Mat sérstaks saksóknara rangt – dómarnir áfall Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. júní 2014 10:06 Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara í kjölfar dómsuppkvaðningar í Aurum-málinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Eins og kunnugt er voru allir ákærðu sýknaðir. „Dómarnir hljóta að vera áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara. Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín. „Af þessum dómur tveimur verður ráðið, og það verður glöggt ráðið af þeim,“ ítrekar hún, „að það mat sérstaks saksóknara hafi verið rangt í þessum málum.“ Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningarnar í gær þar sem hann var erlendis en Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embættinu, segir að ákæruvaldið muni nú leggjast yfir dómana og taka ákvörðun um hvort að niðurstöðunum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta var ekki það sem var lagt upp með þannig að við getum ekki tjáð okkur um það,“ segir Arnþrúður. „En þetta er ekki það sem við fórum af stað með í málunum.“ Hún segir matið í þessum málum ekki hafa verið öðruvísi en gengur og gerist í sakamálum almennt. „Við vissulega tökum bara það mat sem er gert í öðrum sakamálum hvort það sé líklegt til sakfellis. Þess vegna förum við af stað með þau, í þessum tilvikum eru niðurstöðurnar ekki í samræmi við þetta mat.“ Í málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn þriggja dómara skilaði sérákvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir embætti sérstaks saksóknara í kjölfar dómsuppkvaðningar í Aurum-málinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í málinu í gær. Eins og kunnugt er voru allir ákærðu sýknaðir. „Dómarnir hljóta að vera áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara. Það á ekki að gefa út ákæru í máli nema saksóknari, eða sá sem gefur út ákæruna, telji að það sem fram sé komið sé nægjanlegt og líklegt til sakfellis,“ segir Kristín. „Af þessum dómur tveimur verður ráðið, og það verður glöggt ráðið af þeim,“ ítrekar hún, „að það mat sérstaks saksóknara hafi verið rangt í þessum málum.“ Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningarnar í gær þar sem hann var erlendis en Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá embættinu, segir að ákæruvaldið muni nú leggjast yfir dómana og taka ákvörðun um hvort að niðurstöðunum verði áfrýjað til Hæstaréttar. „Þetta var ekki það sem var lagt upp með þannig að við getum ekki tjáð okkur um það,“ segir Arnþrúður. „En þetta er ekki það sem við fórum af stað með í málunum.“ Hún segir matið í þessum málum ekki hafa verið öðruvísi en gengur og gerist í sakamálum almennt. „Við vissulega tökum bara það mat sem er gert í öðrum sakamálum hvort það sé líklegt til sakfellis. Þess vegna förum við af stað með þau, í þessum tilvikum eru niðurstöðurnar ekki í samræmi við þetta mat.“ Í málinu voru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn þriggja dómara skilaði sérákvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Magnús Arnar og Jón Ásgeir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57 Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Segja Jón Ásgeir ætla aftur á smásölumarkað í Bretlandi Heimildarmaður Telegraph segir að endurkoma Jóns Ásgeirs í Bretlandi kæmi ekki á óvart. 5. júní 2014 22:57
Allir sýknaðir í Aurum-málinu Dómsuppsaga í Aurum-málinu var í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur en allir ákærðu voru sýknaðir. Ríkið þarf að greiða verjendunum samtals um 45 milljónir í lögmannskostnað vegna málsins. 5. júní 2014 09:35