Umfjöllun og viðtöl: KR - Fjölnir 4-2 | Gary Martin á skotskónum Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 19. júní 2014 15:36 Vísir/Daníel KR-ingar unnu frábæran sigur á Fjölnismönnum, 4-2, í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Gary Martin var magnaður í liði KR og gerði tvö mörk en KR-ingar verða því í pottinum þegar dregið verður á morgun. Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við sinn leik. Lítið gerðist á fyrsta hálftímanum en það var síðan markamaskína KR-inga á þessu tímabili, Grétar Sigfinnur Sigurðsson sem kom KR yfir á 34. mínútu. Grétar skoraði eftir hornspyrnu frá Óskari Erni en Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, náði ekki að hafa hendur á boltanum og Grétar nýtti sér það vel. Gestirnir gáfust heldur betur ekki upp voru búnir að jafna metin eftir aðeins fjórar mínútur. Þar var að verki Þórir Guðjónsson sem stýrði boltanum í netið eftir frábæra sendingu úr aukaspyrnu. KR-ingar komu strax til baka og skoruðu sitt annað mark í leiknum þremur mínútum síðar þegar Gary Martin skoraði laglegt mark, stöngin inn. Þrjú mörk á sjö mínútum í Vesturbænum og leikurinn galopinn og skemmtilegur. Fleiri voru mörkin ekki í fyrri hálfleiknum og var staðan 2-1 í hálfleik. Mikið fjör var í leiknum strax í upphafi síðari hálfleiksins og það voru Fjölnismenn sem náðu að jafna metin þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þar var að verki Gunnar Már Guðmundsson, sem skoraði laglega með skalla eftir hornspyrnu frá Ragnari Leóssyni. Gary Martin var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar og skoraði hann þá glæsilegt mark. Englendingurinn vippaði boltanum yfir Þórð í markinu eftir fínu sendingu með grasinu frá Gonzalo Balbi. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fengu Fjölnismenn líklega besta færi leiksins. Þórir Guðjónsson átti þá skot á markið sem var bjargað á línu, ótrúlegt atvik. Þórir átti bara eftir að renna boltanum í autt markið eftir að hann hafði farið fram hjá Stefáni í marki KR. Grétar Sigfinnur aftur á móti renndi sér fyrir markið og fékk boltann í bakið. Boltinn barst þá aftur til Þóris sem átti þá skot í stöngina. KR-ingar gengu frá leiknum þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Þá leit dagsins ljós fallegasta mark leiksins. Gonzalo Balbi lyfti boltanum yfir Þórð Ingason í marki Fjölnis af 35 til 40 metra færi. Balbi var fljótur að átta sig, sá að Þórður var framarlega og skoraði ótrúlegt mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og unnu KR-ingar að lokum öruggan sigur 4-2. Vesturbæingar eru því komnir áfram í bikarnum en dregið verður á morgun. Grétar markaskorari: Maður verður bara að láta sig vaða„Það er bara mikil gleði að vera komnir í 8-liða úrslit,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðsson, leikmaður KR, efir sigurinn. „Þetta var erfiður leikur. Fjölnismenn eru skipulagðir og það tók langan tíma að brjóta þá á bak aftur.“ Grétar segir að það hafi kannski verið ákveðin heppnisstimpill á ákveðnum aðgerðum KR-inga í kvöld. „Það var samt sem áður ekki alveg nægilega gott hjá okkur að fá á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og við verðum að skoða það.“ Grétar skoraði eitt mark fyrir KR í kvöld og hann hefur verið iðinn við kolann fyrir framan markið í sumar. „Maður verður bara að láta sig vaða inn í teignum. Þú verður bara að hafa trú á sjálfum þér og vilja skora mörk.“ Ágúst: Mætum út með kassann í næsta leik „Þetta var bara hörku leikur og mikill hraði í honum,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. „Völlurinn var mjög blautur og því varð leikurinn hraður og skemmtilegur. Mér fannst við bara gera nokkuð vel í kvöld og spiluðum ágætlega úr því sem við fengum úr að moða.“ Ágúst vill meina að Fjölnismenn hefðu átt að jafna metin í 3-3 þegar KR-ingar vörðu á marklínu. „Þetta varð mjög erfitt síðust tíu mínúturnar eftir að þeir höfðu skorað lokamarkið og KR-ingar náðu að sigla þessu heim.“ Fjölnismenn hafa tapað þremur leikjum í röð en Ágúst hefur ekki áhyggjur af því. „Blaðrar er heldur betur ekki sprungin og við mætum dýrvitlausir til leiks á sunnudaginn gegn Stjörnunni. Við eigum eftir að koma til baka og blása í þessa blessuðu blöðru. Menn mæta út með kassann í næsta leik.“ Íslenski boltinn Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
