Körfubolti

Anthony laus allra mála

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Carmelo Anthony í leik með Knicks.
Carmelo Anthony í leik með Knicks. Vísir/Getty
Carmelo Anthony losaði sig undan samningi hjá New York Knicks í gær samkvæmt ESPN og verður hann því stærsti bitinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar.

Anthony sem kom í deildina sama ár og LeBron James og Dwyane Wade hefur hlotið mörg einstaklingsverðlaun en hefur aldrei leikið til úrslita í NBA-deildinni.

Talið er að hann muni velja lið sem gefur honum möguleika á titli frekar en að eltast við pening.

Anthony sem gekk til liðs við Knicks árið 2011 eftir átta ár hjá Denver Nuggets verður því í fyrsta sinn á ferlinum frjáls ferða sinna. Skrifi hann undir á ný hjá Knicks getur Knicks boðið honum 129 milljónir dollara yfir fimm ár en önnur lið aðeins 96 milljónir yfir fjögur ár.

Anthony hefur verið orðaður við fjöldan allra liða, þar á meðal Miami Heat, Chicago Bulls, Los Angeles Lakers og Houston Rockets undanfarnar vikur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×