Einar Tönsberg semur fyrir lundafjölskyldu á Írlandi 20. júní 2014 16:30 Einar Tönsberg MYND/Björn Árnason Íslenski tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg semur tónlistina í nýrri írskri teiknimyndaþáttaröð, Puffin Rock. Þetta kemur fram í viðtali við tónlistarmanninn í Iceland Magazine í dag. Sögumaður verður írski leikarinn Chris O'Dowd, en serían fjallar um lundafjölskyldu sem búa á lítilli eyju skammt frá Írlandi. Einar segist í viðtalinu vera sá eini af þeim sem koma að seríunni sem hafi nokkru sinni séð lunda. Aðalsöguhetjan er lundinn Oona, sem lendir í allskyns ævintýrum á eyjunni í fylgd litla bróður síns, Baba. Serían er meðframleidd af Óskars-tilnefnda teiknimyndastúdíóinu Cartoon Saloon, Penguin Publishing og Dog Ears. Þættirnir verða alls 39 talsins, sjö mínútur hver og Penguin mun framleiða bækur og annan varning sem tengjast þáttunum. Einar hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2010 fyrir lag sitt Dreamin' með hljómsveitinni Feldberg. Hann á einnig sólóferil að baki, þar sem hann gengur undir nafninu Eberg. Einar hefur áður samið tónlist fyrir íslenskar þáttaraðir á borð við Hæ Gosa og Pressu. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Puffin-Rock-trailer from Dog Ears on Vimeo. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg semur tónlistina í nýrri írskri teiknimyndaþáttaröð, Puffin Rock. Þetta kemur fram í viðtali við tónlistarmanninn í Iceland Magazine í dag. Sögumaður verður írski leikarinn Chris O'Dowd, en serían fjallar um lundafjölskyldu sem búa á lítilli eyju skammt frá Írlandi. Einar segist í viðtalinu vera sá eini af þeim sem koma að seríunni sem hafi nokkru sinni séð lunda. Aðalsöguhetjan er lundinn Oona, sem lendir í allskyns ævintýrum á eyjunni í fylgd litla bróður síns, Baba. Serían er meðframleidd af Óskars-tilnefnda teiknimyndastúdíóinu Cartoon Saloon, Penguin Publishing og Dog Ears. Þættirnir verða alls 39 talsins, sjö mínútur hver og Penguin mun framleiða bækur og annan varning sem tengjast þáttunum. Einar hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2010 fyrir lag sitt Dreamin' með hljómsveitinni Feldberg. Hann á einnig sólóferil að baki, þar sem hann gengur undir nafninu Eberg. Einar hefur áður samið tónlist fyrir íslenskar þáttaraðir á borð við Hæ Gosa og Pressu. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Puffin-Rock-trailer from Dog Ears on Vimeo.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira