Bandaríska ríkið styður Alcoa til aukinnar álframleiðslu fyrir bíliðnaðinn Finnur Thorlacius skrifar 3. júní 2014 08:45 Álver Alcoa í Tennessee. Stærsti álframleiðandi í Bandaríkjunum, Alcoa, sem einnig á álver Fjarðaráls, mun fá 25 milljón dollara lán frá Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna á einkar lágum vöxtum. Lánið er veitt til að endurreisa gamla álverksmiðju í Tennessee fylki svo framboð áls verði nægt fyrir bílaframleiðendur. Alcoa er nýbúið að setja 300 milljón dollara, eða 40 milljarða króna, í stækkun álvers í Iowa til að byrgja Ford bílaframleiðandann af áli. Ford mun nota gríðarmikið ál á næstunni en vinsælasti bíll þeirra er Ford F-150 pallbíllinn sem að mestu verður smíðaður úr áli og léttist fyrir vikið um 400 kíló. Búist er við því að álnotkun bandarískra bílaframleiðenda muni þrefaldast frá árinu 2013 til 2015, eða aðeins á 2 árum. Orkumálaráðuneytið hefur sagt að það muni leggja til meira ódýrt lánsfé til alverkefna til að stuðla að minni orkunotkun bíla á næstunni. Umhverfissamtök styðja þessi áform U.S. Department of Energy og vilja að bílaframleiðendur auki notkun sína á áli í stað stáls. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent
Stærsti álframleiðandi í Bandaríkjunum, Alcoa, sem einnig á álver Fjarðaráls, mun fá 25 milljón dollara lán frá Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna á einkar lágum vöxtum. Lánið er veitt til að endurreisa gamla álverksmiðju í Tennessee fylki svo framboð áls verði nægt fyrir bílaframleiðendur. Alcoa er nýbúið að setja 300 milljón dollara, eða 40 milljarða króna, í stækkun álvers í Iowa til að byrgja Ford bílaframleiðandann af áli. Ford mun nota gríðarmikið ál á næstunni en vinsælasti bíll þeirra er Ford F-150 pallbíllinn sem að mestu verður smíðaður úr áli og léttist fyrir vikið um 400 kíló. Búist er við því að álnotkun bandarískra bílaframleiðenda muni þrefaldast frá árinu 2013 til 2015, eða aðeins á 2 árum. Orkumálaráðuneytið hefur sagt að það muni leggja til meira ódýrt lánsfé til alverkefna til að stuðla að minni orkunotkun bíla á næstunni. Umhverfissamtök styðja þessi áform U.S. Department of Energy og vilja að bílaframleiðendur auki notkun sína á áli í stað stáls.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent