Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - ÍBV 0-1 | Eyjamenn í undanúrslit Stefán Árni Pálsson á Valbjarnarvelli skrifar 7. júlí 2014 15:13 Myndir / Daníel Rúnarsson Eyjamenn unnu sigur á Þrótturum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins, 1-0, á Valbjarnarvelli í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en eina markið skoraði Gunnar Þorteinsson með skalla átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn byrjaði heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við leikinn. Þróttarar voru ívið sterkari á upphafsmínútunum en ekki var um að ræða neinn sambabolta hjá hvorugu liðinu. Fá færi fengu að líta dagsins ljós og skemmst er að segja frá því að fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur og báðir þjálfarar liðanna þurftu heldur betur að messa yfir sínum mönnum í hléinu. Það gerðist lítið sem ekkert fyrsta hálftímann í síðari hálfleiknum og leiðindin héldu áfram. Þegar korter var eftir af leiknum fengu Eyjamenn algjört dauðafæri þegar Jonathan Glenn skallaði boltann á markið. Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði aftur á móti stórkostlega. Umdeild atvik átti sér stað rétt á eftir þegar Eyjamenn náðu að þvinga boltanum í áttina að marki Þróttara eftir mikið klafs. Boltinn virtist fara yfir marklínuna rétt áður en Þróttarar náðu að hreinsa boltann frá. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lét leikinn halda áfram og gestirnir urðu verulega pirraðir. Það var erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið inn eða ekki. Liðin náðu ekki að skora mark í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Eyjamenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik framlengingarinnar og loksins kom fyrsta mark leiksins. Jón Ingason átti frábæra sendingu fyrir markið úr aukaspyrnu og Gunnar Þorteinsson stýrði boltanum laglega í netið en markið kom átta mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Eftir markið voru heimamenn alveg búnir á því og fleiri urðu mörkin ekki. ÍBV er því komið í undanúrslitin. Hallur: Vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungnumVísir/Daníel„Þetta er vissulega grátlegt, mér fannst leikurinn nokkuð jafn og þetta hefði í raun alveg getað dottið báðum megin,“ segir Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, eftir leikinn.“ „Eyjamenn fengu kannski ívið hættulegri færi en við vorum samt alltaf líklegir.“ Hallur segir að það hafi kannski ekki sést vel í kvöld að það væru heil deild á milli þessara liða. „Þeir eru í pínu brasi í Pepsi-deildinni og mér fannst við eiga í fullu tré við þá og á köflum jafnvel betri.“ „Okkur vantaði líklega aðeins meiri gæði í okkar leik á síðasta þriðjungnum til að ná að koma boltanum í netið.“ Siggi Raggi: Gaman að eiga framundan undanúrslitaleik í bikar„Það er mjög spennandi og gaman að vera komnir áfram í bikarnum og eiga framundan undanúrslitaleik,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV. „Við erum komnir þetta langt og höfum bara staðið okkur virkilega vel í bikarnum, þótt deildin hefði mátt fara betur.“ Sigurður segir að liðið hafi spilað nokkur vel í kvöld og erfitt hafi verið að brjóta Þróttarana á bak aftur. „Menn lögðu hart að sér, það var fín færsla á liðinu og góð barátta. Við vissum að við ættum erfiðan leik fyrir höndum og menn þurftu að vera þolinmóðir.“ „Við erum að horfa á báðir þessar keppnir, deild og bikar og viljum standa okkur vel þar. Við erum allir að koma til í deildinni og þetta er farið að líta betur út.“ Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Eyjamenn unnu sigur á Þrótturum í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins, 1-0, á Valbjarnarvelli í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en eina markið skoraði Gunnar Þorteinsson með skalla átta mínútum fyrir leikslok. Leikurinn byrjaði heldur rólega og voru liðin lengi að komast í takt við leikinn. Þróttarar voru ívið sterkari á upphafsmínútunum en ekki var um að ræða neinn sambabolta hjá hvorugu liðinu. Fá færi fengu að líta dagsins ljós og skemmst er að segja frá því að fyrri hálfleikurinn var mjög lélegur. Staðan var því 0-0 eftir 45 mínútur og báðir þjálfarar liðanna þurftu heldur betur að messa yfir sínum mönnum í hléinu. Það gerðist lítið sem ekkert fyrsta hálftímann í síðari hálfleiknum og leiðindin héldu áfram. Þegar korter var eftir af leiknum fengu Eyjamenn algjört dauðafæri þegar Jonathan Glenn skallaði boltann á markið. Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði aftur á móti stórkostlega. Umdeild atvik átti sér stað rétt á eftir þegar Eyjamenn náðu að þvinga boltanum í áttina að marki Þróttara eftir mikið klafs. Boltinn virtist fara yfir marklínuna rétt áður en Þróttarar náðu að hreinsa boltann frá. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, lét leikinn halda áfram og gestirnir urðu verulega pirraðir. Það var erfitt að sjá hvort boltinn hafi farið inn eða ekki. Liðin náðu ekki að skora mark í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja leikinn. Ekkert markvert gerðist í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Eyjamenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik framlengingarinnar og loksins kom fyrsta mark leiksins. Jón Ingason átti frábæra sendingu fyrir markið úr aukaspyrnu og Gunnar Þorteinsson stýrði boltanum laglega í netið en markið kom átta mínútum fyrir lok framlengingarinnar. Eftir markið voru heimamenn alveg búnir á því og fleiri urðu mörkin ekki. ÍBV er því komið í undanúrslitin. Hallur: Vantaði aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungnumVísir/Daníel„Þetta er vissulega grátlegt, mér fannst leikurinn nokkuð jafn og þetta hefði í raun alveg getað dottið báðum megin,“ segir Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, eftir leikinn.“ „Eyjamenn fengu kannski ívið hættulegri færi en við vorum samt alltaf líklegir.“ Hallur segir að það hafi kannski ekki sést vel í kvöld að það væru heil deild á milli þessara liða. „Þeir eru í pínu brasi í Pepsi-deildinni og mér fannst við eiga í fullu tré við þá og á köflum jafnvel betri.“ „Okkur vantaði líklega aðeins meiri gæði í okkar leik á síðasta þriðjungnum til að ná að koma boltanum í netið.“ Siggi Raggi: Gaman að eiga framundan undanúrslitaleik í bikar„Það er mjög spennandi og gaman að vera komnir áfram í bikarnum og eiga framundan undanúrslitaleik,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari ÍBV. „Við erum komnir þetta langt og höfum bara staðið okkur virkilega vel í bikarnum, þótt deildin hefði mátt fara betur.“ Sigurður segir að liðið hafi spilað nokkur vel í kvöld og erfitt hafi verið að brjóta Þróttarana á bak aftur. „Menn lögðu hart að sér, það var fín færsla á liðinu og góð barátta. Við vissum að við ættum erfiðan leik fyrir höndum og menn þurftu að vera þolinmóðir.“ „Við erum að horfa á báðir þessar keppnir, deild og bikar og viljum standa okkur vel þar. Við erum allir að koma til í deildinni og þetta er farið að líta betur út.“
Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira