Körfubolti

Randolph áfram hjá Memphis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zach Randolph er mikilvægur hlekkur í liði Memphis.
Zach Randolph er mikilvægur hlekkur í liði Memphis. Vísir/Getty
Körfuknattleiksmaðurinn Zach Randolph hefur framlengt samning sinn við Memphis Grizzlies. Nýji samningurinn er til tveggja ára og gefur Randolph 20 milljónir dollara í aðra hönd.

Randolph, sem leikur í stöðu kraftframherja, var valinn númer 19 af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 2001 eftir að hafa leikið eitt tímabil með Michigan State í háskólakörfuboltanum.

Hann lék með Portland til ársins 2007 þegar honum var skipt til New York Knicks. Eftir stutt stopp þar og hjá Los Angeles Clippers gekk Randolph til í raðir Memphis árið 2009 þar sem hann hefur verið í lykilhlutverki síðan.

Randolph skoraði 17,4 stig og tók 10,1 frákast að meðaltali í leik í vetur.

Memphis hafnaði í 7. sæti Vesturdeildarinnar í vetur og beið lægri hlut fyrir Oklahoma City Thunder í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×