Ríkasta hermdarverkasveit í heimi Birta Björnsdóttir skrifar 16. júní 2014 20:00 Skjótur uppgangur ISIS-liða hefur vakið athygli sem og lítið viðnám íraska hersins gegn hertöku á stórum borgum í landinu. Síðast í morgun náðu ISIS-liðar borginni Tal Afar á sitt vald. Herdís Sigurgrímsdóttir, átakafræðingur, var upplýsingafulltrúi NATO á vegum íslensku friðargæslunnar í Írak árið 2007. Hún segir nokkra hluti koma til sem skýrt geti þennan hraða uppgang ISIS-liða. Þeir hafi að vissu leyti geta nýtt sér óvinsældir forsætisráðherrans Nouri Al-Maliki meðal súnníta og Kúrda í landinu. „Þetta eru mjög vanir bardagamenn úr götubardögum í Sýrlandi. Í Írak mæta þeir svo hermönnum sem ekki eru blásnir eins miklum bardagaanda og uppreisnarsveitirnar,” segir Herdís. „Íraski herinn og öll stjórnsýsla Saddams Hussein var leyst upp 2003 og 2004 sem þýðir það að íraski herinn er tiltölulega nýr í hettunni. Undanfarin ár hefur borið mikið á spillingu innan vébanda hersins svo honum hefur láðst að ná að verða sá nútímalegi her sem lagt var upp með. Á móti kemur að þeir sem voru hermenn áður, og voru í þjálfun og höfðu reynslu hafa nú engan aðgang að því að komast aftur í þjóðarherinn svo uppreisnarsveitir sem barist hafa gegn þjóðarherjum í Sýrlandi og Írak eru að einhverju leyti hermenn sem voru reknir úr þjóðarhernum og hafa þaðan reynslu, þekkingu og vopn.” Herdís segir hina fyrrverandi hermenn einnig hafa reynslu af því að berjast gegn Bandaríkjamönnum og alþjóðasveitum, meðan þær voru í landinu. Með því að ganga til liðs við ISIS-sveitirnar fái mennirnir bæði hlutverk í lífinu, og lífsviðurværi, því ISIS greiði hermönnum sínum vel fyrir þjónustuna. „ISIS eru vel vopnum búnir og eftir að þeir náðu Mosul og miklum fjármunum sem liggja þar í bönkum. Það er verið að gera að því skóna að þetta sé ríkasta og efnaðasta hermdarverkasveit í heimi.”Óhugnarlegar myndirÁtökin í Írak tóku á sig nýja mynd þegar ISIS liðar tóku að dreifa ljósmyndum og myndböndum sem sýna íraska hermenn tekna af lífi. Flestum sérfræðingum ber saman um að myndirnar séu ófalsaðar. „Að þeir noti samskiptamiðla og birti óhugnarleg myndbönd er í sjálfu sér ekkert nýtt en ef ég ætti að benda á eitthvað sem er nýtt við uppgang ISIS er að þeir eru búnir að ná höndum yfir óhemju fjármagn,” segir Herdís. Hún segir að atburðarás undanfarinna daga hafi komið flestöllum í opna skjöldu og ógjörningur sé að spá fyrir um hvernig atburðarásin eigi eftir að þróast. „Eitt er að ná landsvæðum, annað er að halda þeim. Í dag er ISIS með 10 til 15 þúsund manna her á sínum snærum, að því talið er, á meðan íraski herinn er tíu sinnum stærri. Þeir eru búnir að dreifa sér ansi víða en það er spurning hversu lengi þeir geta haldið áfram.” Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn ná annarri borg á sitt vald Vígamenn súnníta í Isis samtökunum hafa náð borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks, að því er íbúar segja. 16. júní 2014 14:12 Írak virðist vera að liðast í sundur Íraksstjórn ræður ekkert við uppreisn íslamista, sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald. 13. júní 2014 00:01 Ótryggt ástand í Írak Íbúar í Baghdad búa sig undir hernaðarátök í borginni, eftir að herskáir uppreisnarmenn hertu ítök sín í landinu enn frekar. Stjórnvöld í Írak vinna að því að fá íbúa til að mynda vopnaðar sveitir til að freista þess að ná borgum aftur úr höndum uppreisnarmanna. 12. júní 2014 20:00 Sigurganga ISIS í Írak heldur áfram Herskáir íslamistar hafa nú náð borginni Tikrit á sitt vald, degi eftir að borgin Mosul féll í þeirra hendur. Her og lögregla forðuðu sér í kjölfar átaka og almenningur flýr borgirnar. Núri al Maliki forseti vill refsa þeim hermönnum sem flúðu. 