KR-ingar unnu frábæran sigur á Fjölnismönnum, 4-2, í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld. Gary Martin var magnaður í liði KR og gerði tvö mörk en KR-ingar verða því í pottinum þegar dregið verður á morgun. Leikurinn hófst heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við sinn leik. Lítið gerðist á fyrsta hálftímanum en það var síðan markamaskína KR-inga á þessu tímabili, Grétar Sigfinnur Sigurðsson sem kom KR yfir á 34. mínútu. Grétar skoraði eftir hornspyrnu frá Óskari Erni en Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, náði ekki að hafa hendur á boltanum og Grétar nýtti sér það vel. Gestirnir gáfust heldur betur ekki upp voru búnir að jafna metin eftir aðeins fjórar mínútur. Þar var að verki Þórir Guðjónsson sem stýrði boltanum í netið eftir frábæra sendingu úr aukaspyrnu. KR-ingar komu strax til baka og skoruðu sitt annað mark í leiknum þremur mínútum síðar þegar Gary Martin skoraði laglegt mark, stöngin inn. Þrjú mörk á sjö mínútum í Vesturbænum og leikurinn galopinn og skemmtilegur. Fleiri voru mörkin ekki í fyrri hálfleiknum og var staðan 2-1 í hálfleik. Mikið fjör var í leiknum strax í upphafi síðari hálfleiksins og það voru Fjölnismenn sem náðu að jafna metin þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þar var að verki Gunnar Már Guðmundsson, sem skoraði laglega með skalla eftir hornspyrnu frá Ragnari Leóssyni. Gary Martin var aftur á ferðinni fimm mínútum síðar og skoraði hann þá glæsilegt mark. Englendingurinn vippaði boltanum yfir Þórð í markinu eftir fínu sendingu með grasinu frá Gonzalo Balbi. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fengu Fjölnismenn líklega besta færi leiksins. Þórir Guðjónsson átti þá skot á markið sem var bjargað á línu, ótrúlegt atvik. Þórir átti bara eftir að renna boltanum í autt markið eftir að hann hafði farið fram hjá Stefáni í marki KR. Grétar Sigfinnur aftur á móti renndi sér fyrir markið og fékk boltann í bakið. Boltinn barst þá aftur til Þóris sem átti þá skot í stöngina. KR-ingar gengu frá leiknum þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Þá leit dagsins ljós fallegasta mark leiksins. Gonzalo Balbi lyfti boltanum yfir Þórð Ingason í marki Fjölnis af 35 til 40 metra færi. Balbi var fljótur að átta sig, sá að Þórður var framarlega og skoraði ótrúlegt mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og unnu KR-ingar að lokum öruggan sigur 4-2. Vesturbæingar eru því komnir áfram í bikarnum en dregið verður á morgun. Grétar markaskorari: Maður verður bara að láta sig vaða„Það er bara mikil gleði að vera komnir í 8-liða úrslit,“ segir Grétar Sigfinnur Sigurðsson, leikmaður KR, efir sigurinn. „Þetta var erfiður leikur. Fjölnismenn eru skipulagðir og það tók langan tíma að brjóta þá á bak aftur.“ Grétar segir að það hafi kannski verið ákveðin heppnisstimpill á ákveðnum aðgerðum KR-inga í kvöld. „Það var samt sem áður ekki alveg nægilega gott hjá okkur að fá á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum og við verðum að skoða það.“ Grétar skoraði eitt mark fyrir KR í kvöld og hann hefur verið iðinn við kolann fyrir framan markið í sumar. „Maður verður bara að láta sig vaða inn í teignum. Þú verður bara að hafa trú á sjálfum þér og vilja skora mörk.“ Ágúst: Mætum út með kassann í næsta leik „Þetta var bara hörku leikur og mikill hraði í honum,“ segir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. „Völlurinn var mjög blautur og því varð leikurinn hraður og skemmtilegur. Mér fannst við bara gera nokkuð vel í kvöld og spiluðum ágætlega úr því sem við fengum úr að moða.“ Ágúst vill meina að Fjölnismenn hefðu átt að jafna metin í 3-3 þegar KR-ingar vörðu á marklínu. „Þetta varð mjög erfitt síðust tíu mínúturnar eftir að þeir höfðu skorað lokamarkið og KR-ingar náðu að sigla þessu heim.“ Fjölnismenn hafa tapað þremur leikjum í röð en Ágúst hefur ekki áhyggjur af því. „Blaðrar er heldur betur ekki sprungin og við mætum dýrvitlausir til leiks á sunnudaginn gegn Stjörnunni. Við eigum eftir að koma til baka og blása í þessa blessuðu blöðru. Menn mæta út með kassann í næsta leik.“
Íslenski boltinn Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn