Dalvík/Reynir neitaði beiðni KSÍ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2014 12:00 Mynd/dalviksport.is Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, hefur staðfest að félagið hafi ekki orðið við beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á veðmálabraski í tengslum við leik liðsins gegn Þór í janúar. „Það er rétt,“ sagði Stefán Garðar í samtali við Vísi en Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, færði til bókar á fundi stjórnar sambandsins 11. apríl að rannsókn þess á ásökunum um veðmálabrask í umræddum leik hafi ekki náð lengra þar sem umrædd félög vildu ekki veita frekari aðstoð. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Við vorum til að mynda með nokkur ungmenni undir sextán ára aldri á skýrslu í þessum leik og hefðum því þurft samþykki forráðamanna til að fá þeirra undirskriftir,“ sagði Stefán Garðar. „Þegar þessi beiðni kom voru svo fjórir aðrir leikmenn farnir í önnur félög. Það var meðal annars þess vegna sem við vildum ekki fara lengra með málið.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að félagið hefði verið reiðubúið að halda áfram með málið. „Það er af og frá að við höfnuðum þessu. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að aðstoða KSÍ í þessu máli,“ segir Aðalsteinn Ingi en leikmenn liðsins lágu undir ásökunum um að hafa hagrætt úrslitum leiksins í ágóðaskyni. „Leikmenn Þórs voru allir látnir skrifa undir skjal þess efnis að þeir hefðu ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu. Þeir kvittuðu allir undir það.“ Á sínum tíma barst yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs þar sem leikmenn báru af sér ásakanir sem birtust í Akureyri vikublaði. Aðalsteinn Ingi sagði að félagið stæði við hana. „Það veit enginn hvaða ásakanir þetta eru því engra heimilda var getið í fréttinni. Ég bað líka um upplýsingar á sínum tíma en fékk engar. Það var því lítið hægt að vinna með þetta. Ég fékk staðfestingu á því að leikmenn Þórs hafi ekki gert neitt ólöglegt og meira get ég ekki gert.“ Stefán Garðar segir að um þarfa áminningu hafi verið að ræða fyrir íslenskt knattspyrnusamfélag. Hann neitar því að félagið hafi nokkuð að fela. „Það lítur kannski þannig út en svo er ekki. Það var gott að fá þessa umræðu og ég held að allir í knattspyrnunni á Íslandi hafi haft gott af henni. Enda er það fáránlegt að það skuli vera hægt að græða fullt af pening á leik í æfingamóti í janúar á Íslandi.“ „Þetta ákveðna atvik fannst mér mjög leiðinlegt og málið var erfitt fyrir félagið. Þetta var ekki okkur til framdráttar.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis, hefur staðfest að félagið hafi ekki orðið við beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á veðmálabraski í tengslum við leik liðsins gegn Þór í janúar. „Það er rétt,“ sagði Stefán Garðar í samtali við Vísi en Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, færði til bókar á fundi stjórnar sambandsins 11. apríl að rannsókn þess á ásökunum um veðmálabrask í umræddum leik hafi ekki náð lengra þar sem umrædd félög vildu ekki veita frekari aðstoð. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Við vorum til að mynda með nokkur ungmenni undir sextán ára aldri á skýrslu í þessum leik og hefðum því þurft samþykki forráðamanna til að fá þeirra undirskriftir,“ sagði Stefán Garðar. „Þegar þessi beiðni kom voru svo fjórir aðrir leikmenn farnir í önnur félög. Það var meðal annars þess vegna sem við vildum ekki fara lengra með málið.“Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að félagið hefði verið reiðubúið að halda áfram með málið. „Það er af og frá að við höfnuðum þessu. Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að aðstoða KSÍ í þessu máli,“ segir Aðalsteinn Ingi en leikmenn liðsins lágu undir ásökunum um að hafa hagrætt úrslitum leiksins í ágóðaskyni. „Leikmenn Þórs voru allir látnir skrifa undir skjal þess efnis að þeir hefðu ekki tekið þátt í neinu ólöglegu eða ósiðlegu. Þeir kvittuðu allir undir það.“ Á sínum tíma barst yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs þar sem leikmenn báru af sér ásakanir sem birtust í Akureyri vikublaði. Aðalsteinn Ingi sagði að félagið stæði við hana. „Það veit enginn hvaða ásakanir þetta eru því engra heimilda var getið í fréttinni. Ég bað líka um upplýsingar á sínum tíma en fékk engar. Það var því lítið hægt að vinna með þetta. Ég fékk staðfestingu á því að leikmenn Þórs hafi ekki gert neitt ólöglegt og meira get ég ekki gert.“ Stefán Garðar segir að um þarfa áminningu hafi verið að ræða fyrir íslenskt knattspyrnusamfélag. Hann neitar því að félagið hafi nokkuð að fela. „Það lítur kannski þannig út en svo er ekki. Það var gott að fá þessa umræðu og ég held að allir í knattspyrnunni á Íslandi hafi haft gott af henni. Enda er það fáránlegt að það skuli vera hægt að græða fullt af pening á leik í æfingamóti í janúar á Íslandi.“ „Þetta ákveðna atvik fannst mér mjög leiðinlegt og málið var erfitt fyrir félagið. Þetta var ekki okkur til framdráttar.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. 4. júní 2014 11:30