Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2014 23:35 VISIR/AFP Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu ISIS-samtakana sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. Samtökin hafa stutt dyggilega við bakið á uppreisnarmönnum í Sýrlandi sem reynt hafa á undanförnum árum að steypa ríkisstjórn Bashar Al-Assad af stóli. Talið er að átökin í landinu hafi kostað 160 þúsund manns lífið frá því í mars 2011. Hvíta húsið hefur sagt að inngrip sýrlenskra stjórnvalda í Írak muni ekki verða til þess að hægja á framgangi samtakana. „Lausnin fellst ekki í blóðsúthellingum af hálfu stjórnar Al-Assad, sem lengi hélt hlífðarskildi yfir samtökunum, heldur með því að styrkja írösk stjórnvöld til að takast á við hættuna heima fyrir,“ er haft eftir talskonu stjórnvalda. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að írönsk yfirvöld fljúgi nú fjarstýrðum eftirlitsdrónum yfir átaksvæðunum í norðurhluta Íraks. Talið er að þeir séu ekki vopnum búnir þrátt fyrir að það hafi ekki fengist staðfest. Íranar hafa þó sent hermenn til landsins þannig að ekki er talið ólíklegt að íranskir herinn kunni einnig að herja á uppreisnarmennina úr lofti. Það verður að teljast til tíðinda að Bandaríkin og Íran hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta í því að tryggja stöðuleika í Írak. Íranar vilja áframhaldandi áhrif shía múslima í landinu á meðan Bandaríkjamenn hafa lengi krafist breytinga í lýðræðisátt á stjórnkerfi landsins. Einhverjar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli Íran og Bandaríkjanna í tengslum við þróun ástandsins í Írak á síðustu vikum en Barack Obama hefur ítrekað að hann muni ekki fara að fordæmi kollega síns Hassan Rouhani og hefja beina hernaðarlega íhlutun í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu ISIS-samtakana sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. Samtökin hafa stutt dyggilega við bakið á uppreisnarmönnum í Sýrlandi sem reynt hafa á undanförnum árum að steypa ríkisstjórn Bashar Al-Assad af stóli. Talið er að átökin í landinu hafi kostað 160 þúsund manns lífið frá því í mars 2011. Hvíta húsið hefur sagt að inngrip sýrlenskra stjórnvalda í Írak muni ekki verða til þess að hægja á framgangi samtakana. „Lausnin fellst ekki í blóðsúthellingum af hálfu stjórnar Al-Assad, sem lengi hélt hlífðarskildi yfir samtökunum, heldur með því að styrkja írösk stjórnvöld til að takast á við hættuna heima fyrir,“ er haft eftir talskonu stjórnvalda. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar segja að írönsk yfirvöld fljúgi nú fjarstýrðum eftirlitsdrónum yfir átaksvæðunum í norðurhluta Íraks. Talið er að þeir séu ekki vopnum búnir þrátt fyrir að það hafi ekki fengist staðfest. Íranar hafa þó sent hermenn til landsins þannig að ekki er talið ólíklegt að íranskir herinn kunni einnig að herja á uppreisnarmennina úr lofti. Það verður að teljast til tíðinda að Bandaríkin og Íran hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta í því að tryggja stöðuleika í Írak. Íranar vilja áframhaldandi áhrif shía múslima í landinu á meðan Bandaríkjamenn hafa lengi krafist breytinga í lýðræðisátt á stjórnkerfi landsins. Einhverjar formlegar viðræður hafa átt sér stað milli Íran og Bandaríkjanna í tengslum við þróun ástandsins í Írak á síðustu vikum en Barack Obama hefur ítrekað að hann muni ekki fara að fordæmi kollega síns Hassan Rouhani og hefja beina hernaðarlega íhlutun í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira