Ferðamenn hunsa lokanir fjallvega Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2014 11:40 Ökumaðurinn festi bílinn í skafli eftir að hafa brugðið sér eilítið af veginum MYnd/EYVINDUR Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum stendur í ströngu þessa dagana við að aðstoða ökumenn sem fara um Kjalveg á illa útbúnum bílum. Bíll á sumardekkjum fór um veginn á þriðjudaginn síðastliðinn, skömmu eftir hádegi, og festi bílinn í skafli en ökumaður hans sagðist ekki hafa séð lokunarskiltin við veginn. Vegurinn er líka sagður lokaður á heimasíðu Vegagerðarinnar. Á leiðinni til baka ók sveitin fram á hjólreiðamann á leiðinni upp Bláfellsháls og var sá á leið norður. Honum var sagt að allt væri lokað en vildi ekki taka varnarorðin til greina og ætlaði að halda áfram yfir. Í samtali við Vísi segir Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar svona útköll orðin ansi mörg og farin að taka toll af sjálfboðaliðunum innan hennar. „Þessi útköll fara að tínast inn núna, snjórinn er farinn að minnka og ferðamenn farnir að athuga hvort þeir komist leiðina, þrátt fyrir lokanir,“ segir Borgþór. Á undanförnum dögum hefur björgunarsveitin aðstoðað fjöldamarga fasta ferðamenn, flesta erlenda, og eru björgunaraðgerðinar iðulega tímafrekar. Til að mynda tók björgunin á þriðjudag rúma fjórar klukkustundir, björgunarsveitarmennir þurftu að keyra ríflega 200 kílómetra til að komast á áfangastað og því fylgir óneitanlega einhver kostnaður. Borgþór segir að björgunarsveitir séu farnar að rukka bílaleigur fyrir þjónustu sína, þó ekki hafi verið mynduð heildstæð stefna í gjaldtökumálum hjá björgunarsveitum landsins. „Við erum að reyna að fá eitthvað fyrir vesenið,“ eins og hann komst að orði. Þrátt fyrir að upplýsingar um færðir fjallvega séu öllum aðgengilegar á ensku á skiltum við vegina og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir Borgþór að bílaleigur landsins þurfi að brýna betur fyrir viðskiptavinum sínum að kynna sér málin vel áður en lagt er í hann. „Bara rétt eins og allir aðrir ferðalangar“Ferðmaðurinn segist ekki hafa séð skiltið Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum stendur í ströngu þessa dagana við að aðstoða ökumenn sem fara um Kjalveg á illa útbúnum bílum. Bíll á sumardekkjum fór um veginn á þriðjudaginn síðastliðinn, skömmu eftir hádegi, og festi bílinn í skafli en ökumaður hans sagðist ekki hafa séð lokunarskiltin við veginn. Vegurinn er líka sagður lokaður á heimasíðu Vegagerðarinnar. Á leiðinni til baka ók sveitin fram á hjólreiðamann á leiðinni upp Bláfellsháls og var sá á leið norður. Honum var sagt að allt væri lokað en vildi ekki taka varnarorðin til greina og ætlaði að halda áfram yfir. Í samtali við Vísi segir Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar svona útköll orðin ansi mörg og farin að taka toll af sjálfboðaliðunum innan hennar. „Þessi útköll fara að tínast inn núna, snjórinn er farinn að minnka og ferðamenn farnir að athuga hvort þeir komist leiðina, þrátt fyrir lokanir,“ segir Borgþór. Á undanförnum dögum hefur björgunarsveitin aðstoðað fjöldamarga fasta ferðamenn, flesta erlenda, og eru björgunaraðgerðinar iðulega tímafrekar. Til að mynda tók björgunin á þriðjudag rúma fjórar klukkustundir, björgunarsveitarmennir þurftu að keyra ríflega 200 kílómetra til að komast á áfangastað og því fylgir óneitanlega einhver kostnaður. Borgþór segir að björgunarsveitir séu farnar að rukka bílaleigur fyrir þjónustu sína, þó ekki hafi verið mynduð heildstæð stefna í gjaldtökumálum hjá björgunarsveitum landsins. „Við erum að reyna að fá eitthvað fyrir vesenið,“ eins og hann komst að orði. Þrátt fyrir að upplýsingar um færðir fjallvega séu öllum aðgengilegar á ensku á skiltum við vegina og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir Borgþór að bílaleigur landsins þurfi að brýna betur fyrir viðskiptavinum sínum að kynna sér málin vel áður en lagt er í hann. „Bara rétt eins og allir aðrir ferðalangar“Ferðmaðurinn segist ekki hafa séð skiltið
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira