Umfjöllun og viðtal: Fram - Kalju Nõmme 0-1 | Erfitt verkefni hjá Fram Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 3. júlí 2014 18:53 Vísir/Daníel Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi að finna taktinn. Leikmenn Kalju voru samt sem áður sterkari í upphafi leiksins og það virtist vera ákveðin skrekkur í Frömurum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru Framarar að vera ákveðnari og unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Hvorugt liðið náði samt sem áður að koma boltanum í netið og var því staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétta eins og sá fyrri heldur rólega en gestirnir alltaf einu skrefi á undan. Þegar stundarfjórðungur var liðin af hálfleiknum náðu Eistarnir að komast yfir. Þar var að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið eftir virkilega misheppnað úthlaup frá Ögmundi Kristinssyni. Markvörðurinn kýldi boltann í raun beint á kollinn á Fábio sem stýrði knettinum laglega í netið. Framarar reyndu hvað þeir gátu næstu mínútur og þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Viktor Bjarki Arnarson frábæran sprett upp völlinn. Hann prjónaði sig í gegnum alla vörn Kalju, átti aðeins eftir að leggja boltann framhjá markverði Kalju en boltinn fór hátt yfir. Skelfileg afgreiðsla hjá reynsluboltanum. Framarar náðu ekki að skapa sér fleiri færi í kvöld og lauk leiknum með 1-0 sigri Kalju. Liðin mætast án eftir viku ytra. Bjarni: Erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir síðari leikinnMynd/Frammyndir.123.is„Ég er mjög ánægður með liðið, þeir fá ekkert færi sem ég man eftir, nema þegar við klúðrum örlítið í þessu marki sem þeir skora,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við fáum nokkur tækifæri til að skora í þessum leik og því eigum við alveg að geta farið með hausinn uppi í leikinn úti.“ Bjarni segir að aðstæður séu svipaðar úti hjá Eistunum og lítill útivöllur sem býður þeirra. „Við eigum góðan séns gegn þessu liði og förum mjög bjartsýnir út í síðari leikinn.“ Mynd/Frammyndir.123.is Evrópudeild UEFA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Framarar töpuðu fyrir Kalju Nömme í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 1-0 sigri þeirra eistnesku. Eina mark leiksins kom eftir klukkustund leik og var þar að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi að finna taktinn. Leikmenn Kalju voru samt sem áður sterkari í upphafi leiksins og það virtist vera ákveðin skrekkur í Frömurum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru Framarar að vera ákveðnari og unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Hvorugt liðið náði samt sem áður að koma boltanum í netið og var því staðan 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétta eins og sá fyrri heldur rólega en gestirnir alltaf einu skrefi á undan. Þegar stundarfjórðungur var liðin af hálfleiknum náðu Eistarnir að komast yfir. Þar var að verki Fábio Prates sem skallaði boltann í netið eftir virkilega misheppnað úthlaup frá Ögmundi Kristinssyni. Markvörðurinn kýldi boltann í raun beint á kollinn á Fábio sem stýrði knettinum laglega í netið. Framarar reyndu hvað þeir gátu næstu mínútur og þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum átti Viktor Bjarki Arnarson frábæran sprett upp völlinn. Hann prjónaði sig í gegnum alla vörn Kalju, átti aðeins eftir að leggja boltann framhjá markverði Kalju en boltinn fór hátt yfir. Skelfileg afgreiðsla hjá reynsluboltanum. Framarar náðu ekki að skapa sér fleiri færi í kvöld og lauk leiknum með 1-0 sigri Kalju. Liðin mætast án eftir viku ytra. Bjarni: Erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir síðari leikinnMynd/Frammyndir.123.is„Ég er mjög ánægður með liðið, þeir fá ekkert færi sem ég man eftir, nema þegar við klúðrum örlítið í þessu marki sem þeir skora,“ segir Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við fáum nokkur tækifæri til að skora í þessum leik og því eigum við alveg að geta farið með hausinn uppi í leikinn úti.“ Bjarni segir að aðstæður séu svipaðar úti hjá Eistunum og lítill útivöllur sem býður þeirra. „Við eigum góðan séns gegn þessu liði og förum mjög bjartsýnir út í síðari leikinn.“ Mynd/Frammyndir.123.is
Evrópudeild UEFA Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira