Volvo selur kínverska framleiðslu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 16:15 Lengri gerð Volvo S60 sem fær stafinn L í endann. Þó að engir kínverskir bílar séu til sölu í Bandaríkjunum nú er ekki þar með sagt að engir bílar frá Kína verði þar brátt til sölu. Volvo ætlar á næsta ári að framleiða lengri gerð hins vinsæla Volvo S60 bíls í Kína og flytja hluta framleiðslunnar til sölu í Bandaríkjunum. Reyndar stendur til að gera þetta með fleiri bílgerðir og að flytja þá til fleiri landa. Á næsta ári er einmitt líklegt að þeir Volvo XC90 bílar sem seldir verði í Rússlandi verði einnig framleiddir í Kína. Stærsta ástæðan fyrir því að selja kínversk framleidda bíla í Bandaríkjunum er sú að gengi dollarans gangvart kínverska yuaninu er hagstæðara og stöðugra en gagnvart sænsku krónunni. Volvo hræðist mjög skyndilegar gengissveiflur og er með þessu að koma í veg fyrir þær. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent
Þó að engir kínverskir bílar séu til sölu í Bandaríkjunum nú er ekki þar með sagt að engir bílar frá Kína verði þar brátt til sölu. Volvo ætlar á næsta ári að framleiða lengri gerð hins vinsæla Volvo S60 bíls í Kína og flytja hluta framleiðslunnar til sölu í Bandaríkjunum. Reyndar stendur til að gera þetta með fleiri bílgerðir og að flytja þá til fleiri landa. Á næsta ári er einmitt líklegt að þeir Volvo XC90 bílar sem seldir verði í Rússlandi verði einnig framleiddir í Kína. Stærsta ástæðan fyrir því að selja kínversk framleidda bíla í Bandaríkjunum er sú að gengi dollarans gangvart kínverska yuaninu er hagstæðara og stöðugra en gagnvart sænsku krónunni. Volvo hræðist mjög skyndilegar gengissveiflur og er með þessu að koma í veg fyrir þær.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent