Tuttugu og sex afreksnemendur styrktir til náms við Háskóla Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júní 2014 20:32 Hér má sjá styrkþegana ásamt Kristínu Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Bryndísu Hrafnkelsdóttir, forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands MYND/GUNNAR SVerrisson Tuttugu og sex afburðanemendur úr tólf framhaldsskólum víðs vegar að af landinu hafa hlotið styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands til náms við skólann. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í dag en Vísir greindi frá styrkveitingunni í gær.Nemendurnir eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og hefja þeir allir nám við Háskóla Íslands í haust. Hver styrkur nemur 300 þúsund krónum en auk þess verður greitt skrásetningargjald fyrir styrkþegana sem er 75 þúsund krónur. Samanlögð styrkupphæð nemur því tæpum tíu milljónum króna. Auglýst var eftir styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands í vor. Við val á styrkhöfum var m.a. litið til árangurs á stúdentsprófi en einnig voru önnur sjónarmið lögð til grundvallar, svo sem virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangur á öðrum sviðum, til dæmis í listum eða íþróttum. Af þeim 26 verðandi nemendum við Háskóla Íslands sem hljóta styrki að þessu sinni eru ellefu dúxar og sex semidúxar í framhaldsskólum á síðustu árum. Þessir tilvonandi nemendur Háskóla Íslands koma úr tólf framhaldsskólum og sækjast eftir inngöngu í sextán ólíkar námsleiðir. Tuttugu konur og sex karlar eru í hópnum. Styrkhafarnir eru: Arnar Kári Sigurðsson, Árný Jóhannesdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Birna Brynjarsdóttir, Böðvar Páll Ásgeirsson, Dagbjört Inga Grétarsdóttir, Daníel Kristinn Hilmarsson, Darri Egilsson, Elínrós Þorkelsdóttir, Esther Hallsdóttir, Freyja Björk Dagbjartsdóttir, Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Heiður Þórisdóttir, Jóhannes Gauti Óttarsson, Karítas Pálsdóttir, Katrín Blöndal, Kristín Kolka Bjarnadóttir, Lilja Björg Sigurjónsdóttir, Margrét Lilja Arnarsdóttir, Marta Jónsdóttir, Sunneva Smáradóttir, Unnur Ýr Haraldsdóttir, Þjóðbjörg Eiríksdóttir, Þorkell Már Einarsson og Þórunn Helgadóttir. Styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands eru nú afhentir í sjöunda sinn. Sjóðurinn var stofnaður árið 2008 og er markmið hans að styrkja nýnema til náms við Háskóla Íslands. Alls hafa 138 styrkir verið veittir úr sjóðnum frá upphafi. Styrkirnir í ár eru veittir með stuðningi Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands og Happdrættis Háskóla Íslands. Dúxar Tengdar fréttir Háskóli Íslands veitir tuttugu og sex afreksstyrki Tuttugu og sex afburðanemendur taka á móti styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en upphæðin nemur 375 þúsund krónum. 23. júní 2014 20:54 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Tuttugu og sex afburðanemendur úr tólf framhaldsskólum víðs vegar að af landinu hafa hlotið styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands til náms við skólann. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi í dag en Vísir greindi frá styrkveitingunni í gær.Nemendurnir eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og hefja þeir allir nám við Háskóla Íslands í haust. Hver styrkur nemur 300 þúsund krónum en auk þess verður greitt skrásetningargjald fyrir styrkþegana sem er 75 þúsund krónur. Samanlögð styrkupphæð nemur því tæpum tíu milljónum króna. Auglýst var eftir styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands í vor. Við val á styrkhöfum var m.a. litið til árangurs á stúdentsprófi en einnig voru önnur sjónarmið lögð til grundvallar, svo sem virkni í félagsstörfum í framhaldsskóla og árangur á öðrum sviðum, til dæmis í listum eða íþróttum. Af þeim 26 verðandi nemendum við Háskóla Íslands sem hljóta styrki að þessu sinni eru ellefu dúxar og sex semidúxar í framhaldsskólum á síðustu árum. Þessir tilvonandi nemendur Háskóla Íslands koma úr tólf framhaldsskólum og sækjast eftir inngöngu í sextán ólíkar námsleiðir. Tuttugu konur og sex karlar eru í hópnum. Styrkhafarnir eru: Arnar Kári Sigurðsson, Árný Jóhannesdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Birna Brynjarsdóttir, Böðvar Páll Ásgeirsson, Dagbjört Inga Grétarsdóttir, Daníel Kristinn Hilmarsson, Darri Egilsson, Elínrós Þorkelsdóttir, Esther Hallsdóttir, Freyja Björk Dagbjartsdóttir, Guðbjörg Júlía Magnúsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Heiður Þórisdóttir, Jóhannes Gauti Óttarsson, Karítas Pálsdóttir, Katrín Blöndal, Kristín Kolka Bjarnadóttir, Lilja Björg Sigurjónsdóttir, Margrét Lilja Arnarsdóttir, Marta Jónsdóttir, Sunneva Smáradóttir, Unnur Ýr Haraldsdóttir, Þjóðbjörg Eiríksdóttir, Þorkell Már Einarsson og Þórunn Helgadóttir. Styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands eru nú afhentir í sjöunda sinn. Sjóðurinn var stofnaður árið 2008 og er markmið hans að styrkja nýnema til náms við Háskóla Íslands. Alls hafa 138 styrkir verið veittir úr sjóðnum frá upphafi. Styrkirnir í ár eru veittir með stuðningi Aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands og Happdrættis Háskóla Íslands.
Dúxar Tengdar fréttir Háskóli Íslands veitir tuttugu og sex afreksstyrki Tuttugu og sex afburðanemendur taka á móti styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en upphæðin nemur 375 þúsund krónum. 23. júní 2014 20:54 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Háskóli Íslands veitir tuttugu og sex afreksstyrki Tuttugu og sex afburðanemendur taka á móti styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en upphæðin nemur 375 þúsund krónum. 23. júní 2014 20:54