Erlent

Hálf milljón flýr Mosul

Flestir reyna flóttamennirnir að komast til Kúrdistan.
Flestir reyna flóttamennirnir að komast til Kúrdistan. Vísir/AFP
Allt að hálf milljón manna hefur nú flúið borgina Mosul, þá næststærstu í Írak eftir að íslamistar náðu þar völdum í gær. Á meðal þeirra sem lögðu á flótta voru hermenn stjórnarhersins en vígamennirnir, sem tilheyra samtökunum ISIS, ráða nú lögum og lofum í öllu héraðinu.

Forsætisráðherra Íraks, Nouri Maliki hefur farið fram á það við þing landsins að neyðarástandi verði lýst yfir þannig að hann fái meiri völd til þess að berjast gegn íslamistunum. Bandaríkjamenn segja að ISIS samtökin séu nú orðin alvarleg ógn við stöðugleikann á svæðinu öllu.

ISIS samtökin eru tengd Al Kaída og haf þau nú náð tökum á stórum svæðum í austurhluta Sýrlands og í vesturhluta Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×