12. júní 2014 07:00 Bandaríkin og Íran íhuga að ræða ástandið í Írak Stjórnvöld í Bandaríkjunum og í Íran eru nú að íhuga að efna til beinna viðræðna vegna ástandsins í Írak. Ríkin tvö hafa lengi eldað grátt silfur en sókn ISIS hreyfingarinnar í Írak gæti gefið þeim tilefni til að slíðra sverðin og sameinast í baráttunni gegn samtökunum. 16. júní 2014 07:22 Bandaríkjamenn huga að loftárásum í Írak Þó stendur ekki til að senda hermenn til landsins þar sem 4.500 þeirra féllu á árunum 2003 til 2011. 14. júní 2014 14:48 Tóku fjölda hermanna af lífi Öfgahópurinn sem stjórnar stórum landsvæðum í Írak og Sýrlandi birtu í dag myndir af fjöldamorði þeirra á hermönnum í Írak. 15. júní 2014 16:42 Valdamesti hryðjuverkaleiðtoginn síðan Bin Laden var og hét Talið er að uppreisnarmenn leynist í íraska hernum og stjórnvöld virðast telja við ofurefli að etja. Íranar og Bandaríkjamenn hafa heitið aðstoð en leiðtogi uppreisnarmanna er sagður áhrifamesti hryðjuverkaleiðtoginn síðan Osama Bin Laden var og hét. 13. júní 2014 20:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Skjótur uppgangur ISIS-liða hefur vakið athygli sem og lítið viðnám íraska hersins gegn hertöku á stórum borgum í landinu. Síðast í morgun náðu ISIS-liðar borginni Tal Afar á sitt vald. Herdís Sigurgrímsdóttir, átakafræðingur, var upplýsingafulltrúi NATO á vegum íslensku friðargæslunnar í Írak árið 2007. Hún segir nokkra hluti koma til sem skýrt geti þennan hraða uppgang ISIS-liða. Þeir hafi að vissu leyti geta nýtt sér óvinsældir forsætisráðherrans Nouri Al-Maliki meðal súnníta og Kúrda í landinu. „Þetta eru mjög vanir bardagamenn úr götubardögum í Sýrlandi. Í Írak mæta þeir svo hermönnum sem ekki eru blásnir eins miklum bardagaanda og uppreisnarsveitirnar,” segir Herdís. „Íraski herinn og öll stjórnsýsla Saddams Hussein var leyst upp 2003 og 2004 sem þýðir það að íraski herinn er tiltölulega nýr í hettunni. Undanfarin ár hefur borið mikið á spillingu innan vébanda hersins svo honum hefur láðst að ná að verða sá nútímalegi her sem lagt var upp með. Á móti kemur að þeir sem voru hermenn áður, og voru í þjálfun og höfðu reynslu hafa nú engan aðgang að því að komast aftur í þjóðarherinn svo uppreisnarsveitir sem barist hafa gegn þjóðarherjum í Sýrlandi og Írak eru að einhverju leyti hermenn sem voru reknir úr þjóðarhernum og hafa þaðan reynslu, þekkingu og vopn.” Herdís segir hina fyrrverandi hermenn einnig hafa reynslu af því að berjast gegn Bandaríkjamönnum og alþjóðasveitum, meðan þær voru í landinu. Með því að ganga til liðs við ISIS-sveitirnar fái mennirnir bæði hlutverk í lífinu, og lífsviðurværi, því ISIS greiði hermönnum sínum vel fyrir þjónustuna. „ISIS eru vel vopnum búnir og eftir að þeir náðu Mosul og miklum fjármunum sem liggja þar í bönkum. Það er verið að gera að því skóna að þetta sé ríkasta og efnaðasta hermdarverkasveit í heimi.”Óhugnarlegar myndirÁtökin í Írak tóku á sig nýja mynd þegar ISIS liðar tóku að dreifa ljósmyndum og myndböndum sem sýna íraska hermenn tekna af lífi. Flestum sérfræðingum ber saman um að myndirnar séu ófalsaðar. „Að þeir noti samskiptamiðla og birti óhugnarleg myndbönd er í sjálfu sér ekkert nýtt en ef ég ætti að benda á eitthvað sem er nýtt við uppgang ISIS er að þeir eru búnir að ná höndum yfir óhemju fjármagn,” segir Herdís. Hún segir að atburðarás undanfarinna daga hafi komið flestöllum í opna skjöldu og ógjörningur sé að spá fyrir um hvernig atburðarásin eigi eftir að þróast. „Eitt er að ná landsvæðum, annað er að halda þeim. Í dag er ISIS með 10 til 15 þúsund manna her á sínum snærum, að því talið er, á meðan íraski herinn er tíu sinnum stærri. Þeir eru búnir að dreifa sér ansi víða en það er spurning hversu lengi þeir geta haldið áfram.”
