Íslensk félög vildu ekki aðstoða við rannsókn á veðmálabraski Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2014 11:30 Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ. Vísir/Pjetur Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar KSÍ frá fundi hennar þann 11. apríl síðastliðinn en hún var nýlega birt á vef KSÍ. Þór og Dalvík/Reynir áttust við á Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar og vann fyrrnefnda liðið öruggan sigur, 7-0.Akureyri vikublað greindi frá því síðar í mánuðinum að grunsemdir hefðu vaknað um að leikmenn Þórs hafi veðjað á úrslit leiksins á erlendri vefsíðu. Þeir hafi lagt aukalega undir ef þriggja marka sigur eða stærri ynnist. Enn fremur kom fram að þeir sem hefðu mest grætt á braskinu hafi fengið á bilinu 100-150 þúsund krónur í vasann. Þessu var alfarið neitað í yfirlýsingu sem meistaraflokkur Þórs sendi frá sér 30. janúar. Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, sagði áðurnefnda frétt vera heimildarlausa slúðurfrétt í yfirlýsingunni.Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fótbolta.net þann sama dag að óskað hefði verið eftir nánari upplýsingum frá félögum um málið. Þórir greindi svo frá því á fundi stjórnar KSÍ 11. apríl að það hefði engan árangur borið. Ætlunin hafi verið að leiða aðstoðar alþjóðlegra samtaka í rannsókninni en það hefði fallið um sjálft sig þegar félögin höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð, eins og fram kemur í yfirlýsingunni: „Framkvæmdastjóri greindi frá því að Þór og Dalvík/Reynir hefðu fengið sent bréf þar sem óskað var eftir frekari aðstoð félaganna við rannsókn á þeim ásökunum sem á leikmenn hafa verið bornar í fjölmiðlum um þátttöku þeirra í veðmáli á leik félaganna í janúar. Framkvæmdastjóri hafði leitað eftir aðstoð UEFA og SBIU í Englandi og var frekari rannsókn á málinu háð því að leikmenn og starfsmenn liðanna sem tóku þátt í umræddum leik veittu til þess skriflega heimild. Félögin höfnuðu frekari þátttöku við athugun á þessu máli og er því þar með lokið nema nýjar upplýsingar berist KSÍ,“ segir í fundargerðinni. Þór er í tíunda sæti Pepsi-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir en Dalvík/Reynir er í áttunda sæti 2. deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Dalvík/Reynir og Þór á Akureyri höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð við rannsókn á ásökunum um veðmálabrask og hagræðingu úrslita leiks liðanna fyrr í vetur. Þetta kemur fram í fundargerð stjórnar KSÍ frá fundi hennar þann 11. apríl síðastliðinn en hún var nýlega birt á vef KSÍ. Þór og Dalvík/Reynir áttust við á Kjarnafæðismótinu þann 13. janúar og vann fyrrnefnda liðið öruggan sigur, 7-0.Akureyri vikublað greindi frá því síðar í mánuðinum að grunsemdir hefðu vaknað um að leikmenn Þórs hafi veðjað á úrslit leiksins á erlendri vefsíðu. Þeir hafi lagt aukalega undir ef þriggja marka sigur eða stærri ynnist. Enn fremur kom fram að þeir sem hefðu mest grætt á braskinu hafi fengið á bilinu 100-150 þúsund krónur í vasann. Þessu var alfarið neitað í yfirlýsingu sem meistaraflokkur Þórs sendi frá sér 30. janúar. Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs, sagði áðurnefnda frétt vera heimildarlausa slúðurfrétt í yfirlýsingunni.Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, sagði í samtali við Fótbolta.net þann sama dag að óskað hefði verið eftir nánari upplýsingum frá félögum um málið. Þórir greindi svo frá því á fundi stjórnar KSÍ 11. apríl að það hefði engan árangur borið. Ætlunin hafi verið að leiða aðstoðar alþjóðlegra samtaka í rannsókninni en það hefði fallið um sjálft sig þegar félögin höfnuðu beiðni KSÍ um aðstoð, eins og fram kemur í yfirlýsingunni: „Framkvæmdastjóri greindi frá því að Þór og Dalvík/Reynir hefðu fengið sent bréf þar sem óskað var eftir frekari aðstoð félaganna við rannsókn á þeim ásökunum sem á leikmenn hafa verið bornar í fjölmiðlum um þátttöku þeirra í veðmáli á leik félaganna í janúar. Framkvæmdastjóri hafði leitað eftir aðstoð UEFA og SBIU í Englandi og var frekari rannsókn á málinu háð því að leikmenn og starfsmenn liðanna sem tóku þátt í umræddum leik veittu til þess skriflega heimild. Félögin höfnuðu frekari þátttöku við athugun á þessu máli og er því þar með lokið nema nýjar upplýsingar berist KSÍ,“ segir í fundargerðinni. Þór er í tíunda sæti Pepsi-deildar karla með fjögur stig eftir sex umferðir en Dalvík/Reynir er í áttunda sæti 2. deildar karla með fjögur stig eftir fjórar umferðir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55
Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af meintum veðmálum leikmanna. 30. janúar 2014 12:05