Saksóknari vissi ekki af ættartengslum dómara í Aurum-máli Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2014 13:22 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari Sverrir Ólafsson, sem var sérfróður meðdómsmaður í Aurum-málinu, er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem kenndur er við Samskip. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og síðar dæmdur í Al-Thani málinu. Sérstakur saksóknari hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris og segir að hann hefði hreyft mótmælum hefði það legið fyrir. Í Aurum-málinu voru Lárus Welding og tveir aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis, Magnús Arnar Ásgrímsson og Bjarni Jóhanneson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum vegna láns til félagsins FS38 ehf. þá var Jón Ásgeir Jóhannesson sem var hluthafi í Glitni ákærður fyrir hlutdeild í brotum Lárusar Welding og Magnúsar Arnars, en hlutdeild samkvæmt hegningarlögum er liðsinni í orði eða verki, fortölur eða hvatning um að afbrot sé framið. Allir ákærðu voru sýknaðir en einn dómari, Arngrímur Ísberg, skilaði séráliti og taldi sannað að umboðssvik hefðu átt sér stað og vildi sakfella Lárus Welding og Magnús Arnar Ásgrímsson. Þá vildi hann sakfella Jón Ásgeir fyrir hlutdeild í brotum Lárusar og Magnúsar Arnars. Meirihluti dómara, Guðjón Marteinsson og Sverrir Ólafsson prófessor í verkfræði, sem var sérfróður meðdómsmaður í málinu, vildi sýkna ákærðu. Sverrir er eins og framan greinir bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem var annar stærsti hluthafi Kaupþings fyrir hrunið. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og dæmdur í fangelsi í Al-Thani málinu, en því hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í Aurum-málinu var sakarefnið umboðssvik, en það sakarefni var m.a. undir í Al-Thani málinu.Í g-lið 6. gr. laga um meðferð sakamála er ákvæði um sérstakt hæfi dómara en þar segir að dómarar séu vanhæfir ef fyrir hendi séu „önnur atvik eða aðstæður sem séu til þess fallin að draga óhlutdrægni þeirra með réttu í efa." Dómarar huga sjálfir að hæfi sínu og úrskurða raunar sjálfir um eigið hæfi sé það dregið í efa. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari flutti málið sjálfur fyrir héraðsdómi. Hefði mótmælt skipun SverrisVissi embætti sérstaks saksóknara af því að Sverrir Ólafsson væri bróðir Ólafs Ólafssonar? „Nei, slíkar upplýsingar komu ekki fram undir rekstri málsins fyrir dómi eða fyrir aðalmeðferðina,“ segir Ólafur Þór Hauksson. Hefðir þú sem saksóknari í málinu hreyft mótmælum við tilnefningu hans hefðir þú haft þessar upplýsingar? „Já, ég hefði talið að það væri tilefni til að gera athugasemdir við það.“Getur dómari litið hlutlaust á málatilbúnað ákæruvaldsins ef ákæruvaldið er saksóknaraembætti sem hefur áður ákært bróður hans? „Það er allavega vert að gefa því sérstakan gaum og taka það til skoðunar og velta því upp hvort viðkomandi sé hæfur til að taka sæti í dómi undir slíkum kringumstæðum.“ Tekin hefur verið ákvörðun um að áfrýja dómnum í Aurum-málinu til Hæstaréttar. Ólafur Þór segir að það verði mat ríkissaksóknara hvort vakin verði athygli á þessu fyrir Hæstarétti eða hvort krafist verði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ segir Ólafur Þór. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum málið: Býst við sýknu allra sakborninganna Málflutningi er lokið í Aurum málinu og telur Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. 16. maí 2014 19:36 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Sverrir Ólafsson, sem var sérfróður meðdómsmaður í Aurum-málinu, er bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem kenndur er við Samskip. