Tíðarteiti sigga dögg kynfræðingur skrifar 2. júlí 2014 14:00 Rauð flaueliskaka smellpassar í þemað Mynd/Getty Nýlega birtust tvær frábærar auglýsingar um upplifun ungrar stúlku af fyrstu blæðingunum. Í annarri auglýsingunni þráir stúlka ekkert heitar en að byrja á blæðingum og lýgur að móður sinni að hún sé byrjuð. Móðir hennar ákveður í kjölfarið að halda fyrir hana tíðarteiti (þó hún viti að hún sé að ljúga að sér). Í ljósi þess að þetta var auglýsing mætti draga þá ályktun að enginn haldi raunverulega tíðarteiti en svo er víst alls ekki því þetta er að verða einhver tíska í Bandaríkjunum.Túrtappar þurfa ekki að vera ógnandiMynd/GettyTeitið hefur sterkt rautt þema; matur, drykkir, klæðnaður og skreytingar, allt saman rautt. Matseðilinn gæti því verið: rauð flaueliskaka, jarðaber, rautt hlaup, mexíkósk súpa og kannski sykurpúðar sem eru hálfhjúpaðir rauðu hjúpsúkkulaði. Reyndar er hægt að setja rauðan matarlit út í flestan ljósan mat og lita hann þannig eftir þemanu. Trönuberjasafi í sódavatni væri svo kjörinn til að skola þessu öllu saman niður, nú eða jarðaberjamjólk. Auðvitað verður slíkt teiti einnig að innihalda einhverja þematengda leiki, líkt og að hengja skreytta túrtappa í teiknað leg. Hér fær ímyndunaraflið lausan tauminn og í raun endalaust af leikjum sem hægt er að búa til í tengslum við þetta þema. Það er komin tími að hafa svolítið gaman af breytingunum sem fylgja kynþroskaskeiðinu. Til upprifjunar um hvað í raun tíðar séu má renna yfir þessa samantekt. Ef þú vilt kynna þér blæðingar í fræðilegu samhengi þá getur þú lesið um áhrif fyrirtíðarspennu á líðan kvenna, eða stöðu tíðarblóðs í vestrænum heimi, eða viðhorf hjúkrunarfræðinema til tíðablæðinga. Ef þér þykir svona teiti of framúrstefnulegt þá mættir þú í það minnsta hlýða á ljóðið í eftirfarandi myndbandi og breiða út boðskapinn að tíðir séu ekki feimnismál. Heilsa Lífið Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun
Nýlega birtust tvær frábærar auglýsingar um upplifun ungrar stúlku af fyrstu blæðingunum. Í annarri auglýsingunni þráir stúlka ekkert heitar en að byrja á blæðingum og lýgur að móður sinni að hún sé byrjuð. Móðir hennar ákveður í kjölfarið að halda fyrir hana tíðarteiti (þó hún viti að hún sé að ljúga að sér). Í ljósi þess að þetta var auglýsing mætti draga þá ályktun að enginn haldi raunverulega tíðarteiti en svo er víst alls ekki því þetta er að verða einhver tíska í Bandaríkjunum.Túrtappar þurfa ekki að vera ógnandiMynd/GettyTeitið hefur sterkt rautt þema; matur, drykkir, klæðnaður og skreytingar, allt saman rautt. Matseðilinn gæti því verið: rauð flaueliskaka, jarðaber, rautt hlaup, mexíkósk súpa og kannski sykurpúðar sem eru hálfhjúpaðir rauðu hjúpsúkkulaði. Reyndar er hægt að setja rauðan matarlit út í flestan ljósan mat og lita hann þannig eftir þemanu. Trönuberjasafi í sódavatni væri svo kjörinn til að skola þessu öllu saman niður, nú eða jarðaberjamjólk. Auðvitað verður slíkt teiti einnig að innihalda einhverja þematengda leiki, líkt og að hengja skreytta túrtappa í teiknað leg. Hér fær ímyndunaraflið lausan tauminn og í raun endalaust af leikjum sem hægt er að búa til í tengslum við þetta þema. Það er komin tími að hafa svolítið gaman af breytingunum sem fylgja kynþroskaskeiðinu. Til upprifjunar um hvað í raun tíðar séu má renna yfir þessa samantekt. Ef þú vilt kynna þér blæðingar í fræðilegu samhengi þá getur þú lesið um áhrif fyrirtíðarspennu á líðan kvenna, eða stöðu tíðarblóðs í vestrænum heimi, eða viðhorf hjúkrunarfræðinema til tíðablæðinga. Ef þér þykir svona teiti of framúrstefnulegt þá mættir þú í það minnsta hlýða á ljóðið í eftirfarandi myndbandi og breiða út boðskapinn að tíðir séu ekki feimnismál.
Heilsa Lífið Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun