestafla dísilvél kostar 7.665.000 kr. og þar skortir líka nokkuð á hestöflin, en hann er þó fjórhjóladrifinn. Því má segja að þessi C-Class bíll sé á samkeppnishæfu verði og þar fæst bíll sem er afar sparneytinn á eldsneytið, en ekki kraftinn.Kostir: Öflug dísilvél, aksturseiginleikar, lág eyðslaÓkostir: Höfuðrými afturí, plastnotkun í innréttingu 2,2 l. dísilvél, 170 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 5,4 l./100 km í bl. akstri Mengun: 109 g/km CO2 Hröðun: 7,7 sek. Hámarkshraði: 234 km/klst Verð: 7.665.000 kr. Umboð: Askja
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent