Segir amfetamínið ekki haft nein áhrif á árangurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2014 14:06 Mynd/Hestafréttir.is Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapinn sem féll nýverið á lyfjaprófi fyrir amfetamínneyslu, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þorvaldur gekkst undir lyfjapróf eftir töltkeppni í Meistaradeildinni sem hann vann þann 6. mars síðastliðinn. Hann féll á lyfjaprófinu og var dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann. Hann áfrýjaði hins vegar dómnum og var áfrýjunin tekin fyrir í gær. Dómurinn var mildaður en þá fyrst var greint frá því opinberlega að Þorvaldur Árni hafi neytt efnisins levmetamfetamine eða amfetamíns. Þorvaldur staðfestir þetta í yfirlýsingunni en tekur fram að hann hafi tekið inn lyfin viku áður en mæling fór fram. „Það er því alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan. „Til þeirra er málið varðar. Ég, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, staðfesti að við mælingu Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ hinn 6. mars sl. mældust leifar af efni á bannlista ÍSÍ í líkama mínum. Það leiddi til þess að ég var kærður til dómstóls ÍSÍ sem komst að þeirri niðurstöðu að ég skyldi sæta þriggja mánaða keppnisbanni. Mér þótti sú refsing hörð og áfrýjaði því dóminum til áfrýjunardómstóls ÍSÍ sem mildaði refsinguna í 30 daga keppnisbann frá og með 30. maí sl. Ég tek fram að ég neytti umræddra lyfja viku áður en mæling fór fram og var ekki undir áhrifum þeirra í keppni. Því er alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn. Lyfið mælist aftur á móti við sýnatöku í alllangan tíma eftir neyslu. Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur. Virðingarfyllst, Þorvaldur Árni Þorvaldsson“ Íþróttir Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15 Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Þorvaldur Árni Þorvaldsson, knapinn sem féll nýverið á lyfjaprófi fyrir amfetamínneyslu, hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þorvaldur gekkst undir lyfjapróf eftir töltkeppni í Meistaradeildinni sem hann vann þann 6. mars síðastliðinn. Hann féll á lyfjaprófinu og var dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann. Hann áfrýjaði hins vegar dómnum og var áfrýjunin tekin fyrir í gær. Dómurinn var mildaður en þá fyrst var greint frá því opinberlega að Þorvaldur Árni hafi neytt efnisins levmetamfetamine eða amfetamíns. Þorvaldur staðfestir þetta í yfirlýsingunni en tekur fram að hann hafi tekið inn lyfin viku áður en mæling fór fram. „Það er því alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér fyrir neðan. „Til þeirra er málið varðar. Ég, Þorvaldur Árni Þorvaldsson, staðfesti að við mælingu Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ hinn 6. mars sl. mældust leifar af efni á bannlista ÍSÍ í líkama mínum. Það leiddi til þess að ég var kærður til dómstóls ÍSÍ sem komst að þeirri niðurstöðu að ég skyldi sæta þriggja mánaða keppnisbanni. Mér þótti sú refsing hörð og áfrýjaði því dóminum til áfrýjunardómstóls ÍSÍ sem mildaði refsinguna í 30 daga keppnisbann frá og með 30. maí sl. Ég tek fram að ég neytti umræddra lyfja viku áður en mæling fór fram og var ekki undir áhrifum þeirra í keppni. Því er alveg víst að þau höfðu engin áhrif á árangur minn. Lyfið mælist aftur á móti við sýnatöku í alllangan tíma eftir neyslu. Ég harma mjög þau mistök mín að hafa brotið lög ÍSÍ um lyfjamál og hef einsett mér að læra af þessum mistökum þannig að slíkt gerist aldrei aftur. Virðingarfyllst, Þorvaldur Árni Þorvaldsson“
Íþróttir Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15 Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00
Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14
Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Formaður lyfjaráðs segir mildun á dómi yfir íslenskum knapa henta honum afskaplega vel enda stutt í Landsmót hestamanna. 20. júní 2014 09:15