Skoðun

Setjum saman sterkan minnihluta í Garðabæ

Halldór Jörgensson skrifar
Í Garðabæ er sterkur meirihluti sjálfstæðisflokks. Meirihluti sem getur gert nánast það sem hann langar til án mótbára. Því liggur mikið við að ná saman sterkum minnihluta. Minnihluta sem veitt getur gott aðhald enda er sú pólitíska staða sem ríkt hefur í Garðabæ varasöm og býður heim ýmsum hættum í meðferð skattpeninga.



Kjósendur þurfa því að skoða hvaða kostir eru vænlegastir til að mynda samstíga sterkan minnihluta. Því hefur verið haldið fram að samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sé gott.  Reyndar er það svo að Samfylkingin hefur nánast ekkert aðhald veitt - heldur hlýðir eins og fyrir er lagt. Önnur framboð í bæjarstjórn hafa ekki sýnt sig hafa nægan stuðning kjósenda til að ná manni í bæjarstjórn.

Þörf er fyrir uppbyggilega umræðu í bæjarstjórn Garðbæjar sem leitt getur til lausna sem er í virku samtali og sátt við bæjarbúa. Björt framtíð mælist sterk í skoðunarkönnunum og er raunverulegur valkostur með skýra sýn um mikilvægi þess að Garðabær verði samfélag fyrir alla þar sem heiðarleiki og jákvæðni er höfð að leiðarljósi. Samfélag þar sem lögð er áhersla á að bæta kjör einstaklinga og fjölskyldna á öllum aldri og síðast en ekki síst bær þar sem menning blómstrar og hægt er að hittast og njóta samvista í fjölbreyttum tómstundum.

Veljum Æ á kjördag og Bjarta framtíð.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×