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og síðar dæmdur í Al-Thani málinu. Sérstakur saksóknari hafði ekki upplýsingar um ætterni Sverris og segir að hann hefði hreyft mótmælum hefði það legið fyrir. Í Aurum-málinu voru Lárus Welding og tveir aðrir fyrrverandi starfsmenn Glitnis, Magnús Arnar Ásgrímsson og Bjarni Jóhanneson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í umboðssvikum vegna láns til félagsins FS38 ehf. þá var Jón Ásgeir Jóhannesson sem var hluthafi í Glitni ákærður fyrir hlutdeild í brotum Lárusar Welding og Magnúsar Arnars, en hlutdeild samkvæmt hegningarlögum er liðsinni í orði eða verki, fortölur eða hvatning um að afbrot sé framið. Allir ákærðu voru sýknaðir en einn dómari, Arngrímur Ísberg, skilaði séráliti og taldi sannað að umboðssvik hefðu átt sér stað og vildi sakfella Lárus Welding og Magnús Arnar Ásgrímsson. Þá vildi hann sakfella Jón Ásgeir fyrir hlutdeild í brotum Lárusar og Magnúsar Arnars. Meirihluti dómara, Guðjón Marteinsson og Sverrir Ólafsson prófessor í verkfræði, sem var sérfróður meðdómsmaður í málinu, vildi sýkna ákærðu. Sverrir er eins og framan greinir bróðir Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns sem var annar stærsti hluthafi Kaupþings fyrir hrunið. Ólafur var ákærður af sérstökum saksóknara og dæmdur í fangelsi í Al-Thani málinu, en því hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Í Aurum-málinu var sakarefnið umboðssvik, en það sakarefni var m.a. undir í Al-Thani málinu.Í g-lið 6. gr. laga um meðferð sakamála er ákvæði um sérstakt hæfi dómara en þar segir að dómarar séu vanhæfir ef fyrir hendi séu „önnur atvik eða aðstæður sem séu til þess fallin að draga óhlutdrægni þeirra með réttu í efa." Dómarar huga sjálfir að hæfi sínu og úrskurða raunar sjálfir um eigið hæfi sé það dregið í efa. Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari flutti málið sjálfur fyrir héraðsdómi. Hefði mótmælt skipun SverrisVissi embætti sérstaks saksóknara af því að Sverrir Ólafsson væri bróðir Ólafs Ólafssonar? „Nei, slíkar upplýsingar komu ekki fram undir rekstri málsins fyrir dómi eða fyrir aðalmeðferðina,“ segir Ólafur Þór Hauksson. Hefðir þú sem saksóknari í málinu hreyft mótmælum við tilnefningu hans hefðir þú haft þessar upplýsingar? „Já, ég hefði talið að það væri tilefni til að gera athugasemdir við það.“Getur dómari litið hlutlaust á málatilbúnað ákæruvaldsins ef ákæruvaldið er saksóknaraembætti sem hefur áður ákært bróður hans? „Það er allavega vert að gefa því sérstakan gaum og taka það til skoðunar og velta því upp hvort viðkomandi sé hæfur til að taka sæti í dómi undir slíkum kringumstæðum.“ Tekin hefur verið ákvörðun um að áfrýja dómnum í Aurum-málinu til Hæstaréttar. Ólafur Þór segir að það verði mat ríkissaksóknara hvort vakin verði athygli á þessu fyrir Hæstarétti eða hvort krafist verði ómerkingar héraðsdóms á þessum forsendum. „Þetta lá ekki fyrir þegar málið var rekið fyrir héraði og ég hefði talið eðlilegt að þetta hefði komið fram áður en viðkomandi aðili hefði tekið sæti í dómnum,“ segir Ólafur Þór.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum málið: Býst við sýknu allra sakborninganna Málflutningi er lokið í Aurum málinu og telur Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. 16. maí 2014 19:36 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Aurum málið: Býst við sýknu allra sakborninganna Málflutningi er lokið í Aurum málinu og telur Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sérstakan saksóknara ekki hafa tekist að sanna sekt sakborninganna fjögurra. 16. maí 2014 19:36
Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35
Framhald aðalmeðferðar í Aurum-málinu Framhald aðalmeðferðar í Aurum Holding-málinu svokallaða heldur áfram í dag. 14. maí 2014 09:46