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Vígamenn ná annarri borg á sitt vald Vígamenn súnníta í Isis samtökunum hafa náð borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks, að því er íbúar segja. 16. júní 2014 14:12 Írak virðist vera að liðast í sundur Íraksstjórn ræður ekkert við uppreisn íslamista, sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald. 13. júní 2014 00:01 Ótryggt ástand í Írak Íbúar í Baghdad búa sig undir hernaðarátök í borginni, eftir að herskáir uppreisnarmenn hertu ítök sín í landinu enn frekar. Stjórnvöld í Írak vinna að því að fá íbúa til að mynda vopnaðar sveitir til að freista þess að ná borgum aftur úr höndum uppreisnarmanna. 12. júní 2014 20:00 Sigurganga ISIS í Írak heldur áfram Herskáir íslamistar hafa nú náð borginni Tikrit á sitt vald, degi eftir að borgin Mosul féll í þeirra hendur. Her og lögregla forðuðu sér í kjölfar átaka og almenningur flýr borgirnar. Núri al Maliki forseti vill refsa þeim hermönnum sem flúðu. 12. júní 2014 07:00 Bandaríkin og Íran íhuga að ræða ástandið í Írak Stjórnvöld í Bandaríkjunum og í Íran eru nú að íhuga að efna til beinna viðræðna vegna ástandsins í Írak. Ríkin tvö hafa lengi eldað grátt silfur en sókn ISIS hreyfingarinnar í Írak gæti gefið þeim tilefni til að slíðra sverðin og sameinast í baráttunni gegn samtökunum. 16. júní 2014 07:22 Bandaríkjamenn huga að loftárásum í Írak Þó stendur ekki til að senda hermenn til landsins þar sem 4.500 þeirra féllu á árunum 2003 til 2011. 14. júní 2014 14:48 Tóku fjölda hermanna af lífi Öfgahópurinn sem stjórnar stórum landsvæðum í Írak og Sýrlandi birtu í dag myndir af fjöldamorði þeirra á hermönnum í Írak. 15. júní 2014 16:42 Valdamesti hryðjuverkaleiðtoginn síðan Bin Laden var og hét Talið er að uppreisnarmenn leynist í íraska hernum og stjórnvöld virðast telja við ofurefli að etja. Íranar og Bandaríkjamenn hafa heitið aðstoð en leiðtogi uppreisnarmanna er sagður áhrifamesti hryðjuverkaleiðtoginn síðan Osama Bin Laden var og hét. 13. júní 2014 20:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Vígamenn ná annarri borg á sitt vald Vígamenn súnníta í Isis samtökunum hafa náð borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks, að því er íbúar segja. 16. júní 2014 14:12
Írak virðist vera að liðast í sundur Íraksstjórn ræður ekkert við uppreisn íslamista, sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald. 13. júní 2014 00:01
Ótryggt ástand í Írak Íbúar í Baghdad búa sig undir hernaðarátök í borginni, eftir að herskáir uppreisnarmenn hertu ítök sín í landinu enn frekar. Stjórnvöld í Írak vinna að því að fá íbúa til að mynda vopnaðar sveitir til að freista þess að ná borgum aftur úr höndum uppreisnarmanna. 12. júní 2014 20:00
Sigurganga ISIS í Írak heldur áfram Herskáir íslamistar hafa nú náð borginni Tikrit á sitt vald, degi eftir að borgin Mosul féll í þeirra hendur. Her og lögregla forðuðu sér í kjölfar átaka og almenningur flýr borgirnar. Núri al Maliki forseti vill refsa þeim hermönnum sem flúðu. 12. júní 2014 07:00
Bandaríkin og Íran íhuga að ræða ástandið í Írak Stjórnvöld í Bandaríkjunum og í Íran eru nú að íhuga að efna til beinna viðræðna vegna ástandsins í Írak. Ríkin tvö hafa lengi eldað grátt silfur en sókn ISIS hreyfingarinnar í Írak gæti gefið þeim tilefni til að slíðra sverðin og sameinast í baráttunni gegn samtökunum. 16. júní 2014 07:22
Bandaríkjamenn huga að loftárásum í Írak Þó stendur ekki til að senda hermenn til landsins þar sem 4.500 þeirra féllu á árunum 2003 til 2011. 14. júní 2014 14:48
Tóku fjölda hermanna af lífi Öfgahópurinn sem stjórnar stórum landsvæðum í Írak og Sýrlandi birtu í dag myndir af fjöldamorði þeirra á hermönnum í Írak. 15. júní 2014 16:42
Valdamesti hryðjuverkaleiðtoginn síðan Bin Laden var og hét Talið er að uppreisnarmenn leynist í íraska hernum og stjórnvöld virðast telja við ofurefli að etja. Íranar og Bandaríkjamenn hafa heitið aðstoð en leiðtogi uppreisnarmanna er sagður áhrifamesti hryðjuverkaleiðtoginn síðan Osama Bin Laden var og hét. 13. júní 2014 20:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent