Ferðamenn hunsa lokanir fjallvega Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. júní 2014 11:40 Ökumaðurinn festi bílinn í skafli eftir að hafa brugðið sér eilítið af veginum MYnd/EYVINDUR Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum stendur í ströngu þessa dagana við að aðstoða ökumenn sem fara um Kjalveg á illa útbúnum bílum. Bíll á sumardekkjum fór um veginn á þriðjudaginn síðastliðinn, skömmu eftir hádegi, og festi bílinn í skafli en ökumaður hans sagðist ekki hafa séð lokunarskiltin við veginn. Vegurinn er líka sagður lokaður á heimasíðu Vegagerðarinnar. Á leiðinni til baka ók sveitin fram á hjólreiðamann á leiðinni upp Bláfellsháls og var sá á leið norður. Honum var sagt að allt væri lokað en vildi ekki taka varnarorðin til greina og ætlaði að halda áfram yfir. Í samtali við Vísi segir Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar svona útköll orðin ansi mörg og farin að taka toll af sjálfboðaliðunum innan hennar. „Þessi útköll fara að tínast inn núna, snjórinn er farinn að minnka og ferðamenn farnir að athuga hvort þeir komist leiðina, þrátt fyrir lokanir,“ segir Borgþór. Á undanförnum dögum hefur björgunarsveitin aðstoðað fjöldamarga fasta ferðamenn, flesta erlenda, og eru björgunaraðgerðinar iðulega tímafrekar. Til að mynda tók björgunin á þriðjudag rúma fjórar klukkustundir, björgunarsveitarmennir þurftu að keyra ríflega 200 kílómetra til að komast á áfangastað og því fylgir óneitanlega einhver kostnaður. Borgþór segir að björgunarsveitir séu farnar að rukka bílaleigur fyrir þjónustu sína, þó ekki hafi verið mynduð heildstæð stefna í gjaldtökumálum hjá björgunarsveitum landsins. „Við erum að reyna að fá eitthvað fyrir vesenið,“ eins og hann komst að orði. Þrátt fyrir að upplýsingar um færðir fjallvega séu öllum aðgengilegar á ensku á skiltum við vegina og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir Borgþór að bílaleigur landsins þurfi að brýna betur fyrir viðskiptavinum sínum að kynna sér málin vel áður en lagt er í hann. „Bara rétt eins og allir aðrir ferðalangar“Ferðmaðurinn segist ekki hafa séð skiltið Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum stendur í ströngu þessa dagana við að aðstoða ökumenn sem fara um Kjalveg á illa útbúnum bílum. Bíll á sumardekkjum fór um veginn á þriðjudaginn síðastliðinn, skömmu eftir hádegi, og festi bílinn í skafli en ökumaður hans sagðist ekki hafa séð lokunarskiltin við veginn. Vegurinn er líka sagður lokaður á heimasíðu Vegagerðarinnar. Á leiðinni til baka ók sveitin fram á hjólreiðamann á leiðinni upp Bláfellsháls og var sá á leið norður. Honum var sagt að allt væri lokað en vildi ekki taka varnarorðin til greina og ætlaði að halda áfram yfir. Í samtali við Vísi segir Borgþór Vignisson, formaður Eyvindar svona útköll orðin ansi mörg og farin að taka toll af sjálfboðaliðunum innan hennar. „Þessi útköll fara að tínast inn núna, snjórinn er farinn að minnka og ferðamenn farnir að athuga hvort þeir komist leiðina, þrátt fyrir lokanir,“ segir Borgþór. Á undanförnum dögum hefur björgunarsveitin aðstoðað fjöldamarga fasta ferðamenn, flesta erlenda, og eru björgunaraðgerðinar iðulega tímafrekar. Til að mynda tók björgunin á þriðjudag rúma fjórar klukkustundir, björgunarsveitarmennir þurftu að keyra ríflega 200 kílómetra til að komast á áfangastað og því fylgir óneitanlega einhver kostnaður. Borgþór segir að björgunarsveitir séu farnar að rukka bílaleigur fyrir þjónustu sína, þó ekki hafi verið mynduð heildstæð stefna í gjaldtökumálum hjá björgunarsveitum landsins. „Við erum að reyna að fá eitthvað fyrir vesenið,“ eins og hann komst að orði. Þrátt fyrir að upplýsingar um færðir fjallvega séu öllum aðgengilegar á ensku á skiltum við vegina og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir Borgþór að bílaleigur landsins þurfi að brýna betur fyrir viðskiptavinum sínum að kynna sér málin vel áður en lagt er í hann. „Bara rétt eins og allir aðrir ferðalangar“Ferðmaðurinn segist ekki hafa séð skiltið
Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira