Strætóskýli úr 100.000 Lego kubbum Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2014 12:45 Ungur vegfarandi hrífst af strætóskýlinu. Á Regent Street í London hefur nú verið sett upp strætóskýli sem byggt er úr 100.000 Lego kubbum. Það er kannski ekki tilviljun að þessi stoppustöð er fyrir utan stóra Hamleys leikfangaverslun þar í götu. Svo langt var gengið í smíðinni að skiltin við stöðina eru líka úr Lego kubbum, sem og sætin. Einnig eru gegnsæjar hliðar skýlisins úr gegnsæjum Lego kubbum. Það er fyrirtækið Trueform sem lagði í þessa smíði, en Trueform er þekktast fyrir smíði húsgagna sem ætluð eru við götur og eiga að þola að vera úti. Þar ætti því að vera til staðar hugvit og þekking til að smíða hluti sem standast flest veður og standast tímans tönn. Það er ekki úr vegi fyrir þá sem erindi eiga til London að kíkja á þessa frumlegu stoppistöð. Leiðbeiningarskiltin eru einnig úr Lego kubbum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Á Regent Street í London hefur nú verið sett upp strætóskýli sem byggt er úr 100.000 Lego kubbum. Það er kannski ekki tilviljun að þessi stoppustöð er fyrir utan stóra Hamleys leikfangaverslun þar í götu. Svo langt var gengið í smíðinni að skiltin við stöðina eru líka úr Lego kubbum, sem og sætin. Einnig eru gegnsæjar hliðar skýlisins úr gegnsæjum Lego kubbum. Það er fyrirtækið Trueform sem lagði í þessa smíði, en Trueform er þekktast fyrir smíði húsgagna sem ætluð eru við götur og eiga að þola að vera úti. Þar ætti því að vera til staðar hugvit og þekking til að smíða hluti sem standast flest veður og standast tímans tönn. Það er ekki úr vegi fyrir þá sem erindi eiga til London að kíkja á þessa frumlegu stoppistöð. Leiðbeiningarskiltin eru einnig úr Lego kubbum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent