Vigdís Finnbogadóttir heillaði Ronald Reagan Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2014 13:18 Ronald Reagan og Vigdís Finnbogadóttir á spjalli í kringum Bessastaði. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, heillaði Ronald Reagan upp úr skónum þegar þau hittust vegna leiðtogafundarins í Höfða árið 1986. Þetta kemur fram í fyrirlestri Ken Adleman, sem skrifaði bók um leiðtogafundinn og gríðarlegt mikilvæg hans. Í fyrirlestrinum segir Adleman frá einstöku spjalli Reagan og Vigdísar. Hann sýndi myndina hér að ofan og sagði svo áhorfendum frá Vigdísi. „Hún var fyrsti kjörni kvenforsetinn í heiminum,“ útskýrir hann og sagði frá því þegar þau gengu í kringum Bessastaði,og notar Adleman orðið „chateau“ til að lýsa forsetabústaðnum. „Ronald Reagan var klæddur í frakka sem hann hlýtur að hafa fengið við tökur á einhverri kvikmynd. Ég sá hann aldrei aftur í þessum frakka,“ segir hann og furðar sig á því að Reagan hafi aldrei aftur klæðst frakkanum því hann hafi farið honum svo vel. „Samtalið þeirra var alveg yndislegt. Hún segir honum að það sé í raun enginn skóli til þess að læra að vera forseti. Hún sagði að líklega væri leikhús besti undirbúningur fyrir forsetahlutverkið,“ rifjar Adleman upp og útskýrir að Vigdís hafi verið leikhússtjóri og leikkona áður en hún varð forseti. Eins og flestir muna var Reagan einnig leikari á sínum yngri árum. „Hún segir honum að þegar maður vinnur í leikhúsi er maður alltaf að hugsa um samfélagið; um mismunandi persónuleika og sambönd fólks. Reagan ljómaði allur þegar hún sagði þetta og kallaði hana alltaf fyrrum kollega sinn eftir þetta.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Fréttastofur Fox og NBC hafa, meðal annarra, fjallað um bókina. Í viðtali við NBC lýsti Adleman fundinum svo: „Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.“ Vigdís Finnbogadóttir Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, heillaði Ronald Reagan upp úr skónum þegar þau hittust vegna leiðtogafundarins í Höfða árið 1986. Þetta kemur fram í fyrirlestri Ken Adleman, sem skrifaði bók um leiðtogafundinn og gríðarlegt mikilvæg hans. Í fyrirlestrinum segir Adleman frá einstöku spjalli Reagan og Vigdísar. Hann sýndi myndina hér að ofan og sagði svo áhorfendum frá Vigdísi. „Hún var fyrsti kjörni kvenforsetinn í heiminum,“ útskýrir hann og sagði frá því þegar þau gengu í kringum Bessastaði,og notar Adleman orðið „chateau“ til að lýsa forsetabústaðnum. „Ronald Reagan var klæddur í frakka sem hann hlýtur að hafa fengið við tökur á einhverri kvikmynd. Ég sá hann aldrei aftur í þessum frakka,“ segir hann og furðar sig á því að Reagan hafi aldrei aftur klæðst frakkanum því hann hafi farið honum svo vel. „Samtalið þeirra var alveg yndislegt. Hún segir honum að það sé í raun enginn skóli til þess að læra að vera forseti. Hún sagði að líklega væri leikhús besti undirbúningur fyrir forsetahlutverkið,“ rifjar Adleman upp og útskýrir að Vigdís hafi verið leikhússtjóri og leikkona áður en hún varð forseti. Eins og flestir muna var Reagan einnig leikari á sínum yngri árum. „Hún segir honum að þegar maður vinnur í leikhúsi er maður alltaf að hugsa um samfélagið; um mismunandi persónuleika og sambönd fólks. Reagan ljómaði allur þegar hún sagði þetta og kallaði hana alltaf fyrrum kollega sinn eftir þetta.“ Bókin Reagan at Reykjavik, eftir Ken Adleman, kom út í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Adleman var sjálfur staddur hér á landi þegar leiðtogafundurinn í höfða fór fram fyrir 28 árum síðan. Hann byggir bókina á trúnaðarskjölum sem voru nýlega gerð opinber. Bókin þykir varpa nýju ljósi á mikilvægi fundarins og er hann talinn hafa skapað aðstæður sem hjálpuðu til við að enda Kalda stríðið. Adleman segir þetta hafa verið hápunktinn á forsetaferli Reagan. Fréttastofur Fox og NBC hafa, meðal annarra, fjallað um bókina. Í viðtali við NBC lýsti Adleman fundinum svo: „Þetta var eins og í sögu eftir Agöthu Christie. Þeir hittust á afskekktum stað á hjara veraldar í gömlu húsi sem marraði í og regnið buldi á gluggakistunum. Húsið Höfði var sagt reimt og þeir tveir upplifðu yfir eina helgi undraverða hluti, sem var mesta kjarnorkuafvopnun sögunnar, sem hefur haldið áfram allt fram til þessa dags. Og það sem hvorugur þeirra gat ímyndað sér; að kalda stríðinu myndi ljúka innan mjög skamms tíma. Svo þetta var stórkostlegt.“
Vigdís Finnbogadóttir Leiðtogafundurinn í Höfða Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira